Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 30

Fréttablaðið - 24.07.2020, Page 30
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Þetta verður bara ég á gítar að spila nýja og frumsamda tónlist,“ segir tónskáldið og gít-arleikarinn Bjarni Már Ingólfsson, sem f lytur tónleika í Mengi í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af List- hópum Hins hússins þar sem Bjarni samdi fimm verk sem hann mun flytja í kvöld. „Ég hef verið að semja hjá Hinu húsinu í sumar en það verður líka annað efni sem er ekki jafn glænýtt, en líka frá sjálf- um mér.“ Í tónlist Bjarna kennir ýmissa grasa en hún er í grunninn ansi djössuð. „Þetta verður úr alls konar áttum. Þótt þetta sé í grunninn ein- hvers konar nútímadjass þá verður líka eitthvað ambient og eitthvað um spuna.“ Frá Smørum til New York Bjarni er fæddur og uppalinn í bænum Smørum í  Danmörku en flutti níu ára til Egilsstaða þar sem tónlistarneistinn kviknaði fyrst. „Ég byrjaði að læra á gítar tíu ára og kynntist mínum fyrstu rokk- plötum frá pabba og eldri bróður,“ segir Bjarni, sem var meðal annars alinn upp á Guns N‘Roses og Deep Purple. „Ég pikkaði upp alls konar lög með þeim og spilaði daginn út og inn.“ Það var svo í Tónskóla Eddu Borg þar sem djassinn hreif Bjarna fyrst. „Ég lærði hjá nafna mínum, Bjarna Sveinbjörnssyni, sem kynnti mig fyrir alls konar djass-stöndurum. Það var  einna helst spuninn sem heillaði mig hvað mest.“ Bjarni útskrifaðist síðar með burtfararpróf úr FÍH vorið 2018 þar sem hann lærði hjá Ásgeiri Ásgeirs- syni. „Þetta voru ótrúlega mótandi ár þar sem ég kynntist nánast öllu því fólki sem ég vinn og spila með í dag.“ Eftir að Bjarni lauk námi við FÍH var förinni haldið til New York þar sem  hann nam við skólann New School. „Þar lærði ég meðal annars hjá Steve Cardenas og Lage Lund, sem eru tveir af mínum uppáhalds gítarleikurum.“ Í dag býr Bjarni í Svíþjóð og hefur lokið fyrsta ári bachelorsnáms síns í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi. Þegar kófið skall á flúði Bjarni til Íslands en stefnir á að snúa aftur til Svíþjóðar í lok ágúst. Djassinn og klassíkin Aðspurður um innblásturinn að baki tónlistinni segir Bjarni að hann komi úr ýmsum áttum. „Mest af þessu er líklega ómeðvitað, frá tónlistinni sem ég er að hlusta á hverju sinni,“ segir hann. „Ég hlusta mestmegnis á djass en eflaust er ein- hver klassík þarna að baki líka.“ Meðal áhrifavalda Bjarna eru Bill Frissell og Kurt Rosenwinkel, en Bjarni segist líka sækja mikinn innblástur til gamla tónlistarkenn- ara síns, Skúla Sverrissonar. Að tónleikunum loknum segist Bjarni ætla að taka sér almennilegt sumarfrí og gíra sig svo upp fyrir veturinn. „Það er ekkert skipulagt fram undan annað en að halda áfram að spila og njóta lífsins.“ arnartomas@frettabladid.is Innblásinn úr ýmsum ómeðvituðum áttum Tónlistarmaðurinn Bjarni Már Ingólfsson spilar í Mengi í kvöld og ætlar þar að flytja nýja og frumsamda djasstónlist. Bjarni hefur komið víða við og dregur innblástur sinn úr ýmsum ólíkum áttum. ÞAÐ VAR EINNA HELST SPUNINN SEM HEILLAÐI MIG HVAÐ MEST – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Bjarni Már Ingólfsson pikkaði til dæmis upp lög með Deep Purple og spilaði dagana langa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.