Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.06.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is EF BÓK FÆR UM- FJÖLLUN Í KILJUNNI ÞÁ LÁNAST HÚN ÚT. HÚN SELST.Svanur Már Snorrason komst að því eftir nokkra eftirgrennslan að lítið sem ekkert fræðilegt efni hefur verið skrifað um Kilju Egils Helgasonar, einhvern vinsælasta og langlífasta menning- arþátt íslenskrar sjónvarpssögu. Hann ákvað þá að bregðast við þessum skorti með BA-ritgerð sinni í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og hefur nú, af sömu ástæðu, gefið hana út í litlu kveri, kiljunni Egils saga og Kilj- unnar. „Ég var bara búinn að vera að velta fyrir mér hinu og þessu til að fjalla um og fór eitthvað að pæla í Agli og Kiljunni og fann enga rit- gerð eða neitt mikið um þáttinn og Egil,“ segir Svanur sem ákvað að „rýna aðeins í þáttinn og kallinn“. Bækur á biðlista Rannsóknarspurningin sem Svanur leitast við að svara er hvort bók- menntaþátturinn Kiljan í umsjón Egils Helgasonar sé áhrifamikill þáttur varðandi bókmenntalíf Íslendinga. „Jahá, ég get svo sannarlega staðfest það,“ segir hann og hlær. „Ég vann á bókasafni í níu ár og þar tókum við öll eftir því að á fimmtudögum, daginn eftir þátt- inn, streymdi fólk inn á bókasafnið bara til þess að leita að bókum sem höfðu verið til umfjöllunar í Kilj- unni kvöldið áður,“ segir Svanur og heldur áfram: „Og eiginlega bara allt, sem Egill eða gagnrýnendur þáttarins fjöll- uðu um, var lánað út og oftast komu biðlistar þannig að maður renndi svo sem í grun að þessi þáttur væri mjög áhrifamikill.“ Yfirgnæfandi áhrif Svanur ræðir í ritgerðinni meðal annars við bókaútgefendur og verslunarstjóra hjá Eymundsson og þar ber allt að sama brunni og í bókasafninu. „Ef bók fær umfjöllun í Kiljunni þá lánast hún út. Hún selst. Og ef hún fær góða gagnrýni þá er þetta bara smellur. Bara topp tíu,“ segir Svanur og bætir við að þátturinn gnæfi þannig algerlega yfir bókmenntalífinu á Íslandi í dag hvað áhrif og völd varðar. Þannig að tilfinningin á bókasafn- inu var ekki alveg út í bláinn? „Alls ekki. Hún er alveg staðfest.“ Alþýðuhetja í menningunni Svanur bendir á að Kiljan byrjaði í Sjónvarpinu 2007. „Ég held það sé þrettánda árið núna og þetta er sem sagt sá menningarþáttur sem hefur verið samfellt lengst á dag- skrá RÚV,“ segir Svanur og bendir á að þetta sýni greinilega að Egill nái til almennings. „Það er einmitt það sem Egill hefur. Hann er svona einhvers konar venjulegur alþýðumaður. Hann talar ekkert eins og einhver fræðingur. Hann talar mannamál og almenningur hrífst af honum. Hann er ekki fjarlægur fræðimaður. Hann er nálægur alþýðumaður,“ segir Svanur sem í ritgerðinni talar um Egil sem „ómenntuðu“ sjón- varpsstjörnuna. „Hann er vinsæll og svona í það heila er voðalega lítið hægt að finna einhverja mikla gagnrýni á hann eða eitthvað svoleiðis. Flestum þykir hann fara vel með völdin sem hann hefur og það er vel af kallinum látið.“ Toppurinn að komast í Kiljuna Svanur skrifaði ritgerðina um Egil og Kiljuna með Úlfhildi Dagsdóttur sem leiðbeinanda en gefur hana nú út í vasabroti. „Mig langaði bara mjög mikið til þess af því að það er einmitt ekkert svona efni, eins og þessi ritgerð, til um þennan vinsæla þátt og um þennan vinsæla þáttar- stjórnanda. Ég er að vonast til þess að fólk hafi áhuga á sögu Kiljunnar og Egils og þess vegna langaði mig að prófa að gefa þetta út.“ Og væri þetta þá ekki fullkomnað ef ritgerðin yrði tekin til umfjöllunar í Kiljunni? „Jú, það væri dálítið sniðugt að einhver skoðaði eða gagnrýndi bók um Kiljuna í Kiljunni,“ segir Svanur og hlær. „Það væri ekkert leiðin- legt.“ toti@frettabladid.is Egils saga og Kiljunnar sýnir mátt þáttarins Svanur Már Snorrason vann á bókasafni þegar hann varð sterkt var við áhrif Egils Helgasonar og Kiljunnar sem hann rannsakaði frekar í BA-ritgerð um áhrif Egils á bókmenntalíf þjóðarinnar. Svanur Már Snorrason og Áróra Rún, sex ára dóttir hans, njóta lífsins þegar litla kiljan hans um Egil Helgason og Kiljuna er komin úr prentsmiðjunni og bíður þess að rata til áhugasamra lesenda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 3 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 RUM ÚTSAL S A A VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN VIÐ SENDUM FRÍTT STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR UNDRI HEILSUINNISKÓR DÚNVÖRUR SÆNGURFÖT SLOPPAR FYRIR HANN & HANA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.