Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@ frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Ekki reyndist eftirspurn eftir forseta sem væri virkur á sviði stjórnmál- anna og tæki sér þar frumkvæði. Efnahags- samdráttur- inn hér á landi var hafinn fyrir COVID-19. Startaðu ferðasumarið með Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Sólarrafhlöður Pakkarnir inihalda: 125w sólarrafhlaða m/ festingum, 5m kapall, sjórnstöð 10A, 185w sólarrafhlaða, m/festingum, 5m kapall, stórnstöð 20A SUMARTILBOÐ fyrir húsbíla og hjólhýsi 20% afsláttur TRAUST OG FAGLEG ÞJÓNUSTA - ALLA LEIÐ Hún er dökk, myndin sem alþjóðastofnanir hafa síðustu daga dregið upp af efnahagshorfum í heim-inum. Þegar kemur að efnahagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins situr Ísland á öðrum og mun verri stað en við gerum varðandi útbreiðslu veirunnar sjálfrar. Íslandi er spáð meiri efnahagslegum samdrætti fram til loka ársins 2021 en nokkru öðru landi innan Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD), óháð því hvort gert er ráð fyrir að faraldurinn taki sig upp að nýju eða ekki. Þar skiptir hlutfallslegt umfang ferða- þjónustunnar mestu máli. Þrátt fyrir þessa miklu niðursveiflu er umfang efnahagsaðgerða stjórnvalda hér minna en í löndunum í kringum okkur. Staðreyndin er sú að opinberar fjárfestingar eru enn lítið meira en í meðallagi þegar horft er til síðustu áratuga. Þar að auki hefur stærstur hluti þessara aðgerða verið í formi lána til fyrirtækja sem hafa ekki enn komist til framkvæmda. Þessi staða veldur sérstökum vonbrigðum þar sem smæð íslensks samfélags ætti að gera okkur kleift að bregðast hraðar við en mun fjölmennari þjóðum. Blaðamannafundir ríkisstjórnarinnar undanfarna mánuði hafa samt verið flottir. Það er það sem gerist, eða gerist ekki, utan sviðsljóssins sem er áhyggjuefni. Sá vandræðagangur sem verið hefur á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum er auðvitað bara framhald af almennum vandræðagangi ríkisstjórnarinnar. Mikil- væg mál hafa orðið bitbein stjórnarflokkanna sjálfra á meðan önnur hafa komið óskiljanlega seint fram og því ekki fengið nægilega ítarlega meðferð á þingi. Efnahagssamdrátturinn hér á landi var hafinn fyrir COVID-19. Ríkisstjórnarrútan mallaði hins vegar í hlut- lausum enda hlustuðu bílstjórarnir þrír ekki á háværar viðvörunarraddir, ekki síst okkar í Viðreisn. Þegar ekki dugði lengur að þykjast hvorki heyra né sjá voru viðbrögðin þau að stíga hraustlega á bensíngjöfina en gleyma að setja í gír. Sumarið er tíminn, söng Bubbi hér um árið. Hann var að syngja um ást og þrá. En sumarið 2020 er sumarið sem ríkisstjórnin verður að hætta að taka undir í viðlaginu og söngla „og þér finnst það í góðu lagi“ því þetta er alls ekki í lagi. Sumarið er tíminn Hanna Katrín Friðriksson þingflokksfor- maður Við- reisnar Fundaæði Það virðist vera runnið æði á stjórnvöld. Nærri hvern dag er haldinn blaðamannafundur þó tilefnin séu rýr. Í gær var boðað til enn eins fundarins. Efnið var rafræn ökuskírteini. Ekki dugði annað en að þrír ráðherrar héldu fundinn. Einhvern tíma hefði dugað að senda út litla til- kynningu. Það er misskilningur að blaðamannafundir auki lík- urnar á að fá af sér mynd eða tekið viðtal. Þetta fundaæði fer illa með tímann, bæði þeirra sem halda hann og gesta fundarins. Ráðherra gærdagsins Einn ráðherra var maður gærdagsins. Dómsmálaráð- herrann efndi nefnilega til blaðamannafundar í fang- elsinu á Hólmsheiði. Efni þess fundar var aðgerðir til að stytta boðunarlista. Þetta var annar blaðamannafundurinn sem dómsmálaráðherra kom fram á í gær. Hvílík af köst. Þó að tilefni fundarins hafi verið þunnt og hægt að koma efninu á framfæri með tilkynningu, er fundarstað- urinn sérstakt fagnaðarefni. Það er bráðnauðsynlegt að stefna fjölda manna út í síðdegisum- ferðina með tilheyrandi töfum og jarðefnaeldsneytisbrennslu. Um hvað ætli verði boðað til blaðamannafundar í dag og hvar ætli sá fundur verði haldinn? Fólkið hefur valið sér forseta. Eins og við var að búast var Guðni Th. Jóhannesson endurkjörinn til næstu fjögurra ára með miklum yfirburðum. Hann má vel við niðurstöðuna una en hún endurspeglar það mikla traust sem hann nýtur meðal þjóðarinnar. Í upphafi árs sögðust um 80 prósent ánægð með störf hans í könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið. Það var því ljóst allan tímann að það þyrfti mjög öf lugan mótframbjóðanda til þess að kosningarnar yrðu spennandi. Sá mótframbjóðandi steig aldrei fram. Þótt kosningabaráttan hafi kannski ekki snúist um einhver ákveðin málefni birtist þar grund- vallarmunur á hugmyndum frambjóðenda um hlutverk forsetans. Ekki reyndist eftirspurn eftir forseta sem væri virkur á sviði stjórnmálanna og tæki sér þar frumkvæði. Hluti af því ferli sem nú stendur yfir um endurskoðun stjórnarskrárinnar var könnun á viðhorfi almennings. Þar voru 70 prósent þeirrar skoðunar að embætti forseta ætti að vera svipað og í núgildandi stjórnskipan. Það er ekki þar með sagt að embætti forseta sé eða eigi að vera valdalaust. Þvert á móti. Forset- inn hefur umtalsverð völd sem hann getur beitt og á að beita krefjist aðstæður þess. Embættið hefur mótast í gegnum tíðina með þeim ein- staklingum sem hafa gegnt því. Þá sögu þekkir núverandi forseti vel. Fyrri forsetar hafa verið mispólitískir í sínum gjörðum og málf lutningi enda sumir þeirra haft pólitískan bakgrunn. Að langmestu leyti hefur tekist að halda forsetaembættinu utan við dægurþras stjórn- málanna og einstaka stjórnmálaf lokka. Í fyrstu almennu forsetakosningunum sem fram fóru 1952 sigraði Ásgeir Ásgeirsson undir kjörorðinu „Fólkið velur forsetann“. Þá studdu Sjálfstæðis- f lokkurinn og Framsóknarf lokkurinn, sem sátu í ríkisstjórn, annan frambjóðanda og beittu sér töluvert í kosningabaráttunni. Sú skoðun var lengi ríkjandi á Íslandi að for- setaembættið væri nánast upp á punt og engin raunveruleg völd fælust í því. Konungi hefði einungis verið skipt út fyrir forseta í stjórnar- skránni 1944. Þótt eitthvað sé til í því er þar um mikla einföldun að ræða. Fyrstu tveir forsetar lýðveldisins, sem báðir komu úr stjórnmálunum, beittu sér töluvert á bak við tjöldin og þá aðallega í tengslum við stjórnarmyndanir. Það er ekki heldur hægt að líta fram hjá þeim tíðaranda sem stofnað var til lýðveldisins í. Þrjár mismunandi ríkisstjórnir sátu hér til dæmis árið 1942 og þegar lýðveldið var stofnað var utan- þingsstjórn við völd þar sem Alþingi hafði ekki tekist að mynda starf hæfa ríkisstjórn. Forseta- embættið hefur því gegnt mikilvægu hlutverki allt frá upphafi og gerir enn. Fyrir okkur sem þjóð eru það ákveðin forréttindi að í embættinu sitji einstaklingur sem nýtur almenns trausts og vinnur að sameiningu en ekki sundrungu. Forseti fólksins 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.