Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 22

Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 22
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Aðalbjörg Guðmundsdóttir kennari, frá Harðbak á Melrakkasléttu, lést á heimili sínu að Lindarseli 7, Reykjavík, að morgni 10. júlí. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi, mánudaginn 27. júlí, kl. 13.00. Vinsamlegast athugið breytta staðsetningu á útförinni. Sæmundur Rögnvaldsson Ingibjörg Axelsdóttir Elín Rögnvaldsdóttir Björgvin Guðmundsson Margrét Rögnvaldsdóttir Magnús H. Ingþórsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, systir og barnabarn, Elisabeth Rita Ward lést mánudaginn 13. júlí. Útför hennar mun fara fram í Akureyrarkirkju, mánudaginn 27. júlí, kl. 13.30. Einungis nánustu ættingjum og vinum verður boðið að vera viðstöddum, en þeim sem vilja fylgjast með athöfninni er bent á streymi frá útförinni á Facebook, (jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar) Courtney Michael Ward Betty Ward Ouma Angelica Johanna Ward Isabella Guðbjörg Ward Megan Ella Ward Richard James Ward Carolyn Arlene Ward Einhver sagði að þetta væri landsliðið sem er komið hingað, ég sel það ekki dýr-ara en ég keypti það. Er bara æðislega ánægð með það sem hér er að gerast,“ segir Margrét Grétarsdóttir, staðarhaldari í Stóra-Klofa í Landsveit, um  lista- fólk sem gerði innrás á svæðið og opnar sýningu þar á morgun í gömlu húsi. „Foreldrar mínir ráku refabú hér á sínum tíma, síðan varð  húsið dóta- geymslan hans pabba. Oft er sagt að gesti þurfi að bera að garði svo farið sé að laga til og hér átti sér stað mjög góð tiltekt þar sem margir lögðust á eitt. Mér leist sko ekkert á hugmyndina til að byrja með,“ lýsir Margrét, sem sjálf er söngkona, ferðamálafræðingur og menningarmiðlari, en þakkar Borghildi Óskarsdóttur myndlistarkonu fram- takið nú. „Borghildur er frumkvöðull að sýningunni. Hún hefur áður unnið hér með sögu sinna ættmenna í Landsveit í verki sem heitir Þræðir á landi. Þema sýningarinnar nú er vist mannsins í landslagi og  verkin eru mjög ólík, sumt  listafólkið nýtir eitthvað úr umhverfinu í þau.“ Refahúsið er ekki hið eina sem nú er í nýju hlutverki í Stóra-Klofa. Það er líka hundrað ára gamalt fjárhús sem stendur við þjóðveginn um Land og Margrét segir marga stansa hjá til að mynda, með eldfjallið Heklu í baksýn. „Það verður eitt verk í fjárhúsinu og svo er húsið í raun listaverk með sínar fornu hleðslur,“ bendir hún á. Stóri-Klofi er milli Skarðs og Leiru- bakka. Sýningin þar verður opnuð klukkan 17 á morgun. Svo ætlar Mar- grét að vera með sögugöngu um svæðið klukkan 11 á sunnudaginn og  eftir hádegi hefst listamannspjall Hjálmars Sveinssonar borgarfulltrúa. „Meiningin er að hafa hér listamannsspjall á sunnu- dögum áfram og búið er að gera kaffi- krók þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur að sveitasið,“ segir Margrét og heldur áfram: „Hugmyndin er jafn- vel að framhald verði  á sýningum á þessum stað með vissu millibili. Hér verði Suðurlandstvíæringur eða eitt- hvað slíkt,“ segir hún.  „Það er ekki verið að hugsa neitt smátt, enda fáum við orku úr hálendinu og Hekla sendir okkur sterka strauma!“ gun@frettabladid.is Gestagangur í Stóra-Klofa Gamalt refahús í Stóra-Klofa í Landsveit hefur verið gert að listaskála. Sýningin Landvist verður opnuð þar á morgun, laugardag, með verkum ellefu listamanna. Margrét, staðarhaldari, söngkona og menningarmiðlari í Stóra-Klofa og Borghildur Óskarsdóttir, frumkvöðull að sýningunni. Borghildur Óskarsdóttir myndlistarkona að fást við skúlptúrana sína. Þema sýningarinnar nú er vist mannsins í landslagi og verkin eru mjög ólík, sumt listafólkið nýtir eitthvað úr umhverfinu í þau. Listafólk á sýningunni Landvist Borghildur Óskarsdóttir, Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Hannes Lárusson, Hildur Hákonardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Margrét H. Blöndal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Pétur Thomsen, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir. Við mæðgurnar, Arnbjörg og ég, verðum með ljóðatón-leika í Hallgrímskirkju í Saurbæ í Hvalfirði á sunnu-daginn klukkan 14. Það verður í fyrsta skipti sem við komum saman fram opinberlega, þótt við höfum auðvitað oft spilað og sungið saman heima í stofu,“ segir Ragnhildur Dóra Þórhallsdóttir söngkona. Hún upplýsir að dóttirin Arnbjörg sé píanóleikari og heiti eftir ömmu sinni sem var þekkt sem dægurlagasöngkonan Adda Örnólfs.  „Ég hef áður haldið tónleika með lögum sem mamma gerði fræg en nú ætlum við að f lytja ljóðadagskrá þar sem fluttir verða flokkar eftir Robert Schumann, Joaquin Rodrigo og Þrír söngvar úr Pétri Gaut eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Það er allt gullfalleg tónlist.“ Þetta eru fjórðu tónleikar sumarsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Þeir eru haldnir til styrktar kirkjunni og staðnum þar sem Hallgrímur Pétursson samdi Passíusálmana. Í kirkj- unni er bæði f lygill og orgel og þar er fallegur hljómburður. Aðgangseyrir er 2000 krónur. – gun Saman í fyrsta sinn Píanistinn Arnbjörg og söngkonan Ragnhildur Dóra. 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.