Fréttablaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 2
Þetta er ótrúlegt.
Að 20 prósent
þjóðarinnar hafi horft á eina
ræðu.
Guðni Ágústsson
Veður
Norðvestan 3-10 A-lands í dag,
gengur í vestan 8-13 syðst síð-
degis, en annars hæg breytileg átt.
Bjartviðri S-lands framan af degi,
en annars skýjað að mestu en
úrkomulítið. SJÁ SÍÐU 14
Blíða á Bernhöftstorfu
DJ Dóra Júlía mætti í miðbæinn í gær og hélt uppi stemningunni fyrir gesti og gangandi á torginu við Bernhöftstorfu. Viðburðurinn var í samstarfi
við Reykjavíkurborg að því er sagði í kynningu. „Glampandi sól og góðar víbrur og því tilvalið að nýta hádegishléið í að hlusta á góða tónlist og
jafnvel dilla sér svolítið,“ sagði í kynningunni. Og virðast það hafa verið orð að sönnu því áheyrendur léku við hvern sinn fingur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
STJÓRNMÁL Guðni Ágústsson seg
ist hafa látið undan hópþrýstingi
þegar hann hélt ræðu í garðveislu
sem Jón Ólafsson, löngum kenndur
við Skífuna, hélt í bakgarði viskí
barsins Dillon fyrir rétt rúmri viku.
Viðstaddir gerðu góðan róm að
ræðu Guðna sem hefur vakið enn
frekari athygli á Facebook þar sem
orðum hans hefur verið gefinn
gaumur um það bil 70 þúsund
sinnum.
„Þetta er ótrúlegt. Að 20 prósent
þjóðarinnar hafi horft á eina ræðu,“
segir Guðni hróðugur í samtali við
Fréttablaðið og vísar frekari grein
ingu á tölfræði til Jóhanns Helga
Hlöðverssonar, ferðaþjónustufröm
uðar, sem tók ræðuna upp og setti á
Facebook.
„Hann á náttúrlega heiðurinn en
ég ber ábyrgðina. Ég held bara að
þetta sé heimsmet. Það eru komin
nánast 70 þúsund „views“ á ræðuna
hans. Á einni viku,“ segir Jóhann
Helgi og bætir við að tölurnar
hækki enn jafnt og þétt.
Þótt Guðni hafi verið á léttum
nótum var ræðan þó, eins og ef til
vill mátti búast við, þrungin ætt
jarðarást og ofurtrú þessa fyrrver
andi formanns Framsóknarflokks
ins og ráðherra landbúnaðarmála á
allt það sem íslenskt er.
„Þeir roðna núna nútímastjórn
málamennirnir. Ég mundi segja að
þeir ættu náttúrlega að taka mig
til eftirbreytni og f lytja ærlegar
ræður sem fólk vill hlusta á. Ég er
ekki bara fornaldarmaður, ég er
andi nútímans,“ segir Guðni, sem
gefur lítið fyrir að þarna sé hann í
raun miðaldamaður að fá byr undir
vængi með 21. aldar tækni sem
hann skilji lítið í.
En er þetta ekki til marks um per-
sónufylgi og vinsældir og þú ert nú
bara rétt sjötugur. Þarftu bara ekki
að stíga aftur inn á sviðið?
„Nei, það held ég ekki. En þetta er
auðvitað til marks um það að það
er gaman að lifa og tími manns er
aldrei liðinn. Þannig að þetta á ein
mitt að vera þannig að menn vaxa
að visku og vekja athygli með þegar
þeir eru orðnir öldungar. Eins og
Njáll á Bergþórshvoli og allir kapp
arnir okkar, Jónas frá Hriflu og hvað
þeir hétu nú allir.“
Guðni staðfestir að hann vilji sjá
Framsóknarflokkinn og Miðflokk
inn sameinast en þvertekur þó fyrir
að hann beiti sér fyrir því á bak við
tjöldin.
„Nei, nei. Ég á mér þann draum
og sá tími kemur að Miðflokksáin
rennur aftur í sinn gamla farveg.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir er stjarna.
Hún er vonarstjarna okkar og þá
verður þetta einn og stór og sterkur
Framsóknarflokkur á nýjan leik. Og
heldur áfram að gera Ísland þekkt.“
Þannig að þú telur ekki vera óbrú-
anlega gjá þarna á milli?
