Fréttablaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 3

Fréttablaðið - 26.06.2020, Blaðsíða 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 4 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 Tilboðsverð frá 3.190.000 kr. hekla.is/volkswagensalur · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · HEKLA Einstaklega vel gerður fyrir einstakt fólk eins og þig Hús á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Vesturbænum í Reykjavík gjöreyðilagðist í eldsvoða í gær. Slökkvilið, lögregla og sjúkraf lutningafólk var með mikinn við- búnað á staðnum. Sex einstaklingar voru f luttir á sjúkrahús en ekki lágu fyrir upplýsingar um líðan þeirra þegar Fréttablaðið fór í prentun. Lögregla handtók þrjá á vettvangi en ekki liggur fyrir hversu margir voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt frásögnum sjónarvotta stukku einhverjir íbúar út um glugga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNMÁL Mjög hafði þokast í samningaviðræðum þingf lokka um þinglok síðdegis í gær en þegar Fréttablaðið fór í prentun stóð afstaða til frumvarps Pírata um afnám refsinga fyrir vörslu neyslu- skammta fíkniefna enn í veginum. Þingmenn Miðf lokksins höfðu ekki fyrr lokið málþófi sínu en Píratar röðuðu sér á mælendaskrá á þingfundi síðdegis í gær og voru enn að ræða orkumál þegar Fréttablaðið fór í prentun. Píratar vilja fá mál sitt um afglæpavæðingu fíkniefna- neyslu til atkvæðagreiðslu á Alþingi en stjórnarmeirihlutinn hyggst leggja fram tillögu um að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari meðferðar. Frekara málþófi Miðf lokksins var afstýrt með samkomulagi um að fjárlaganefnd afgreiði sérstakt framhaldsnefndarálit um frumvarp tengt Borgarlínu þar sem komið er til móts við sjónarmið Miðflokks- ins. Afgreiðslu frumvarps um skipun sendiherra, sem mætt hefur mikilli andstöðu bæði stjórnarand- stöðu og umsagnaraðila, verður frestað fram á haust. Þá er unnið að nokkrum breytingum á umdeildu samkeppnislagafrumvarpi til að liðka fyrir samningum um þinglok. Birgir Ármannsson, formaður þingf lokks Sjálfstæðisf lokksins, segir þó enga samninga í höfn fyrr en allir eru um borð. „Fyrirstaðan núna er hjá Pírötum,“ segir Birgir. Pírötum standi til boða að fá mál sitt á dagskrá en þeir vilji líka ráða afgreiðslu þess og þar strandi á samningum sem annars hafi náðst að mestu leyti milli þingflokka. Venju samkvæmt er stefnt að lokaafgreiðslu nokkurra þing- mannamála við þinglok. Þar á meðal eru mál Viðreisnar um gjald- frjálsa sálfræðiþjónustu, mál Mið- flokksins um gjaldfrjálsar krabba- meinsmeðferðir, tillaga um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi sem Samfylkingin lagði fram og frumvarp Flokks fólksins um vísi- tölutengingu bóta almannatrygg- inga. Sem fyrr segir leggja Píratar áherslu á fyrrnefnt frumvarp um fíkniefni. Píratar sætta sig þó ekki við að málinu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar. „Við viljum bara að annaðhvort verði frumvarpið sam- þykkt og gert að lögum eða þing- menn hafni því í atkvæðagreiðslu,“ segir Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata. – aá Þinglok stranda á fíkniefnastefnunni Sendiherrafrumvarpi verður frestað til hausts og breytingar gerðar á samkeppnismáli til að liðka fyrir þinglokum. Koma á til móts við Miðflokkinn um Borgarlínumálið. Allt strandar á Pírötum sem vilja atkvæðagreiðslu um afnám refsinga fyrir vörslu fíkniefna. Við viljum bara að annaðhvort verði frumvarpið samþykkt og gert að lögum eða þingmenn hafni því í atkvæðagreiðslu. Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata +PLÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.