Fréttablaðið - 26.06.2020, Síða 15
Ég ætla að segja aðeins frá Char-
cot, hver hann var og tengja
hann aðeins við nútímann.
Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Kristinn Arnberg
skipstjóri,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut þann 20. júní.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 29. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á SOS barnahjálp.
Laufey Dagmar Jónsdóttir
Kristgeir Arnar Ólafsson Erna Pálmey Einarsdóttir
Hallfreður Guðbjörn
Bjarnason Díanna Rut Jóhönnudóttir
Óðinn Arnberg Kristinsson Svava Berglind Grétarsdóttir
Jón Arnberg Kristinsson Eva Hrund Guðmarsdóttir
Kristinn Arnberg Kristinsson Eygló Ýr Ævarsdóttir
Barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir okkar,
tengdamóðir, systir og amma,
Guðfinna Elínborg
Guðmundsdóttir
Blönduhlíð 19, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar
aðfaranótt 18. júní. Jarðsungið verður frá
Háteigskirkju, miðvikudaginn 1. júlí kl. 13.00.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki kvennadeildar
Landspítalans og líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Kjartan Egilsson
Hlynur Örn Kjartansson Ragnar Már Kjartansson
Tara Brekkan Pétursdóttir Ágúst Sævar Guðmundsson
Natalía Marín B. Hlynsdóttir
Pétur Ragnar B. Hlynsson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Jóna Norðkvist
frá Bolungarvík,
sem lést á Landspítalanum
laugardaginn 20. júní, verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júní
klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Orgelsjóð
Hólskirkju í Bolungarvík.
Unnur Guðbjartsdóttir Garðar Benediktsson
Elísabet M. Hálfdánsdóttir
Árný Hafborg Hálfdánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Karla Jónsdóttir
sjúkraliði,
Mánatúni 6, Reykjavík,
lést 22. júní. Útförin fer fram frá
Fossvogskirkju 2. júlí kl. 11.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Sigurbjörg Guðjónsdóttir Kolbeinn Magnússon
Helga Guðjónsdóttir Steinar Jónsson
Jón Hrafn Guðjónsson Margrét Torfadóttir
Guðrún Guðjónsdóttir Kurt A. Rasmussen
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma, tengdaamma og langamma,
Kristín Ásmundsdóttir
Karfavogi 29,
lést á Landspítalanum Fossvogi
föstudaginn 19. júní.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 29. júní kl. 11.
Aðalheiður Arnljótsdóttir
Ragnar Þór Arnljótsson María Margeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir sendum við öllum,
sem sýndu okkur hlýju og samúð við
andlát elskulegrar móður okkar,
Zophaníu G. Briem
(Góu)
Svanborg Briem Bragi Ólafsson
Lída Briem
Einar Jón Briem Anna Jóna Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Benedikt Björgvinsson
prentari,
lést 18. júní sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 1. júlí kl. 13.
Erna Gísladóttir
Guðný Benediktsdóttir Guðni Ingimarsson
Guðmundur Benediktsson Ásta Ásgeirsdóttir
Björgvin Benediktsson Þórdís Einarsdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
amma og langamma,
Kristín Erla Jónsdóttir
andaðist 16. júní.
Útförin fer fram frá Lindakirkju,
mánudaginn 29. júní kl. 15.
Jón Óskar Valgeirsson
Benný Guðrún Valgeirsdóttir Vilhjálmur Karl Karlsson
Jóhanna Ellen Valgeirsdóttir Ingólfur Kristinsson
Gestur Ingi Valgeirsson
Anna Lilja Valgeirsdóttir
og fjölskyldur.
Jean-Baptiste Charcot (1867–1936) var læknir og leiðangursstjóri sem tók þátt í fjölda rannsókna-leiðangra, meðal annars í fyrsta leiðangri Frakka á Suðurskautið. Afrakstur leiðangranna var veru-
legur og aflaði gagna fyrir fjölda
fræðasviða.
Charcot og menn hans komu oft við á
Íslandi í leiðöngrum sínum og eignaðist
hann marga góða vini hér á landi. Skip
hans Pourquoi-Pas? fórst ásamt áhöfn í
miklu óveðri út af Reykjanesi árið 1936,
sem var mikil sorgarfrétt á Íslandi á þeim
tíma.
Sýningin Heimskautin heilla var opnuð
árið 2007 í Þekkingarsetri Suðurnesja og
er ætlað að varpa lífi á ævi og starf Char-
cot. Frá því að sýningin var opnuð hefur
hún vaxið og næsta sunnudag fer fram
spjall um sýninguna á safninu.
„Ég ætla að segja aðeins frá Charcot,
hver hann var og tengja hann aðeins við
nútímann,“ segir Friðrik Rafnsson, þýð-
andi, leiðsögumaður og heiðursfélagi
í Vináttufélagi Charcots og Pourquoi-
Pas?, sem stendur fyrir sýningarspjallinu.
„Gögnin frá rannsóknunum sem hann
gerði á sínum tíma hafa reynst ómetanleg
í loftslagsvísindum nútímans. Þetta er því
bæði merkilegur kafli sögulega og út frá
vísindalegu sjónarhorni.“
Á sýningunni má sjá endurgerðan
hluta innviða rannsóknarskipsins Pour-
quoi-Pas? en einnig eru til sýnis fjölmarg-
ir merkir gripir sem afkomendur Charcot
og velunnarar sýningarinnar hafa gefið
frá því hún var opnuð. Þar á meðal má
nefna eitt glæsilegasta og nákvæmasta
módel sem gert hefur verið af skipinu,
portrett af Charcot frá 1935, sem lista-
maðurinn René-Yves Creston gaf Her-
manni Jónassyni, þáverandi forsætis-
ráðherra Íslands, og eftirlíkingu af kajak
sem Inúítar gáfu Charcot í einum af fjöl-
mörgum leiðöngrum hans til Grænlands
á sínum tíma.
Sýningarspjallið fer fram 28. júní
klukkan 14. Aðgangur er ókeypis og öll
velkomin. arnartomas@frettabladid.is
Spjallað um arfleifð
Jean-Baptiste Charcot
Næsta sunnudag fer fram sýningarspjall í Þekkingarsetri Suðurnesja um sýninguna
Heimskautin heilla. Sýningin er tileinkuð franska heimskautaleiðangursstjóranum
Jean-Baptiste Charcot en skip hans Pourqoi-Pas? fórst út af Reykjanesi árið 1936.
Portrett af Charcot eftir eiginkonu hans,
Marguerite Cléry. Hún var listmálari
og teiknari, fór með honum í nokkra
leiðangra og studdi hann alla tíð.
Friðrik segir rannsóknir Charcot nýtast í loftslagsvísindum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
1823 Kötlugos hefst með stórhlaupi úr Mýrdalsjökli, sem
skemmir land í Mýrdal og Álftaveri.
1847 Aðaljárnbrautarstöðin í Kaupmannahöfn er tekin í
notkun.
1905 Fyrsta loftskeyti erlendis frá berst til Íslands og
tekið er á móti því í loftskeytastöð við Rauðará í Reykja-
vík.
1921 Kristján X, konungur Íslands og Danmerkur, kemur í
heimsókn til landsins.
1928 Boranir eftir heitu vatni hefjast í Laugardal í Reykja-
vík.
1930 Alþingishátíðin er sett á Þingvöllum.
Merkisatburðir
2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT