Fréttablaðið - 26.06.2020, Qupperneq 17
Mér líður eins og ég sé stödd í ævintýri,“ segir Hera um óvænta stefnu
sem líf hennar tók þegar hún varð
ástfangin af Ítalanum Alberto fyrir
utan Hallgrímskirkju í fyrrasumar.
„Við hittumst fyrir utan kirkjuna
og það small bara strax,“ segir Hera
hamingjusöm.
Alberto ólst upp í fjalllendi Ítalíu.
„Þess vegna er hann mikill nátt-
úruunnandi eins og ég. Stuttu eftir
að við kynntumst fórum við í fjall-
göngu og gengum saman Lauga-
veginn og það var ótrúleg upplifun.
Ég hef séð mikið af Íslandi og spilað
á mörgum fallegum stöðum en ég
tók andköf af því sem fyrir augu
bar á Laugaveginum. Það var eins
og að ganga yfir tunglið og inn í
ævintýraheim. Við gistum í tjaldi
við Álftavatn og gengum í gegnum
nóttina þegar fáir voru á ferli. Ég
hef aldrei upplifað aðra eins fegurð.
Gítarinn varð eftir heima því þetta
var í fyrsta sinn sem ég gekk um
hálendið á gönguskóm með bak-
poka og tjald eins og alvöru fjalla-
garpur en Albe er meðal annars
leiðsögumaður og hefur opnað mér
nýja sýn á Ísland síðan við kynnt-
umst.“
Dreymir aftur á íslensku
Komið er ár síðan Hera tók
ákvörðun um að flytja heim til
Íslands eftir aldarfjórðungs búsetu
á Nýja-Sjálandi.
„Ísland togaði í mig eins og segull
og mér finnst rosalega gott að vera
komin aftur heim. Nýja-Sjáland og
Ísland eiga ótal margt sameiginlegt,
eins og náttúruna, mikla dramatík
í loftinu og báðar eyjurnar eiga
sitt eigið létta viðhorf til lífsins.
Á Nýja-Sjálandi er oft talað um
„She’ll be right“ eins og við segjum
„Þetta reddast“ og það elska ég við
bæði löndin,“ segir Hera sem er
aftur farin að hugsa og dreyma á
íslensku.
„Auðvitað er erfitt að vera svona
langt frá foreldrum sínum en í
dag er maður ekki eins óralangt
frá fólki og áður, jafnvel þótt það
búi hinum megin á hnettinum.
Við erum dugleg að tala saman í
gegnum tæknina í dag en maður
skreppur víst ekkert þangað út
í heimsókn. Það er eins langt og
hægt er að komast, alls 29 tímar í
loftinu og minnst þrjár flugvélar
að komast þangað,“ segir Hera sem
vonast til að fá fjölskylduna til
Íslands sem fyrst.
„Ég hef enga heimþrá til Nýja-Sjá-
lands en ég sakna minna nánustu.
Ég hef lært að eiga heima þar sem
ég er og er sátt við að vera teygð
yfir hálfan hnöttinn. Hér vil ég
vera en helst líka hafa alla mína
nánustu hjá mér svo ég geti faðmað
þá að mér. Fjölskyldan mín kom í
heimsókn í fyrra og bíður þess að
komast aftur í sumar en landamæri
Nýja-Sjálands eru lokuð vegna
COVID-19. Hér á Íslandi eigum við
stóra fjölskyldu og ég á góða að um
allt land. Ég er þakklát fyrir allt
fólkið mitt og við höfum lært að þó
það sé fjarlægð á milli okkar erum
við ótrúlega samheldin.“
Eins og sjö ára úti í búð
Hera nýtur þess í ystu æsar að eiga
aftur heima á Íslandi.
„Ég held ég hafi prjónað sjö
lopapeysur það sem af er ári. Mér
finnst mjög gaman að prjóna. Ég
hef það frá ömmu minni sem rak
Hannyrðabúðina í Hafnarfirði í
gamla daga með Gullu systur sinni,
beint á móti Bæjarbíói. Nú heldur
Hannyrðabúðin áfram í Alvöru-
búðinni á Selfossi þar sem ég á líka
fjölskyldu og ég get endalaust mælt
með skemmtilegu prjónauppskrift-
unum þaðan,“ segir Hera sem fer
líka um íslenskar sveitir þegar færi
gefst.
„Ég hef uppgötvað margt nýtt
á ferðum mínum um Ísland. Við
Albe gengum á Eyjafjallajökul
um daginn og ætlum yfir Fimm-
vörðuháls með tjald í farangrinum
í sumar og gítarinn. Ég mundi
nýlega eftir íslenska orðatiltækinu
„að leggja höfuðið í bleyti“. Slíka
orðsnilld þýðir maður ekki á neitt
annað tungumál en það á svo æðis-
lega við allar náttúrulaugarnar hér
á landi; að leggja höfuðið í bleyti og
finna innblástur í sköpun á tónlist,“
segir Hera kát.
Á Nýja-Sjálandi saknaði hún
gjarnan íslenskra sætinda.
„Þegar ég kom í stutt stopp til
Íslands var ég eins og sjö ára úti í
búð að kaupa allt sem ég saknaði,
Ópal, lakkrís, piparduft og harð-
fisk, sem ég elska með íslensku
smjöri. Það er þokkalega erfitt að
koma harðfiski upp í fólk sem er
ekki héðan því þurrkaður, þurr
fiskur þykir ekki spennandi, en ég
sendi hann stundum til Nýja-Sjá-
lands. Núna ræður hins vegar
íslensk-ítölsk matargerð ríkjum
heima, sem er heppilegt því ég elska
pitsu og kærastinn er mjög góður
kokkur.“
Var fyrsta freyja hjá WOW air
Hera var átta ára þegar hún fékk
fyrsta gítarinn.
„Mig langaði að spila á píanó en
mamma vildi að ég lærði útilegulög
á gítarinn. Ég stappaði niður fæti
og ákvað frekar að reyna að semja
mín lög sjálf. Ég man ekki eftir mér
öðruvísi en syngjandi. Þegar ég
var lítil og send út í búð bullaði ég
og sönglaði innkaupalistann til að
muna hann. Tónlistin hefur alltaf
verið mér eðlislæg og mér líður vel
í henni,“ segir Hera sem byrjaði að
skrifa ljóð sem hún flutti á börum
aðeins fjórtán ára.
„Fljótlega bættist gítarinn við
og ég var enn í grunnskóla þegar
ég tók upp fyrstu plötuna mína, þá
sextán ára. Ég fór svo beint út í það
að taka upp næstu plötu og stuttu
síðar samdi ég lagið „Itchy Palms“
sem var notað sem titillag fyrir
kvikmyndina Hafið. Ég hef verið
í tónlist allar götur síðan,“ segir
Hera, sem hefur þó unnið við ýmis-
legt annað um dagana.
„Ég var í nokkur ár flugfreyja og
fyrsta freyja hjá WOW air meðfram
tónlistinni. Það var ofboðslega
skemmtilegt tímabil og ég lærði
mikið af því. Þar fer margt hönd
í hönd við tónlistina, eins og við-
burðastjórn og ákveðin framkoma
sem flugið kallar líka á. Mér hefur
alltaf þótt gaman að vera með
fólki og skapa, hvort sem það er
að prjóna, teikna eða syngja; mér
líður bara vel í listinni og að vera
í góðum hópi fólks, að túra með
tónlistarmönnum eða ferðast með
flugfólki. Þetta eru skemmtilegustu
teymin.“
Notaði flúrið sem skjöld
Hera hefur lengst af komið fram
með fínlegt en áberandi húðflúr í
andlitinu.
„Húðflúrið var innblásið af
nýsjálenskri og keltneskri stríðs-
málningu. Ég notaði það sem skjöld
þegar ég kom fram. Í því voru tákn
sem höfðu mismunandi merkingu
eftir því hvernig mér leið hverju
sinni en nú er ég tilbúin að leggja
flúrið frá mér. Mér líður hins vegar
enn eins og allsber þegar ég er ekki
með það og er enn að venjast þessu
því ég hef haft flúrið framan í mér
í sautján ár. Því er skrýtið að koma
fram án þess, mér þykir vænt um
flúrið og það er erfitt að sleppa því
en mér finnst tíminn vera kominn,“
segir Hera um húðflúrið sem tók
breytingum eftir því hvar hún var
stödd í lífinu.
„Í flúrinu voru alltaf þrír punktar
sem táknuðu foreldra mína og
bróður en líka táknið „koru“ sem
er nýsjálenskt tákn fyrir öldur
hafsins. Flúrið þróaðist með mér
alveg þangað til það þróaðist af.
Mér finnst ég berskjaldaðri í tón-
listinni og lífinu án þess, líka af því
flúrið var mér til halds og trausts,
en í stað þess að bera fjölskylduna
utan á mér eru þau nú innra með
mér,“ segir Hera.
Nú er hægt að máta flúrið hennar
á Instagram.
„Það hafði samband við mig
forritari í München sem vildi gera
filter af flúrinu á Instagram og nú
er hægt að setja það á andlitið á
sér. Það er sumsé komið út í heim á
sama tíma og ég er að kveðja það,“
segir Hera, sem hefur gaman af
tiltæki Þjóðverjans og hægt er að
skoða og máta filterinn á @ hera-
sings á Instagram.
Ást og ástarsorg og núið
Þann 10. júlí kemur út tíunda plata
Heru, eftir átta ára útgáfuhlé.
„Hera er tíunda platan mín en ég
upplifi hana þó sem mína fyrstu.
Ég hef verið sólólistamaður lengi
en finnst fyrst núna að ég sé komin
heim. Platan er uppgjör og segir
sögur úr mínu persónulega lífi.
Mér finnst ákveðin hugleiðsla að
hræra upp í miklum tilfinningum
og setja það sem hefur mótað mig í
áþreifanlegan hlut sem er hægt að
gefa frá sér. Því finnst mér ég nánast
sneiða framan af höndunum á mér
þegar ég rétti fram plötu; svo per-
sónuleg er hún,“ segir Hera og hlær.
Vinna við plötuna tók yfir þrjú
ár, á tímum mikilla lífsbreytinga
hjá Heru.
„Platan er samin og ort til margra.
Hún er um hamingju og vonbrigði,
viss tímabil, ást og ástarsorg, en
inniheldur líka skilaboð um það
sem skiptir máli í lífinu. Eins og í
fyrsta laginu, „I wake for hours“,
sem er um núið sem er það eina
sem við nokkurn tímann höfum
því fortíðin kemur ekki aftur og
framtíðin er ekki búin að gerast. Því
skiptir máli að njóta hvers einasta
augnabliks, hvort sem það er
kóngu ló í glugganum eða sólskinið.
Lagið „Process“ er um manneskju
sem er ekki alveg sú sem þú hélst að
hún væri og í laginu „Cool it“, sem
er mikið uppgjör, má lesa ýmislegt
og textarnir fylgja vínylplötunni,“
segir Hera sem gefur nú í fyrsta sinn
út plötu á vínyl og geisladiski og
fleiri stafrænum veitum.
Fyrstu tvö lögin af nýju plötu
Heru, „How does a lie taste?“ og
„Process“, hafa fengið góða spilun í
útvarpi og „Process“ náði fyrsta sæti
á vinsældalista Rásar 2.
„Ég met það mikils að fólk sé að
hlusta. Plötuna vann ég með æðis-
legum íslenskum listamönnum og
það hefur verið ótrúleg upplifun
að vinna með Barða Jóhannssyni
sem útsetti plötuna. Hann tekur
tilfinningar og setur þær á einangr-
aðan stað í alveg sérstökum heimi.
Tónlistarmenn frá Nýja-Sjálandi
lögðu svo plötunni lið með hljóð-
færaslætti, strengir voru teknir
upp í Bandaríkjunum og platan var
masteruð í Bretlandi. Henni var því
púslað saman um hnöttinn eins og
plötur eru gerðar í dag,“ segir Hera,
sæl með útkomuna.
„Já, þessi plata er það sem ég
er hvað stoltust af. Að lögin mín
hljómi nú loksins eins og þau eiga
að hljóma.“
Mótuð af Bubba og Megasi
Hera leggur land undir fót næst-
komandi fimmtudag, 2. júlí, og
verður með ellefu tónleika á lands-
byggðinni í júlí og annað eins í
ágúst.
„Við ætlum að ferðast um landið
í leiðinni. Fyrsta legginn tökum við
með Go Campers á Vestfirðina,“
segir Hera, full tilhlökkunar.
„Það er hægt að segja að þetta sé
Hera og ítalski
leiðsögumaður-
inn Albe hittust
á bekk fyrir
utan Hallgríms-
kirkju þegar
Hera var nýflutt
aftur heim til Ís-
lands. Þau njóta
þess að ferðast
um landið
saman og Hera
segir Albe vera
góðan kokk á
ítalska vísu sem
sé heppilegt þar
sem hún elski
pitsur. MYND/
ÚR EINKASAFNI
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
rómantísk ferð um landið því ég
tengi rómantík við það að spila. Mér
þykir svo vænt um að eiga kósí tíma
með fólki, vera ein á sviði með gítar-
inn og segja sögur sem stundum er
eins og að lesa upp úr dagbók,“ segir
Hera sem byrjar tónleikaferðina á
Vestfjörðunum en fer seinna í júlí
um Austfirði.
„Ég sæki í sjávarþorpin því ég ólst
upp við hafið á Granda í Vestur-
bænum. Afi minn var sjómaður og
það er mikil sjómennska í fjöl-
skyldunni. Mér hefur því alltaf liðið
best nálægt sjó, þar er einhver kyrrð
og núvitund. Það er mér þess vegna
afar kært að geta haldið útgáfu-
tónleikana í Bæjarbíói þar sem ég
var löngum stundum sem barn.
Mamma skrifaði bókina um Rusla-
skrímslið og sýnt var leikrit eftir
bókinni í Bæjarbíói, svo ég hef æsku
mína að rekja þangað.“
Hægt er að skoða dagsetningar á
tónleikaröð Heru um landið á vef-
síðunni herasings.com en útgáfu-
tónleikar með hljómsveit verða í
Bæjarbíói 23. júlí.
„Ég vil ekki þykjast vera með allt
á hreinu því þannig er enginn og
finnst gott ef mér verða á mistök.
Þá opnast eitthvað og ég finn
tengingu við áheyrendur,“ segir
Hera.
Hægt er að hafa samband við
hana á Instagram eða Facebook
til að biðja um óskalög á tónleik-
unum sem fram fara í sumar.
„Mér finnst gaman að heyra í
fólki og þykir alltaf vænt um þegar
beðið er um Stúlkan sem starir á
hafið eftir Bubba. Ég man svo vel
eftir deginum þegar ég fékk fyrsta
gítarinn minn. Þá var ég átta ára
og settist fyrir framan spegilinn til
að þykjast spila þetta lag. Löngu
seinna tók ég lagið á afmælistón-
leikum Bubba 060606 og fannst ég
þá hafa lokað stórum hring,“ segir
Hera, sællar minningar.
„Bubbi er æðislegur og hefur
alltaf verið í uppáhaldi hjá mér.
Við ferðuðumst saman um landið
fyrir mörgum árum og komum
þá fram á 37 tónleikum. Á þeim
tíma var hann eins og stóri bróðir
minn; hann og Megas sem ól mig
upp á bókum frá því ég var tólf
ára. Þá kynntust foreldrar mínir
honum og okkur Megasi varð vel
til vina. Hann sendi mér bækur
sem mótuðu mig mikið og ég met
mikils það uppeldi og menningu.“
Framtíðin er óskrifað blað hjá
Heru.
„Líf mitt hefur tekið 180 gráðu
beygju að undanförnu og tækifær-
in eru allsstaðar. Ég nýt þess bara
að vera stödd í æðislegu ævintýri
og sjá hvert lífið leiðir mig. „She’ll
be right“.“
Í f lúrinu voru
alltaf þrír punktar
sem táknuðu foreldra
mína og bróður. Það var
mér til halds og trausts
en nú ber ég fjölskyld-
una innra með mér.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . J Ú N Í 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R