Fréttablaðið - 26.06.2020, Síða 6
Þetta er auðvitað
alvarleg birtingar-
mynd COVID-19 farald-
ursins sem við verðum
harkalega fyrir
barðinu á.
Kristján Þór
Magnússon,
sveitarstjóri
Norðurþings
Ef sambærilegir
viðskiptahættir
voru viðhafðir öll árin þá
getur verið að kvikmynda-
greinin eigi inni miklar
fjárhæðir, hund-
ruð milljóna
króna.
Sigríður Mogen-
sen, sviðsstjóri
hjá SI
Æ fleiri fyrirtæki
eru að skrá sig til
þátttöku og fleiri og fleiri að
sækja ferðagjöfina.
Skarphéðinn Berg Steinarsson,
ferðamálastjóri
Samningurinn gildir til
30. september 2025.
LYFSALINN GLÆSIBÆ
Álfheimum 74 104 Reykjavík
Sími 517 5500
www.lyfsalinn.is
lyfsalinn@lyfsalinn.is
OPNUNARTÍMI
Mán.- fös. kl. 08:30-18:00
Laugardaga: Lokað
GLÆSIBÆ
Þú hringir í síma 517 5500
eða sendir póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Fáðu lyn send frítt heim
FE R ÐAÞJÓNUS TA „Við leggjum
áherslu á það að fólk eigi milliliða-
laus viðskipti við fyrirtækin sjálf,
bóki á þeirra síðum frekar en að
bóka á erlendum endursölusíðum
þannig að það skili sér allt til ferða-
þjónustunnar og þetta er liður í
því,“ segir Skarphéðinn Berg Stein-
arsson ferðamálastjóri um nýjan vef
Ferðamálastofu, ferdalag.is.
„Svo þurfum við að hafa ein-
hverja framhlið á þessu með ferða-
gjöfina, reyna að miðla því hverjir
eru þátttakendur í þessu og hvert
menn geta leitað og fengið nánari
upplýsingar,“ segir Skarphéðinn. Á
vefnum má finna ferðþjónustufyr-
irtæki sem skráð eru í gagnagrunn
Ferðamálastofu og upplýsingar um
það hvar hægt er að nota ferðagjöf
stjórnvalda, en gjöfin er liður í að
efla íslenska ferðaþjónustu í kjölfar
kórónaveirufaraldurs og er ætlað
að hvetja landsmenn til að ferðast
innanlands. Allir einstaklingar með
lögheimili á Íslandi, fæddir árið
2002 eða fyrr, fá ferðaávísun að and-
virði fimm þúsund krónur. Gjöfina
má nálgast á island.is.
„Öll fyrirtækin sem skráð eru á
vefnum hafa tilskilin leyfi, öll þau
leyfi sem þarf til að sinna ferða-
þjónustu og þannig eiga neytendur
að geta gengið að því vísu að þessi
fyrirtæki séu með allt sitt á þurru,“
segir Skarphéðinn.
Þá segir hann verkefnið hafa farið
vel af stað og að áhuginn sé mikill.
„Þetta er allt í samræmi við vænt-
ingar, æ fleiri fyrirtæki eru að skrá
sig til þátttöku og f leiri og f leiri að
sækja ferðagjöfina svo þetta er allt
saman að komast í gang.“ – bdj
Áhersla á að ferðagjöfin sé milliliðalaus
Skarphéðinn segir öll fyrirtækin
hafa leyfi til að sinna ferðaþjónustu.
NORÐURLAND Stjórn kísilvers PCC
á Bakka við Húsavík tilkynnti eftir
fund í gær að slökkt yrði á báðum
ofnum verksmiðjunnar og stórum
hluta starfsfólksins yrði sagt upp.
Í yfirlýsingu Rúnars Sigurpáls-
sonar, forstjóra, segir að um tíma-
bundna stöðvun sé að ræða og gert
sé ráð fyrir að starfsfólk verði ráðið
aftur þegar framleiðslan fari af stað
á nýjan leik.
Ást æðan f y r ir f ramleiðslu-
stöðvuninni er sögð vera COVID-19
faraldurinn, sem hafi raskað heims-
markaðsverði á kísilmálmi. Hafi
stjórnin leitað allra leiða til þess að
halda framleiðslunni gangandi en
orðið að grípa til þessara ráðstafana
nú.
Kristján Þór Magnússon, bæjar-
stjóri Norðurþings, segir stöðvun-
ina þungt högg, bæði fyrir samfélag-
ið og bæjarsjóð. Ekki sé þó búið að
fjárhagsleg áhrif á þessari stundu.
„Hugur okkar er fyrst og fremst
hjá starfsmönnum og fjölskyldum
þeirra sem hefur verið sagt upp
störfum,“ segir Kristján.
Reiknar hann með að þetta séu
á bilinu 80 til 90 starfsmenn. „En
við lítum á þetta sem tímabundna
stöðu. Þetta er auðvitað alvarleg
birtingarmynd COVID-19 farald-
ursins sem við verðum harkalega
fyrir barðinu á.“
Kristján segir engan bilbug á
stjórn og eigendum félagsins að
finna.
„Það var fyrirhugað að fara í við-
haldsstopp í vor, en varð ekki af
vegna faraldursins. Þá hefur verið
fjárfest í að laga reykræstivirkið í
þessu híði sem verksmiðjan leggst
núna í.“
Segist hann gera ráð fyrir að
stöðvunin muni að minnsta kosti
standa yfir í einhverja mánuði.
– khg
Hugurinn hjá starfsfólki PCC á Bakka og fjölskyldum þeirra
STJÓRNSÝSLA „Það var skýrt þegar
þjónustusamningurinn var gerður
árið 2016 að eitt af meginmarkmið-
um hans var að efla sjálfstæða þátta-
og kvikmyndagerð og RÚV þannig
gert að taka að sér aukið hlutverk
í að efla kvikmyndaiðnaðinn. Það
eru því vonbrigði að sjá að ekki hafi
verið staðið við þetta að fullu,“ segir
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hug-
verkasviðs Samtaka iðnaðarins.
Líkt og Fréttablaðið greindi frá
á miðvikudaginn vantar rúm-
lega 195 milljónir króna upp á að
Ríkisútvarpið ohf. uppfylli kröfur
þjónustusamnings við ráðuneytið
um kaup á efni frá sjálfstæðum
framleiðendum þegar miðað er við
skilgreiningu fjölmiðlalaga. Notast
RÚV við aðra skilgreiningu á hug-
takinu og telur verktakagreiðslur
til einstaklinga með sem kaup af
sjálfstæðum framleiðendum. Engin
svör hafa borist frá RÚV um skil-
greininguna.
Kristinn Þórðarson, formaður
Sambands íslenskra kvikmynda-
framleiðenda, sagði við blaðið í gær
að hann teldi eðlilegt að rannsókn
færi fram á greiðslunum.
Sigríður segir engan vafa á því að
ákvæðið í þjónustusamningnum
hafi verið ætlað íslenskum kvik-
myndaiðnaði og gæti iðngreinin
átt inni háar fjárhæðir hjá RÚV.
„Hafa ber í huga að þarna er aðeins
um að ræða eitt ár af fjögurra ára
þjónustusamningi. Ef sambærilegir
viðskiptahættir voru viðhafðir öll
árin þá getur verið að kvikmynda-
greinin eigi inni miklar fjárhæðir,
hundruð milljóna króna.“
Fréttablaðið birti lista y f ir
greiðslur RÚV til sjálfstæðra fram-
leiðenda fyrir nokkrum vikum.
„Það er áhugavert að sjá hversu
margir eru titlaðir sjálfstæðir fram-
leiðendur þegar þeir eru í raun og
veru dagskrárgerðarfólk sem er ekki
óháð RÚV. Þetta er mikið til starfs-
fólk í reglulegum dagskrárliðum.
Það er nauðsynlegt að skoða hvers
vegna skilgreining RÚV er svona á
skjön við skilgreiningu fjölmiðla-
laga og ráðuneytisins,“ segir Sigríð-
ur. „Kvikmyndaframleiðsla er iðn-
aður sem skapar störf og verðmæti.
Það er sláandi að sjá þetta misræmi
svona svart á hvítu, en þetta kemur
okkur ekki á óvart. Við höfum séð
vísbendingar í talsvert langan tíma
um að þetta sé staðan.“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, lagði
fram drög að þjónustusamningnum
fyrir ríkisstjórn í desember en hann
hefur ekki enn litið dagsins ljós.
Ráðuneytið hefur ekki svarað ítrek-
uðum fyrirspurnum Fréttablaðsins
um stöðu samningsins.
„Við teljum mikilvægt að nýr
þjónustusamningur kveði skýrt
á um hvað fellur undir sjálfstæða
kvikmyndaframleiðslu og RÚV
bæti upp það sem greinin á inni,“
segir Sigríður.
Hún segir sjálfstæða framleiðend-
ur standa þétt saman. „Við höfum
fengið ótalmörg skilaboð frá kvik-
myndaframleiðendum um fram-
göngu Ríkisútvarpsins á markaði.
Bæði hvað meðframleiðsluhlutverk
og kaup á efni varðar. Hins vegar
höfum við hingað til ekki fengið
ásættanleg svör við fyrirspurnum
okkar um þessi mál.“
arib@frettabladid.is
Gætu átt inni háar fjárhæðir
Samtök iðnaðarins telja að íslenskur kvikmyndaiðnaður gæti átt inni háar fjárhæðir hjá RÚV vegna skil-
greiningar á sjálfstæðum framleiðendum. Sviðsstjóri segir engan vafa um tilgang þjónustusamningsins.
Fjölmargar þáttaraðir eru framleiddar af sjálfstæðum kvikmyndaframleiðendum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
KJARAMÁL Samninganefndir Flug-
freyjufélags Íslands (FFÍ) og Sam-
taka atvinnulífsins vegna Icelandair
sk rifuðu undir kjarasamning
klukkan fjögur aðfaranótt fimmtu-
dags.
Var þetta 49. fundur aðila hjá rík-
issáttasemjara en deilunni var vísað
þangað í apríl í fyrra. Stóð síðasti
fundurinn í 32 klukkustundir að
meðtöldu stuttu fundarhléi. Samn-
ingurinn gildir til loka septem-
ber 2025 en hann verður kynntur
félagsmönnum FFÍ í dag.
„Starfsöryggi félagsmanna FFÍ
var eitt af aðaláhersluatriðum
samninganefndar í viðræðunum.
Með nýjum samningi kom FFÍ
til móts við Icelandair í því gjör-
breytta landslagi sem blasir við
fyrirtækinu og gerir því kleift að
auka samkeppnishæfni og sveigjan-
leika félagsins,“ segir Guðlaug Líney
Jóhannsdóttir, formaður FFÍ.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, segir töluverðar breytingar
hafi verið gerðar frá fyrri samningi
til einföldunar.
„Það er virkilega ánægjulegt að
hafa gengið frá langtímasamningi
við flugfreyjur og flugþjóna en það
er mikilvægur þáttur í fjárhagslegri
endurskipulagningu félagsins og
liður í að auka samkeppnishæfni
þess til lengri tíma,“ segir Bogi. – sar
Icelandair og
FFÍ sömdu
Frá undirritun kjarasamningsins.
2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð