Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 6

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 6
 III- 11 # §í . Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Kristján Einarsson í líkamsræktarstöðinni GYM 80 starfa tveir fílefldir og fagurvöðvaðir áhugamenn um líkams- og heilsu- rækt. Þeir eru EINKAÞJÁLFARAR og þurfa ekki marga mánuði til þess að breyta hálfbognum og væskislegum skrifstofumanni í bísperrtann og brjóstgóðan einstakling sem geislar af sjálfsöryggi. Það er staðreynd að flestir vilja vera stæltir og vel slípað- ir en fæstir nenna að leggja það á sig sem þarf til þess að öðlast harðan kropp. Að auki þarf sjálfsaga og vissa seiglu til þess að komast yfir erfið- asta hjallann en eftir fyrstu vikurnar kemur árangurinn í Ijós. Einkaþjálfararnir heita JÓN GUÐMUNDSSON og GUÐGEIR JÓNSSON en þeir fylgja þeim sem þeir þjálfa í gegnum allaræfingarnar, kenna réttu tökin og sjá til þess að menn haldi sér við efnið. Rétt matar- æði er einna mikilvægast í þjálfun og til þess að ná árangri verður að forð- ast ákveðna fæðu. Sulta, smjör og sósur eiga ekki upp pallborðið hjá þeim sem vilja hafa línurnar í lagi. Einkaþjálfararnir eru með þennan þátt sömuleiðis á hreinu. „Aðilar f einkaþjálfun námun betri árangri á skemmri tíma en ella. Við vinnum mjög markvisst, nýtum tím- ann til fullnustu og sjáum til þess að menn leggi sig fram," segja Jón og Guðgeir í Gym 80. — Hversu lengi væruð þið að bæta 10 kg af vöðvum á einstakling sem hefði ágæta líkamsbyggingu en er afskaplega vöðvalítill? „Það fer allt eftir því hversu vel hann tekur við sér og hversu fljótir við erum að átta okkur á honum. Sömuleiðis ylti það á þvf hvort hann tæki prótín, kolvetni og vítamín en það myndi flýta fyrir því að hann þyngdist og bætti á sig vöðvamassa." — Skiptir miklu máli fyrir íþrótta- menn að taka þessi aukaefni? „Já, það skiptir miklu máli. íþrótta- maður undir miklu álagi þarf að borða mjög holla og góða fæðu á réttum tíma og vítamín, steinefni og ammínósýrurað auki. Menn geta lagt meira á sig neyti þeir þessara auka- efna og þeir ná sér fyrr eftir erfiðar æfingar. Margir íslenskir körfuþolta- menn nýta sér þá þekkingu sem við búum yfir hvað varðar mataræði, 6

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.