Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 14
Það sem veldur okkur vonbrigðum er að farið sé í að laga hluta tartansins á vellinum. Við erum öll sam- mála um að það sé af hinu góða að hafa fjöl- breytni í flóru knattspyrnu- stjóra í deildunum. 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Viðgerðir hófust í síðustu viku á hlaupabraut Laugar- dalsvallarins. Þar er verið að lappa upp á hlaupabraut sem lögð var upphaflega árið 1992 en var úr sér gengin vegna slits og ágangs. Frjálsíþróttasamband Íslands, FRÍ, hefur í töluverðan tíma óskað eftir framtíðaráformum Reykja- víkurborgar hvað aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir utandyra varðar. Engin hlaupabraut á höfuðborgar- svæðinu uppfyllir alþjóðlegar kröfur til keppnishalds og ekkert íþróttasvæði í Reykjavík uppfyllir skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að halda frjálsíþróttamót. Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, segir að þrátt fyrir að ánægjulegt sé að framkvæmdir standi yfir á Laugardalsvellinum sé aðeins um plástur á sárið að ræða. „Frjálsíþróttasambandið sendi borgarráði erindi síðasta haust þar sem með fylgdi greinargerð mann- virkjanefndar FRÍ þar sem fram kemur að Laug ar dalsvöll ur sé ekki í keppn is hæfu ástandi, þó að keppt hafi verið á vell in um síðustu ár. Þau frjálsíþrótta mót hafi verið hald in með und anþágum,“ segir Freyr. „Við höfum lengi beðið eftir því að Reykjavíkurborg setji fram framtíðarskipulag um fullnægjandi keppnisaðstöðu fyrir frjálsar íþrótt- ir í borginni. Því er nú svarað með þessum nauðsynlegu viðhaldsbót- um á Laugardalsvellinum sem voru löngu tímabærar. Það er hins vegar alveg ljóst að þessar framkvæmdir munu ekki leysa stöðuna til fram- tíðar,“ segir Freyr enn fremur. „Það sem veldur okkur von- brigðum er að farið sé í að laga hluta tartansins á vellinum þar sem skemmdir eru verstar í stað þess að taka alla brautina upp og leggja nýja hlaupabraut. Það gefur augaleið að það er ekki ákjósanlegt fyrir frjáls- íþróttafólk að hlaupa á tveimur mis- munandi undirlögum í keppnum. Það er líkt og sett væri upp tvenns konar gervigras á einn og sama fót- boltavöllinn,“ segir formaðurinn. „Frá okkar bæjardyrum séð held- ur biðin eftir framtíðarskipulagi um þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir áfram. Lilja Dögg [Alfreðsdóttir] menntamálaráðherra hefur boðið okkur að borðinu þegar kemur að starfi nefndar um nýjan þjóðar- leikvang. Það er hins vegar baga- legt að okkar mati að ekki liggi fyrir áætlun um framtíðar staðsetningu á aðstöðu sem sæmir frjálsíþrótta- fólki,“ segir hann. „Okkar stærstu mót eru haldin í Kaplakrika en þar er fín aðstaða til frjálsíþróttaiðkunar. Svæðið þar stenst hins vegar ekki alþjóðlegar kröfur um mótahald. Að okkar mati er líka ekki tækt að félögin í Reykja- vík sem bjóða upp á frjálsar íþróttir þurfi að leita til Hafnarfjarðar til þess að halda mót,“ segir Freyr. „Við vorum að vonast til þess að svæðið hjá ÍR yrði klárt í sumar en svo varð því miður ekki. Þar er hins vegar um að ræða aðstöðu sem bætir úr þeim vanda sem við erum í hvað aðstöðumál varðar nema bara hvað æfingaastöðu fyrir ÍR- inga varðar. Í þeim framkvæmdum sem þar eru í gangi er eingöngu um bætta aðstöðu til æfinga að ræða. Við biðum því spennt eftir næsta útspili hjá borginni í þessum málum,“ segir formaðurinn um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is Verið að setja plástur á sárið Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir framkvæmdir á Laugardalsvelli ekki full- nægja þeim kröfum sem sambandið geri um fullnægjandi aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir til frambúðar. Verið er að laga hlaupabrautina við Laugardalsvöllinn þessa stundina en hún var orðin ókeppnisfær vegna slits. Forkólfar Frjálsíþróttasambands Íslands segja aftur á móti að betur megi ef duga skal. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, segir sambandið bíða eftir framtíðarúrlausn á aðstöðumálum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR E N S KI BOLTINN Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar og næst- efstu deildarinnar í knattspyrnu karla á Englandi hafa í samstarfi við leikmannasamtökin þar í landi sett á laggirnar átak sem hefur það að leiðarljósi að fjölga þeldökkum og asískum knattspyrnustjórum í deildunum sem og öðrum stjórum úr öðrum minnihlutahópum. Markmiðið er að fá inn í deildirn- ar f leiri knattspyrnustjóra úr þeim þjóðfélagshópum sem eiga fáa eða enga fulltrúa í deildunum. Fyrsta skref átaksins er að sex þjálfurum úr minnihlutahópum verður veitt 23 mánaða starfsþjálfun hjá lið- unum í ensku B-deildinni á næsta keppnistímabili. Þeir þjálfarar sem hafa nægilega menntun til þess að sinna þessu starfi geta sótt um stöðurnar. „Það hefur verið erfitt fyrir þel- dökka, asíska og knattspyrnustjóra úr öðrum minnihlutahópum að komast að í stjórastörf hjá félögum í fremstu röð á Englandi,“ segir Dar- ren Moore, knattspyrnustjóri Don- caster Rovers, sem stýrir rýnihóp um stöðu þeldökkra knattspyrnu- stjóra í ensku úrvalsdeildinni. „Við erum öll sammála um að það sé af hinu góða að hafa fjölbreytni í f lóru knattspyrnustjóra í deildun- um og þetta átak verður vonandi til þess að færa hlutina til betri vegar,“ segir Moore um stöðu mála. „Það eru fjölmörg störf hjá hverju félagi fyrir utan starf knattspyrnu- stjóra. Það að fjölga þeim sem eru úr minnihlutahópum í störfum hjá félögunum mun vonandi færa þá nær því að taka við sem knatt- spyrnustjórar í framtíðinni,“ segir hann um framhaldið. Eins og sakir standa eru einungis sex knattspyrnustjórar úr minni- hlutahópum í því 91 félagi sem keppir í ensku deildarkeppnunum. Þar af er einn í ensku úrvalsdeild- inni en það er Nuno Espirito Santo sem er í brúnni hjá Wolves. – hó Stefnt að fjölgun stjóra úr minnihlutahópum Nuno Santo er eini dökki stjórinn í úrvalsdeildinni. FRÉTTBLAÐIÐ/EPA KÖRFUBOLTI Stjarnan hefur samið við Mirza Sarajlija um að leika með karlaliði félagsins í körfubolta á næsta keppnistímabili. Sarajlija er ætlað að fylla það skarð sem Nick Tomsick sem skildi eftir sig en Tomsick söðlaði um og fór í Skaga- fjörðinn þar sem hann gekk til liðs við Tindastól í byrjun sumars. Sarajlija er 29 ára gamall skotbak- vörður sem er fæddur í Slóveníu og er 185 sentímetrar á hæð. Hann lék á síðustu leiktíð í næstefstu deild í Rússlandi. Fram kom í tilkynningu Stjörn- unnar um komu Sarajlija að með tilkomu hans væri leikmannhópur liðsins að taka á sig nokkuð endan- lega mynd fyrir næsta vetur. Þeir þrír erlendu leikmenn sem léku með liðinu á síðustu leiktíð eru allir horfnir á braut og Sarajlija er eins og sakir standa eini erlendi leikmaðurinn í hópnum. Hins vegar verða allir íslensku leikmennirnir áfram utan þess að óvíst er hvort Ágúst Angantýsson verður áfram í herbúðum Garðabæjarliðsins. Danielle Rodriguez og Ingi Þór Steinþórsson bættust við í þjálf- arateymi Arnars Þórs í vor. Þá fékk Stjarnan til liðs við hina ungu og efnilegu tvíburabræður Huga og Hilmi Hallgrímssyni frá Vestra í vor. Stjarnan er ríkjandi deildar- og bikarmeistari. – hó Mynd komin á Stjörnuliðið Arnar Þór Guðjónsson hefur fengið nýjan leikstjórnanda til liðs við sig. FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, tilkynnti í gær að næstu tveimur leikjum kvenna- liðs Fylkis í knattspyrnu á Íslands- mótinu hefði verið frestað. Er þetta gert þar sem smit greindist hjá leik- manni liðsins um síðustu helgi. Þar sem leikmenn meistaraflokks kvenna hjá Fylki hafa verið settir í sóttkví, hefur leikj Fylkisliðsins við Þór/KA sem fram átti að fara í kvöld verið frestað og það sama á við um leik Fylkis við ÍBV sem var á dagskrá mánudaginn 6. júlí. Mótanefnd KSÍ hefur ekki ákveð- ið nýja dagsetningu á þessa tvo leiki en næstu leikjum Breiðabliks og KR í mótinu hefur einnig verið frestað vegna smits hjá leikmanni Blika og sóttkvíar leikmannahópa fyrr- greindra liða. Þjálfarar og aðrir í liðsstjórn KR- liðsins sem og ónotaðir varamenn í leik KR og Breiðabliks í þriðju umferð Íslandsmótsins eru hins vegar komin úr sóttkví. Þeir fjór- tán leikmenn KR sem spiluðu leik- inn við Blika eru hins vegar ennþá í sóttkví. Þar með hefur hluti KR- liðsins hafið æfingar á nýjan leik undir stjórn þjálfara sinna. Leikur ÍBV og Vals sem spilaður verður í Vestmannaeyjum í kvöld og Stjörnunnar og Selfoss sem er á dag- skrá á Samsung-vellinum í Garða- bænum annað kvöld eru einu leik- irnir í fjórðu umferð Íslandsmótsins sem leiknir verða í vikunni. – hó Mótahaldið breyttist meira

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.