Fréttablaðið - 26.06.2020, Síða 4
Við höfum haft
raunverulegar
áhyggjur af þessu ástandi og
þessu húsi.
Sólveig Anna Jónsdóttir
Við erum raunveru-
lega að efla lýð-
heilsu og teljum okkur vera
að styrkja ónæmiskerfi fólks
og almenna vellíðan í
landinu.
Sindri Sigríðarson,
markaðsstjóri Tjarnarbíós
Veður
Austlæg eða breytileg átt í dag,
víða hæg og áfram skúrir í flestum
landshlutum. Hiti 8 til 19 stig,
hlýjast austanlands. SJÁ SÍÐU 14
Kafbátur bundinn við höfn
Kaf bátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose verður haldin hér á landi á vegum NATO og taka fimm kaf bátar, fimm herskip og fimm kaf bátaleitar-
f lugvélar þátt í æfingunni. Íslendingar leggja til aðstöðu á öryggissvæðinu á Kef lavíkurf lugvelli og Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í æfingunni.
Fyrstu skipin sem taka þátt í æfingunni komu til hafnar í gær og önnur leggjast að bryggju í dag vegna undirbúnings. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM
MENNING „Hlátur lengir lífið. Við
erum raunverulega að efla lýðheilsu
og teljum okkur vera að styrkja
ónæmiskerfi fólks og almenna vel-
líðan í landinu,“ segir Sindri Sigríð-
arson, markaðsstjóri Tjarnarbíós.
Leikhúsið opnar dyrnar á ný eftir
margra vikna lokun vegna COVID-
19 og sviðslistafólk fær loksins að
prófa nýtt efni fyrir íslensku þjóð-
ina. Sindri segir bjarta daga fram
undan í leikhúsinu enda sé nóg í
boði; dans, barnaleikhús, nýjar
óperur, óhefðbundin sviðsverk,
jólasýningar, tónleikar og uppi-
stand inn á milli.
Eftir að slakað var á fjöldatak-
mörkunum og samskiptafjarlægð
var hægt að opna leikhúsið að
fullu. Grínistinn Ari Eldjárn reið
á vaðið strax um miðjan júní með
tilraunauppi stand sitt, Ari Eldjárn
prófar nýtt grín. Í sumar má finna
úrval uppistands- og gamansýninga
í leikhúsinu með VHS-f lokknum,
Jono Duffy og Fyndnustu mínar.
„Ef fer sem horfir og ekkert bak-
slag kemur þá er bjartsýni fram
undan. Nú tekur við eitt þéttasta
leikár sem við höfum haft hér í hús-
inu,“ segir Sindri.
Lokunin var gríðarlega erfið að
sögn Sindra en nú hungrar leik-
húsunnendur, sem og listafólk,
í lifandi skemmtun. „Það verður
ákveðið basl að ná þessu almenni-
lega til baka en við finnum fyrir því
að nú vill fólk koma í leikhús. Það
vill upplifa skemmtun og lifandi
f lutning sem hefur vantað síðast-
liðna mánuði.“
Tjarnarbíó iðar af líf i þessa
dagana. Þegar blaðamaður Frétta-
blaðsins leit við var aragrúi grunn-
skólabarna að klára leiklistartíma
hjá sumarnámskeiði Leynileikhúss-
ins, landsþekktir grínistar sötruðu
kaffi og ræddu um daginn og veg-
inn og slökkviliðsmenn gerðu sína
árlegu brunavarnaúttekt til þess að
leikhúsið sé vel í stakk búið fyrir
f læðið af leikhúsþyrstum gestum á
komandi leikári.
Fr iðr ik Fr iðr ik sson, f r a m-
kvæmdastjóri Tjarnarbíós, segist
hafa verið áhyggjufullur í byrjun
faraldursins og að skrýtið hafi verið
að sjá leikhúsið svona tómt. Leik-
húsunum var fórnað fyrir almanna-
hagsmuni, eins og Friðrik orðar það,
og var áfallið gríðarlegt, sérstaklega
fyrir Tjarnarbíó. Friðrik segir það
eðlilegt í ljósi stöðunnar en nú sé
hreint magnað að fá að skemmta
landanum á ný.