„Nei, nei, nei. Nei, nei, nei, nei.
Þetta sjá allir sem vilja sjá, hæfi
leikamenn, bæði Sigurður Ingi
og Sigmundur Davíð. Þeir vita að
einn daginn þurfa menn að takast í
hendur. Alveg eins og Framsóknar
f lokkurinn sættist við Jónas frá
Hriflu og kallaði hann til sín á stór
afmæli þá er þessi tími fram undan
að þetta mun gerast og þeir njóta
meiri sæmdar fyrir.“
toti@frettabladid.is
Miðflokksáin rennur
að lokum aftur heim
Guðni Ágústsson les mikið persónufylgi úr áhorfi tugþúsunda á nýlega ræðu
hans á Facebook. Hann útilokar þó endurkomu í stjórnmál en sem pólitískan
öldung dreymir hann um sameiningu Framsóknarflokksins og Miðflokksins.
„Það var tilefni til að setja upp hatt og vera höfðinglegur,“ segir Guðni, sem
var vissulega foringjalegur á sviðinu í Dillon-garðinum. MYND/JÓHANN HELGI
DÓMSTÓLAR Benedikt Bogason
hefur verið kjörinn forseti Hæsta
réttar Íslands fyrir tímabilið frá
1. október 2020 til 31. desember
2021. Benedikt tekur við af Þorgeiri
Örlygssyni en hann hefur óskað
eftir lausn frá embætti hæstaréttar
dómara frá 1. september.
Benedikt var kjörinn varafor
seti réttarins í maí síðastliðnum og
gegndi embættinu því aðeins í rúma
tvo mánuði. Ingveldur Einarsdóttir
tekur við embætti varaforseta.
Benedikt er fæddur árið 1965.
Hann var skipaður hæstaréttar
dómari 1. október 2012.
Benedik t hef u r feng ist v ið
kennslu og fræðistörf í mörg ár,
samhliða dómstör f um. Hann
hefur verið prófessor við Laga
deild Háskóla Íslands frá árinu
2016. Auk þess hefur hann setið í
fjölda nefnda í gegnum árin. Hann
er nú formaður stjórnar dómstóla
sýslunnar.
– aá
Kusu Benedikt
forseta réttarins
COVID-19 Engin breyting er fyrir
huguð á lista íslenskra stjórnvalda
yfir lönd sem ekki eru skilgreind
sem áhættusvæði né er í skoðun að
grípa til harðari aðgerða varðandi
komur frá löndum sem eru að sjá
mikla aukningu tilfella smits. Þar
má til dæmis nefna Spán en þar hafa
aðstæður versnað hratt undanfarið.
„Um tíma var það í skoðun að
skilgreina ekki Kanaríeyjar sem
áhættusvæði en það hefur breyst
hratt,“ segir Kamilla Sigríður Jósefs
dóttir, sérfræðingur í sóttvörnum
hjá Embætti landlæknis.
Frá 16. júlí hafa Danmörk, Finn
land, Noregur og Þýskaland verið
skilgreind sem svæði sem eru ekki
með mikla smithættu. Áður höfðu
Færeyjar og Grænland verið skil
greind sem slík frá 14. maí. Það
þýðir að íbúar þessara landa eru
undanþegnir skimun þegar komið
er til landsins. „Við erum helst með
áhyggjur af þróun mála í Þýska
landi. Stjórnvöld þar hafa komið
fram með afar ábyrgum hætti varð
andi sínar aðgerðir og upplýsinga
gjöf þannig að við treystum gögn
um þaðan og tökum ákvarðanir út
frá þeim,“ segir Kamilla.
Hún segir að ekki sé tilefni til þess
að breyta matinu varðandi Færeyjar
þrátt fyrir stórt hópsmit þar í landi
nýverið. Alls greindust 23 skipverjar
í rússneska togaranum Karelia með
smit en skipið lá við bryggju í Klaks
vík. „Það var einangrað tilvik þar
sem gripið var strax inn í og talið
ólíklegt að frekara smit hafi átt sér
stað innanlands,“ segir Kamilla. – bþ
Fylgjast náið
með Þýskalandi
Rússneski togarinn Karelia.
2 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð