Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 57

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 57
Slökun og einbeitin í karatetíma. lega kallast karateþjálfarar. Auk okk- ar er ég að tala um Karatefélag Reykjavíkurog höfum við vinninginn ef hægt er að tala um slíkt í því sam- bandi. Við tókum strax þá stefnu að starfrækja félagið af festu og fag- mennsku og það hefur sannarlega skilað sér. Hátt á þriðja hundrað manns stunda nú karate hjá okkur og er það svipaður fjöldi og í öðrum fé- lögum á landinu samanlagt." — Hver er reynslan af þeim er- lendu þjálfurum sem hafa starfað hér á landi? „Staðreyndin er sú að iðkendur hjá okkur vilja fremur íslenskan þjálfara en erlendan og ástæða þess er sú að ísak Jónsson, sem er að mínu mati besti þjálfari landsins, er hann tvö- faldur íslandsmeistari í tæknilegu hlið karate. Við höfum verið með er- lendan þjálfara síðan 1985 sem öll- um líkar vel við en ísak hefur náð að heilla krakkana upp úr skónum." — Hvernig hefur ykkur vegnað á mótum? „Mjög vel því við eigum flesta sig- urvegara á öllum mótum samanlagt. Á síðasta íslandsmóti í kumite (frjálsri aðferð) töpuðum við 2:3 gegn Kar- atefélagi Reykjavíkur í sveit fullorð- inna en það var í fyrsta skipti sem við náðum sigrum gegn þeim í þeim flokki. í fyrra töpuðum við 0:5 í sama flokki og erum við því að sækja í okkur veðrið. í unglingaflokkunum höfum við yfirburði og innan fárra ára verðum við allsráðandi á öllum mótum. Helmingur landsliðsmanna í kumite er í Þórshamri og við eigum alla landsliðsmennina í kata." — Getur fólk byrjað í karate hve- nær sem er? „Þeir, sem hafa áhuga á að byrja í karate, fá sérkennslu í upphafi ogeftir nokkrar æfingar geta þeir farið í gegnum æfingar með öðrum sem eru aðeins lengra komnir. Við tökum vel á móti öllum. Þórshamar er félag sem eflist með ári hverju og við hugum að framtíð- inni. Því betur sem okkur gengur þeim mun háleitari markmið setjum við okkur. Við viljum stöðugt fá fleira fólk til æfinga og viljum stöðugt gera betur á mótum. Svona félag verður að reka sem fyrirtæki á félagslegum grunni." Fatndður sem Skiðasamband Islands velur fyrir sig og sína, ár eftir ár! & dubin

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.