Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 11

Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 11
Guðmundur Steingrímsson Í DAG Ég kann ekki dæmin í smáatriðum, en mig rámar í allnokkur tilfelli þess að útlendingar hafi komið okkur eyjarskeggjum í uppnám í gegnum tíðina með því að fara ófögrum orðum um Ísland og Íslendinga. Skýra mynd hef ég til dæmis í koll- inum af poppstjörnunni Robbie Williams yfirgefa landið við Leifs- stöð með löngutöng á lofti og sví- virðingar á vörum, en sá var ekki par hrifinn af móttökum hér þegar hann kom hingað og hélt tónleika um árið. Mikil umræða skapaðist um það hvað amaði að þessum manni og hvers lags bjöllusauður hann væri. Hann skyldi ekki teljast til svokallaðra Íslandsvina, sem er klúbbur sem við höfum stofnað um alla fræga útlendinga sem hingað koma í heimsókn og finnst landið okkar frábært, að talið er. Ef minnsti grunur leikur á að frægum útlendingi líki ekki landið, fær hann auðvitað ekki inngöngu. Mér finnst hún almennt hafa minnkað þessi viðkvæmni okkar gagnvart því hvað öðrum finnst um landið okkar og íbúa þess, enda Íslendingar almennt orðnir meiri heimsborgarar – allir alltaf á Tene – og ferðamannastraumurinn hingað til lands orðinn það mikill í venjulegu árferði að ómögulegt er að kippa sér upp við einstaka óánægjuraddir. Þó er viðbúið að skjálfta gæti ef útlendingur póstar til dæmis óánægju með verð á rúnstykkjum í íslenskum vega- sjoppum. Við erum ætíð töluvert á varðbergi gagnvart áliti annarra. Goggunarröð viðkvæmninnar Meginþorri fólks er auðvitað í ágætu jafnvægi og kippir sér ekki upp við samfélagsmiðlafærslur, en það breytir ekki hinu að ákveðin stemning er jú til staðar. Mér hefur alltaf fundist ég lifa, sem höfuðborgarbúi, í miðjunni á goggunarröð: Landsbyggð-Reykja- vík-heimsbyggðin. Landsbyggðin er viðkvæm gagnvart Reykjavík. Reykjavík, og restin af Íslandi, er viðkvæm gagnvart heimsbyggð- inni. Ísland er í raun Kópasker. Við erum, Ísland allt, í samhengi heimsins afskekkt sérviskuleg byggð á hjara veraldar. Ef leik- hópur kæmi hingað frá Danmörku og dönsk leikkona myndi pósta á Instagram að Ísland væri ömurlegt land og að fólk skyldi ekki koma hingað því hér væri ekkert nema skítaveður og örfáar hræður í roki, er ég hræddur um að hún myndi uppskera töluverð leiðindi. Líklega hótanir. Þórdís Björk Þorfinnsdóttir leikkona telst, vegna færslu á Insta- gr am, ekki vera vinur Kópaskers eða Raufarhafnar að sinni. Hún fór ófögrum orðum um þessi þorp og uppskar fyrir vikið botnlausan skít. Hún var að djóka, sagði hún, og baðst afsökunar, en fólk missti sig samt. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í það að fólk sem sendi henni morð- og nauðgunar- hótanir má gjarnan fara að huga að sálfræðimeðhöndlun. Svona munnsöfnuður og ofbeldishneigð er auðvitað ekki í lagi. Íbúar, komi hótanirnar þaðan, verða að passa sig að sanna ekki færsluna. Hörkuleg umræða Viðkvæmni gætir sem sagt. Orð fólks í kæruleysi hitta aðra inn að kviku. Spurningin blasir við: Hverju sætir? Af hverju er þessi Ísland er Kópasker ofurviðkvæmni til staðar? Leik- kona lætur orð flakka á ferð í appelsínugulri viðvörun. Er það ekki bara hennar mál? Má ekki horfa í gegnum fingur sér með færslur fólks? Hugsa kannski, að þetta hljóti að vera djók? Þurfa íbúar Kópaskers, og Raufarhafnar ef út það er farið, staðfestingu Þór- dísar Bjarkar á því að þessir staðir séu æðislegir? Þurfum við Íslend- ingar staðfestingu Robbie Williams eða annarra útlendinga á því að hér sé fagurt? Vitum við það ekki sjálf? Einnig má velta fyrir sér: Má einhverjum vera illa við Kópasker? Og í samhengi þjóðarinnar allrar: Má fólki líka illa við Ísland? Má bregða löngutöng á loft við brottför á Leifsstöð? Vitaskuld. Þótt alltaf sé betra að fólk hafi hemil á dónaskap og sýni lágmarkskurteisi, þá verða skiptar skoðanir og stundum harkaleg hreinskilni alltaf fylgifiskar frjálsra samfélaga. Galdurinn er að læra að lifa með því. Listafólk og stjórn- málafólk, svo dæmi séu tekin, býr við þetta harðræði umræðunnar á degi hverjum. Kannski finnst leikkonu og meðlim í Reykjavíkur- dætrum ekkert tiltökumál að birta palladóma í djóki um heilu þorpin. Allt fólk sem vinnur að list er undirselt dómum, oft harðneskju- legu niðurrifi. Skotveiðileyfið er algjört. Listafólk setur opið hjarta sitt á svið, jafnvel til þess eins að uppskera fýlulegan hundshaus gagnrýnanda. Ég lagði allt í mína fyrstu skáldsögu fyrir margt löngu og sat með öran hjartslátt fyrir framan sjónvarpið þegar fyrsti dómurinn kom. Hann var svona: „Það er táfýla af þessu.“ Morðhót- anir sendi ég engar. Í stjórnmálum var svo harkan engu minni. Kaldar eru þar kveðjurnar. Dómharka annarra og ónær- gætni getur vissulega tekið á, en ég held að lykilatriðið hljóti alltaf að vera það, að maður reyni að leiða mest af því hjá sér, en leiti leiðsagnar í lífinu annars staðar: Til þeirra sem maður treystir og til eigin sannfæringar. Kringlan · Glerártorg · kunigund.is sérverslun með vandaðar gjafavörur 70% AFSLÁTTUR allt að Sjáðu öll tilboðin á kunigund.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.