Íþróttablaðið - 01.03.1978, Page 34
bili var útkljáð hvað kom í okkar hlut af
þeim titlum sem í boði voru. Við vorum satt
að segja logandi hræddir að eins færi fyrir
okkur og Leeds United árið 1973, er félagið
var svo til búið að ná þremur titlum. En þá
tapaði það meistaratitlinum til okkar, bik-
armeistaratilinum til 2. deildar félagsins
Sunderland og loks tapaði það svo Evrópu-
bikarúrslitaleiknum fyrir ítalska liðinu
Milan.
Taugaspennan sem ríkti í herbúðum
okkar þegar við gengum til leiks við West
Ham United, þar sem við gátum tryggt
okkur meistaratitilinn, var gjörsamlega
ólýsanleg. Við þurftum jafntefli í þeim leik
til þess að verða meistarar, og ég man ekkert
hvað skeði á vellinum, utan þess að ekkert
mark var skorað í leiknum. Við vorum
örðnir meistarar.
Næsta skref var úrslitaleikur bikar-
keppninnar á Wembley, og eftir að vera
orðnir meistarar töldum við okkur allar
leiðir færar. Við værum búnir að sigrast á
skrekknum og hlytum að sigra mótherjann,
Manchester United. En það fór á annan
veg, við töpuðum 1—2 og úrslitin urðu til
þess að vekja hjá okkur efasemdir um ár-
angur í leiknum sem eftir var. I Evrópu-
bikarúrslitunum var mótherjinn ekki af
verri endanum, Bayern Múnchen, áttum
við möguleika gegn þeim?
Þessa umreidda leiks verður lengi minnzt
sem leiksins þar sem Kevin Keegan, lág-
vaxnasti leikmaður vallarins, varð sá
Staðreyndir um Liverpool
Stofnað 1892
Heimílisfang: Anfield Road, Liver-
pool 4
Sími: 009 44 51 2632361
Forseti: J.W. Smith
Ritari: P.B. Robinson
Framkvæmdastjóri: Bob Paisley.
Deildaskipan Liverpool:
1893: 2. deild
1894— 1895:1. deild
1895— 1896:2.deild
1896— 1904:1. deild
1904— 1905:2. deild
1905— 1954: 1. deild
1954—1962:2. deild
1962— : 1. deild
Titlar:
Enskur meistari 1901,1906,1922,
1923, 1947, 1964, 1966, 1973,
1976 og 1977.
Bikarmeistari: 1965 og1974
Evrópubikarhafi meistaraliða:
1977
UEFA-bikarmeistari: 1973 og
1976
Mestur sigur: 11—0 yfir norska
liðinu Strömgodset í Evrópubik-
arkeppni bikarhafa 17. september
1974.
Mesta tap: 1—9 í leik við Birm-
ingham City 11. desember 1954.
Flestir leikir
Flesta leiki fyrir Liverpool áður en
þetta keppnistímabil hófst áttu
eftirtaldir:
lan Callaghan 614
Tommy Smith 445
Emlyn Hughes 419
Ray Clemence 306
Flest mörk fyrir Liverpool:
Roger Hunt245
Hæsta verð fyrir leikmann:
Kenny Daglish frá Celtic, Glasgow
keyptur á 450.000 pund.
Hæsta sala:
Kevin Keegan seldur til Ham-
burger SV fyrir 500.000 pund.
stærsti. Úrslitin urðu 3—1 sigur Liverpool-
liðsins, og það þótti bera af vestur-þýzka
meistaraliðinu, þar sem þó var valinn mað-
ur í hverju rúmi. Gleðinni sem ríkti í her-
búðum „The Kops“ að unnum þessum
sigrum verður ekki lýst með orðum.
En í vetur hefur nokkurt bakslag komið
hjá Liverpool, eins og raunar er ekki óal-
gengt hjá meistaraliðum. Mestu munar þó
hjá liðinu að nú hefur það ekki yfir neinum
Kevin Keegan að ráða. Hann sem var áður
allt í öllu, ekki aðeins á leikvellinum, heldur
einnig utan hans, tók saman pjönkur sínar
og flutti til Vestur-Þýzkalands, þar sem
hann leikur með Hamburger SV. f haust leit
reydnar út fyrir að Liverpool hefði fundið
Framhald á bls. 50
Liverpool-liðið eins og það var skipað í haust:
Efsta röð frá vinstri: Joey Jones, Phil Thomp-
son, Ray Clemence, Alan Hansen og John
Toshack. Miðröð: Ronnie Moran (þjálfari),
Kenny Dalglish, David Fairclough, Ray Kenn-
edy, David Johnson, Phil Neal og Joe Fagan
(þjálfari). Fremsta röð: Jimmy Case, Ian
Callaghan, Tommy Smith, Bob Paisley (fram-
kvæmdastjóri) Emlyn Hughes, Steve Heighway
og Terry McDermott.
• ájr {
Y .vl ’.J( -A VJ® ' *> jCflB lHR ^ jn i : : VT: A :í fi.