Íþróttablaðið - 01.03.1978, Qupperneq 41
Við eigum að sækjast eftir þjálfun, sem
hefur í för með sér þjálfáhrif á æðakerfið.
Með réttri þjálfun er unnt að víkka út æðar,
er flytja líkamanum blóð og fjölga háræð-
um í vefjunum. Einnig er unnt að bæta
blóðrásarstarfsemi hjartans sjálfs með ráttri
líkamsþjálfun.
Þjálfun hefur í för með sér aukningu á
blóðmagni. Það auðveldar blóðrásinni að
flytja meira súrefni og næringarefni til lík-
amans. Að vissu marki hefur þjálfun það í
för með sér að menn losna við óþarfa fitu,
vöðvar styrkjast og líkamsþyngdin minnkar
eða helzt stöðug.
Þetta eru ekki órökstuddar fullyrðingar,
heldur niðurstöður fjölda samhljóða rann-
sókna á áhrifum þolbætandi þjálfunar.
Áhrif líkamsræktar eru fleiri en hér hefur
verið talið, en erfitt getur verið að meta þau
áhrif á hlutlægan hátt.
TAFLA III
A flokkur æfinga.
Til þess að fá 1 stig þarf 10 mín. þjálfun með miklu álagi (púls 140-150 fyrir yngri en 35
ára, 120-140 fyrir eldri en 35 ára) í einhverjum eftirtalinna greina:
ganga — hlaup —
skíðaganga — sund
— hjólreiðar
B flokkur æfinga.
Til þess að fá 1 stig þarf 20 mín. þjálfun í einhverjum eftirtalinna greina:
körfuknattleikur — badminton - handknattleikur - knattspyrna -
þrekleikfimi
C flokkur æfinga.
Líkamsþjálfun getur haft áhrif á allt lífs-
viðhorf þitt. Þér veitist auðveldara að slaka
á og þú kynnist sjálfum þér betur. Þannig
verður auðveldara fyrir þig að mæta
„stressi" daglegs lífs. Menn sofa betur og
starfsgetan eykst.
Hin almenna skilgreining á heilbrigði,
það að vera laus við sjúkdóma, er villandi.
Líkaminn þarfnast réttrar áreynslu sér til
viðhalds og vaxtar. Kyrrseta og áreynslu-
leysi veldur hrörnun og skerðingu á starfs-
hæfni líffæra og líffærakerfa líkamans, er
leiðir til minnkaðrar mótstöðu gegn ýmsum
sjúkdómum. Skorturá áreynslu líkamanum
til viðhalds má því alveg eins líta á sem
„dulinn sjúkdóm", sem menn verða ekki
varir við fyrr en hann er langt genginn.
Vöðvastyrkur hefur sína þýðingu frá
heilsufarslegu sjónarmiði, en hún er tak-
mörkuð. Góð vöðvabygging hefur ekki eins
mikið að segja og það, að önnur mikilvæg-
ari líffæri séu vel á sig komin.
Þitt markmið á að vera fyrst og fremst að
Til þess að fá 1 stig þarf 60 mín. þjálfun í einhverjum eftirtalinna greina:
borðtennis — golf — tennis — blak — skíði, Alpagreinar — göngu-
ferðir, án mikils álags — skautaiðkun — hefðbundin leikfimi
Klukkustundar þjálfun í ýmsum greinum gefur eftirfarandi mörg stig.
Æfingar í A flokki = 6 stig
Æfingar í B flokki = 3 stig
Æfingar í C flokki = 1 stig
bæta þol þitt. Þá munt þú fá í kaupbæti öll
mikilvægustu þjálfáhrif þjálfunar.
Lykillinn að leyndardómnum er súrefn-
istaka. Eins og áður er getið þarfnast lík-
aminn súrefnis til að geta starfað. Við get-
um ekki geymt súrefni í líkamanum, heldur
verðum við að fá það stöðugt úr loftinu, sem
við öndum að okkur. Það súrefnismagn.
sem líkaminn getur tekið til sín og hjartað
og æðakerfið flutt um líkamann er bezti
mælikvarðinn um almennt líkamsfar þitt.
Þetta getur þú sjálfur áætlað með einföldu
göngu- og hlaupprófi. Niðurstaðan þ.e.a.s.
hve langt þú kemst á 12 mín. er þoltala þín.
Einnig getur þú komizt nokkuð nærri því,
hvernig þú ert á þig kominn með því að
svara nokkrum spurningum.
Ef þú hefur enga fyrri reynslu af þjálf-
un, átt þú að fara mjög varlega af stað í
byrjun. Sama á við um þá, sem ekki hafa
reynt á sig verulega í mörg ár. Þeir, sem telja
sig vita að likamsfar þeirra er ekki eins gott
og á væri kosið, eiga að svara spurningun-
um hér á eftir og miða æfingarnar við nið-
urstöður spurninganna. Svörin veita gróft
svar við líkamsfari þínu núna og hvaða
þjálfunarhóp þú tilheyrir. Þannig er unnt að
veita þér upplýsingar um hve mikillar
þjálfunar þú þarfnast og hve mikið í einu, til
þess að ná því marki að öðlast gott líkams-
far (fittness), sem er einn mikilvægasti
þáttur almenns heilbrigðis.
Það er rétt að undirstrika það, að til þess
að fá stig úr A flokki æfinga, þarf álagið að
vera töluvert. Ef gengið er rólega t.d. á
skíðum eða í gönguferð, á að reikna sér stig
Framhald á bls. 50
41