„Þetta var eins og í kúreka-
myndunum og lá við að maður sæi
„tumbleweed“ fjúka um gangana.
Við vorum öll í hlutabótaleiðinni en
erum nú komin úr því ástandi. Nú
er allt farið í gang og húsið í stöðugri
notkun,“ segir hann og bætir við:
„Fólk sækir enn í galdur leikhússins.
Útsendingar og streymi koma aldr-
ei í staðinn fyrir lifandi upplifun.
Leikhúsið lifir alltaf áfram.“
ingunnlara@frettabladid.is
Tjarnarbíó lifnar við
á ný eftir fórnir í vor
Tjarnarbíó iðar af lífi þessa dagana. Leikhúsið opnar dyrnar með grínsumari
og þéttasta leikárinu hingað til eftir krefjandi vor. Talsmenn leikhússins segja
undanfarna mánuði hafa verið erfiða en að nú þyrsti landann í skemmtun.
Sindri Sigríðarson og Friðrik Friðriksson í Tjarnarbíói. Leikhúsið iðar nú af
lífi og þétt leikár er fram undan eftir krefjandi vor. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
COVI D -19 A lmannavar nadeild
ríkislögreglustjóra sendi frá sér
tilkynningu í gær um að íslensk
knattspyrnukona í efstu deild hefði
greinst með jákvætt COVID-19 sýni.
Fótbolti.net segir að það sé leikmað-
ur Breiðabliks og því þurfi Blika-
konur og KR-ingar að fara í sóttkví.
Blikar spiluðu við KR á þriðjudag.
Smitrakning er í gangi en ljóst er að
margir þurfa að fara í sóttkví, segir
í tilkynningu almannavarna.
Knattspyrnukonan kom til lands-
ins 17. júní frá Bandaríkjunum og
reyndist sýnataka á landamærum
neikvæð. Síðar kom í ljós að hún
hafði verið í nánd við smitaðan
einstakling erlendis og fór því aftur
í sýnatöku sem þá var jákvæð. Hún
er einkennalaus. Á heimasíðu KSÍ
segir að greinist leikmaður með
COVID-19 þurfi þeir sem hafa
verið í nánd við þann veika frá því
tveimur dögum áður en einkenni
komu upp að fara í sóttkví. Frekari
upplýsinga er að vænta í dag. – bb
Margir leikmenn
á leið í sóttkví
ELDSVOÐI Nokkrir skjólstæðingar
stéttarfélagsins Eflingar voru í hús-
inu á Bræðraborgarstíg sem brann í
gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað-
ur Eflingar, segir félagið hafa haft
raunverulegar áhyggjur af ástandi
hússins í töluverðan tíma.
Húsið við Bræðraborgarstíg hefur
verið í niðurníðslu lengi. Það er þó
búið í því og eru flestir íbúar starfs-
menn starfsmannaleigu.
Sólveig segir að einhverjir félags-
menn hennar hafi verið íbúar við
heldur slæmar aðstæður. „Ég veit að
það eru einhverjir félagsmenn okkar
skráðir til heimilis þarna og við
höfum haft raunverulegar áhyggjur
af þessu ástandi og þessu húsi,“ segir
hún.
Fyrir fimm árum fjallaði Stundin
um húsið og sagði að allt væri mor-
andi í myglusvepp og að byggingar-
fulltrúi borgarinnar ætlaði að skoða
húsið nánar. Risastórt gat var þá á
húsinu og seytlaði vatn inn undir
klæðningu og veggirnir gegnsósa.
„Í okkar huga er maður hreinlega
ekki hissa á að svona gerist. Þetta er
hrikalegt í einu orði og við erum í
miklu uppnámi,“ segir Sólveig Anna.
– bb
Ástand hússins
áhyggjuefni í
töluverðan tíma
Húsið við Bræðrarborgarstíg brann
til kaldra kola. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð