Fréttablaðið - 26.06.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 26.06.2020, Síða 8
Ísland hefur alltaf stutt tveggja ríkja lausnina og ber ávallt að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt og að diplómatískum og friðsamlegum leiðum sé beitt í deilum Ísraela og Palestínumanna. Úr yfirlýsingu þingmannanna 1,1 milljón ávísana var send til einstaklinga sem eru látnir. ✿ Mörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar Norðurbær Garðahraunsgata He rjó lfs br au t Hrafnista PrýðahverfiGötulokun SAMGÖNGUR Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að lokun Garðabæjar á Garðahrauns­ vegi, eða gamla Álftanesveginum, hafi komið henni og bæjarstjórn í opna skjöldu. Hafi Hafnfirðingum verið lofað því að veginum yrði ekki lokað fyrr en nýr vegur yrði lagður norðan við hið nýja Prýðahverfi. „Þetta hefur gríðarleg áhrif á allt umferðarf læði um Norðurbæinn hjá okkur og líka á þjónustuna á dvalarheimilinu Hrafnistu,“ segir Rósa. En til stendur að stækka og byggja við Hrafnistu á komandi árum. Breytingin var kynnt árið 2016 og mótmælt mjög harðlega, bæði af íbúum og bæjarstjórn Hafnarfjarð­ ar. „Mótmælunum var komið mjög örugglega til skila til Garðbæinga. Af samtölum var það skilningur okkar að veginum yrði ekki lokað fyrr en nýr vegur kæmi norðan við byggðina,“ segir Rósa. „Það hefur ekki enn verið gert og því kemur þetta okkur mjög á óvart.“ Íbúar á svæðinu, úr báðum sveit­ arfélögum, hafa lýst yfir óánægju með lokunina en með henni er Garðahraunsvegur orðinn botn­ langi og ekki hægt að beygja af Herjólfsbraut í Norðurbæ Hafnar­ fjarðar inn á hann. Þurfa íbúar nú að fara mun lengri leið og umferð hefur aukist í íbúðahverfinu í Vöng­ unum. Þá hefur bílaumferðin á veginum sjálfum ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gengur öku­ mönnum misvel að virða það að ekki megi lengur keyra af Herj­ ólfsbraut yfir á Garðahraunsveg, þó að merkingar séu komnar upp. Leyfilegur hámarkshraði er nú 30 kílómetrar á klukkustund en öku­ menn hafa keyrt mun hraðar. Fjórir ökumenn eiga nú von á ökuleyfis­ sviptingu og nokkrir til viðbótar eiga von á sektum. Rósa segir að málið verði tekið upp í skipulags­ og byggingarráði á þriðjudag og óskað eftir tillögum til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp. „Við erum að undir­ búa viðbrögð okkar og ég á von á því að það verði gert með mjög ákveðn­ um hætti,“ segir hún. Vegna orlofa var ekki hægt að ná tali af Gunnari Einarssyni, bæjar­ stjóra Garðabæjar. En Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari segist ekki kannast við að formlegt loforð hafi verið gefið um að halda veginum opnum þar til nýr vegur hafi verið lagður. „Það hefur sjálfsagt verið rætt að það kæmi ný tenging en ekki að það væri forsenda fyrir því að loka ekki veginum,“ segir hann. Nýr vegur sé á aðalskipulagi en sé ótímasettur að svo stöddu. Viðurkennir Guðjón hins vegar að samskiptin hefðu mátt vera betri. „Við hefðum mátt standa betur að því og láta þá vita. Það var reyndar búið að tilkynna þetta en fyrir svo­ lítið löngu síðan. Við hefðum mátt ítreka það,“ segir hann. Spurður hvort til standi að bakka með lokunina í ljósi óánægju íbúa beggja sveitarfélaga, bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og vandræða lög­ reglunnar segir Guðjón að skoða megi ýmsa möguleika. „Við getum kannski gert þetta á einhvern hátt betur en við erum skuldbundin gagnvart íbúum á skipulagssvæði Garðahrauns. Að þarna eigi ekki að vera gegnumakstur,“ segir hann. „Þeir íbúar Garðabæjar í Boðahlein og Garðprýði sem lenda í því að komast ekki sína leið munu fá betri tengingu innan ekki svo langs tíma. Þarna er verið að horfa til meiri hagsmuna fyrir minni.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Hafnfirðingar munu bregðast við veglokun Garðbæinga Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að Garðbæingar hafi gefið fyrirheit um að Garðahraunsvegi yrði ekki lokað fyrr en nýr vegur hefði verið lagður. Hafi lokunin nú mikil áhrif á umferð í Norðurbænum og við dvalarheimilið Hrafnistu. Bæjarritari Garðabæjar viðurkennir að upplýsingagjöfin hefði mátt vera betri. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að veglokun Garðahraunsvegar hafi komið í opna skjöldu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AUSTURRÍKI Ný mæling leiðir í ljós að 42 prósent íbúa skíðabæjarins Ischgl í Austurríki eru með mótefni í blóði gegn COVID­19. En staðurinn er talinn vera ein helsta uppspretta faraldursins í Evrópu. „Í Ischgl sjáum við hæstu mæl­ ingar á mótefnum í blóði sem til eru. Jafnvel þótt hlutfallið sé svo hátt er ekki hægt að sanna að hjarðónæmi hafi verið náð en íbúar bæjarins ættu að vera nokkuð vel varðir gegn sjúkdómnum,“ segir Dorothee von Laer hjá Veirufræðistofnun Inns­ bruck­háskóla sem leiddi rann­ sóknina. Fyrsta tilfelli bæjarins greindist þann 7. mars eftir að íslensk sótt­ varnayf irvöld greindu Austur­ ríkismönnum frá því að fjölmargir Íslendingar hefðu komið sýktir frá bænum. Síða n þá ha f a I s chg l og nágrannabæir verið í deiglunni og ótal tilfelli verið rakin þaðan. Nú stendur yfir hópmálsókn austurrísku neytendasamtakanna gegn bæjarstjóra Ischgl, ríkisstjóra Týról, skíðalyftufyrirtækjum og fleirum fyrir að hafa hylmt yfir smit og brugðist seint við. Hafa nokkrir Íslendingar sem smituðust ákveðið að taka þátt í þeirri málsókn. Mótefnamælingarnar voru gerð­ ar milli 21. og 27. apríl og alls voru um 80 prósent íbúanna prófuð. Ischgl er lítill bær með aðeins um 1.600 íbúa. Mælingin er umtalsvert hærri en annars staðar þar sem faraldurinn hefur verið skæður. Í Val Gardena­ dalnum á norðurhluta Ítalíu mæld­ ust 27 prósent ónæm og í Genf 10 prósent. – khg Nærri helmingur íbúa Ischgl með mótefni gegn COVID-19 í blóði Krárnar í Ischgl eru taldar ein helsta uppspretta COVID-19 í Evrópu. UTANRÍKISMÁL Fjórir þingmenn í utanríkismálanefnd lýsa yfir áhyggjum af áætlun nýrrar ríkis­ stjórnar Ísraels um innlimun á svæðum Palestínumanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem þeir sendu fjölmiðlum í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að áætlunin brjóti alþjóðalög og gangi gegn alþjóðlegum samþykktum og ályktunum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Palestínu og Ísraels. „Hún gengur þvert á markmið um réttláta tveggja ríkja lausn, sem samið var um í Osló og Evrópa hefur beitt sér fyrir í áratugi, og setur full­ komið bakslag í alla möguleika á friðarviðræðum,“ segir í yfirlýsing­ unni. Undir yfirlýsinguna skrifa Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einars­ son, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Smári McCarthy. Þingmennirnir hvetja utanríkis­ ráðherra og ríkisstjórn Íslands til að beita sér með ákveðnum og skýrum hætti fyrir friðsamlegri lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna og að koma því skýrt á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að áform þeirra gagnvart Palestínu séu óviðunandi. „Samkomulag ríkisstjórnar Ísra­ elsríkis kveður á um að byggingar nýrra landnemabyggða geti hafist strax á næstu dögum og vikum. Yfir­ gnæfandi líkur eru á að það muni endanlega gera út um horfur um frið milli Ísraela og Palestínumanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Þá minna þau á að með samþykkt á Alþingi árið 2011 hafi Ísland orðið fyrsta vestræna ríkið til að viður­ kenna sjálfstæði og fullveldi Pal­ estínu. „Ísland hefur alltaf stutt tveggja ríkja lausnina og ber ávallt að tala fyrir því að alþjóðalög séu virt og að diplómatískum og friðsamlegum leiðum sé beitt í deilum Ísraela og Palestínumanna. Það er söguleg nauðsyn nú sem aldrei fyrr.“ – uö Segja áætlun Ísraelsstjórnar bakslag í möguleika á friðarviðræðum BANDARÍKIN Tæplega 1,4 millj­ arðar Bandaríkjadala voru sendir látnum einstaklingum sem hluti af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnar Donalds Trump vegna COVID­19. Fjárhæðin sem jafngildir rúm­ lega 90 milljörðum íslenskra króna var send í formi ávísana til f leiri en milljón einstaklinga sem eru látnir. Breski miðilinn The Guardian greinir frá þessu og vísar í skýrslu óháðrar stofnunar sem hefur eftir­ lit með framkvæmdavaldinu. Alls fengu tugir milljóna Bandaríkja­ manna senda ávísun frá skattinum upp á 1.200 dollara. Ástæða þessara mistaka er sú að kerfið sem var notað byggði á grunni kerfis sem var notað í efna­ hagskrísunni 2008. Skatturinn og fjármálaráðuneytið samstilltu ekki gögn sín. Skatturinn hefur aðgang að skrám um andlát einstaklinga en ráðuneytið og skrifstofan sem sá um greiðslurnar hafa það ekki. Í skýrslunni er mælt með því að þingið tryggi fjármálaráðuneytinu fullan aðgang að skrám yfir and­ lát og notast verði við þau gögn til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Atvinnuástand í Bandaríkjunum er enn slæmt og í síðustu viku sótti tæp ein og hálf milljón um atvinnu­ leysisbætur. Heildarfjöldinn er kominn upp í um 47 milljónir frá því að faraldurinn hófst. Alls hafa tæplega 2,3 milljónir tilfella komið upp í landinu og eru dauðsföll orðin tæplega 122 þús­ und. – sar Látnir fengu ávísanir frá Donald Trump Nafn forsetans var skrifað á ávísanirnar. MYND/GETTY 2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.