Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 26

Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 26
ÉG GET MÆLT MEÐ HENNI FYRIR ALLA ÞÁ SEM ERU AÐ LEITA AÐ LÉTTRI OG SKEMMTILEGRI SUMAR- LESNINGU, LÍKA ÞÁ SEM ERU EKKI SÉRSTAKLEGA HRIFNIR AF SKVÍSUBÓKMENNTUM. Myndlistarsýningin Gæsa-húð/Fleur de peau/Face-time opnar í Verksmiðj- unni á Hjalteyri laugardaginn 25. júlí kl. 16.00 með verkum mynd- listarmannanna Margrétar Helgu Sesseljudóttur, Serge Comte, Guil- laume Paris, Séverine Gorlier, Paola Salerno og Haraldar Jónssonar. Hópurinn er samsettur úr þremur kynslóðum frá Íslandi, Frakklandi og Ítalíu, sem í áranna rás hafa tengst úr ólíkum áttum en koma nú öll saman í fyrsta sinn. Gæsa- húð/Fleur de peau/Facetime tekur á sig ýmsar myndir og vísar titillinn í leiðarstef sýningarinnar, sem er millibilið og samtímis víxlverkun líkama og umhverfis, tilfinninga og arkitektúrs, skynjunar og rýmis á þessum tímamótum. Verkin á sýn- ingunni leiða um svæðið, teygja sig milli hæða og fléttast um króka og kima byggingarinnar. Listamennirnir nálgast staðhætti á ýmsa lund með myndvörpunum, hitamyndum, í hljóðverkum, inn- setningum, teikningum og ljós- myndum. Verkin kallast á og mynda sérstakan samhljóm þegar þau mætast og tengjast á margslunginn hátt við þessi heimsendamörk. Við opnun sýningarinnar verður frum- fluttur gjörningur. Gæsahúð á Hjalteyri Verk eftir Serge Comte. Mitt ófullkomna líf ef tir met-söluhöfundinn Sophie Kinsella situr ofarlega á metsölulista Eymundsson. Hún er fyrsta bókin sem Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg í Borgarleik- húsinu, þýðir. „Ég var full efasemda þegar haft var samband við mig frá Angúst- úru og ég beðin um að þýða bók. Ég sagðist ekki kunna það. Þær stöllur, María Rán og Agla, ýttu á mig, sögð- ust vera með létta og skemmtilega bók og báðu mig að prófa. Ég sló til og komst að því að mér finnst óskaplega skemmtilegt að þýða.“ Sophie Kinsella er þekktust fyrir bækur sínar um kaupalkann Rebeccu Bloomwood. Maríanna segist ekki hafa tengt mikið við þá kaupóðu konu. „Ég las bara helminginn af fyrstu bókinni í þeirri seríu og er mun hrifnari af Mitt ófullkomna líf, sem er létt, skemmtileg og fyndin. Þar er vissu- lega ástarsaga en bókin fjallar þó í meira mæli um vináttu kvenna og hvernig fólki hættir til að taka þá mynd sem birtist á samfélagsmiðl- um sem sannleika. Þetta er kómísk en beitt áminning um það.“ Þýðir aðra Kinsellu Bókin flokkast sem skvísubók, enda sérhæfir Kinsella sig í að skrifa þær. „Ég hef aldrei verið sérlega hrifin af skvísubókum, ekki af því að ég telji þær ekki vera gilda bókmenntagrein heldur vegna þess að mín afþrey- ing eru reyfarar,“ segir Maríanna og bætir við: „En þessi bók er mjög fyndin þannig að ég get mælt með henni fyrir alla þá sem eru að leita að léttri og skemmtilegri sumarlesn- ingu, líka þá sem eru ekki sérstak- lega hrifnir af skvísubókmenntum.“ Spurð um söguþráðinn segir Maríanna. „Aðalsöguhetjan er Kata, ung kona í London sem er alin upp á Suður-Englandi, í Somerset. Pabbi hennar rekur bóndabýli sem gengur ekki vel og er auk þess stöð- ugt að reyna að finna nýjar leiðir til að gera þau rík, sem gerir þau bara aðeins fátækari. Kata er að reyna að koma sér á framfæri í auglýsinga- bransanum í London og skapar þá ímynd að allt gangi miklu betur hjá henni en það gerir í raun og veru. Svo missir hún vinnuna og þarf að f lytja á býlið til pabba síns og þar leitar fortíðin hana uppi.“ Kómísk og beitt áminning Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg, þýðir sína fyrstu bók sem er eftir metsöluhöfundinn Sophie Kinsella. Er byrjuð að skrifa kómískan reyfara. „Það kom mér skemmtilega á óvart að mér lætur þetta ekki illa,“ segir Maríanna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI BÆKUR Sumarbókin Tove Jansson Þýðing: Ísak Harðarson. Fjöldi síðna: 160 bls. Útgefandi: Mál og menning. Tove Jansson er þekktust fyrir sögur sínar af Múmínálfunum, sem glatt hafa kynslóðir lesenda. Verk sem skilgreind eru sem barnabækur en eru full af dásamlegri lífsspeki sem gerir að verkum að fullorðnir laðast einnig að þeim. Jansson skrifaði einnig bækur sérstaklega ætlaðar fullorðnum. Sumarbókin er ein þeirra. Sagan segir frá Soffíu litlu og ömmu hennar og sumardvöl þeirra á eyju undan strönd Finn- lands. Signe, móðir Tove, og frænka hennar, Soffía, voru að nokkru leyti fyrirmyndir þessara tveggja aðal- persóna bókarinnar. Móðir Soffíu er látin, faðirinn er ekki alltaf til staðar og helstu tengsl Soffíu eru við ömmu sína. Samband litlu stúlkunnar og hinnar gömlu og lífsreyndu konu er einkar fal- legt. Þær eru jafningjar og amman talar a ld rei n iðu r til barnabarns síns, stúlku sem er mikill hugs- uður og f ull ástæða er til að taka mark á. Hún er reyndar á mótþróaskeiði æskunnar og því reynir stundum allmikið á þolin- mæði ömmunnar, en sú er bæði vitur og skilningsrík, eins og góðar ömmur eiga helst að vera. Barnið og gamla konan lifa í nánu og sterku sambandi við nátt- úruna og velta fyrir sér öllum þeim undrum sem þar leynast. Bókin er sneisafull af alls kyns hugleiðingum um lífið, dauðann, náttúruna, Guð og hverfulleikann. Það er seiðandi tónn í þessari sögu sem fangar lesandann. Ljúf kímni er svo allt um kring. Fyndnin springur svo út í kafla þar sem Soffía gerist rit- höfundur og semur fræðiritgerð sem fjallar meðal annars um ánamaðka sem slitnað hafa í tvennt. Sumarbók in er einstak lega heillandi bók. Ekki er hægt að ímynda sér að nokkur sem lesi hana verði fyrir vonbrigðum. Hún er full af visku, hlýju, kímni og angur- værð. Frábærlega skrifuð og afar vel þýdd af Ísaki Harðarsyni og prýdd skemmtilegum myndum eftir Tove. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Hrífandi og einstaklega fallega skrifuð bók um samband ömmu og barnabarns. Full af dýpt og visku. Dýpt og viska Maríanna er þegar byrjuð að þýða nýja bók eftir Kinsellu. „Ég ætla að prófa mig áfram í þýðingum. Það kom mér skemmtilega á óvart að mér lætur þetta ekki illa.“ Byrjuð á kómískum reyfara Maríanna er mikil bókmenntakona og les fjölbreyttar fagurbókmennt- ir. Þar sem fyrsta þýðing hennar er á vinsælli af þreyingarbók er hún spurð um sínar uppáhaldsaf þrey- ingarbækur. „Þar þykja mér sögu- legir reyfarar skemmtilegastir, sér- staklega ef þeir gerast á Englandi á 19. öld. Mér finnst mjög gaman að stíga inn í aðra tíma um leið ég geri mér grein fyrir því að ég er heppin að vera uppi í dag. Ég sé fortíðina ekki í rósrauðum bjarma þótt mér finnist ótrúlega gaman að lesa um hana.“ Spurð hvort hana langi til að skrifa bók segir hún: „Ég hef nokkr- um sinnum byrjað á einhverju en það strandar alltaf á tíma. Ég er því miður ekki eins og Mozart, skrifa eitthvað niður og um leið er það orðið snilld. Mig langar að skrifa sögulega skáldsögu en það kostar heilmikla heimildavinnu. Í fyrra byrjaði ég hins vegar að skrifa kómískan kósí reyfara um bóka- safnsfræðing sem horfir á Hercule Poirot. Við sjáum hvað setur.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Boðið verður upp á fjölskyldu-jóga í Viðey, sunnudaginn 26. júlí kl. 13.30, þar sem allir eru velkomnir, stórir sem smáir. Gerðar verða jógaæfingar, farið í leiki, andað djúpt í sjávarloftinu, hug- leitt og slakað undir heilandi tónum gongsins í guðsgrænni náttúrunni. Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari leiðir stundina. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 13.15 og heim aftur samkvæmt áætlunar- siglingu þegar fólki hentar. Jóga í Viðey 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.