Fréttablaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 32
ÞEGAR ÉG SÝNDI Í
GERÐARSAFNI VAR
SAGT AÐ ÉG VÆRI MEÐ STROK-
URNAR HANS PABBA, KRAFT-
MIKLAR OG STERKAR.
Feðg inin Balt asar og Mireya Samper sýna saman í fyrsta sinn á myndlistarsýningu sem haldin er í Litla-Kambi á Snæfellsnesi. Sýningin
stendur frá 1.-30. ágúst.
„Í fyrra var ég að skoða sýningu
Akademíu skynjunarinnar á Snæ-
fellsnesi þar sem tugir listamanna
sýndu verk sín og kom inn í Litla-
Kamb, gamla hlöðu sem hafði verið
gerð upp og var orðin að sýningar-
rými. Baldvina Sverrisdóttir list-
fræðingur var á staðnum þegar ég
kom og í samtali við hana kviknaði
hugmynd um að við pabbi myndum
sýna þarna að ári. Við höfum aldr-
ei sýnt saman áður, okkur datt það
aldrei í hug,“ segir Mireya.
Myndar eina heild
Baltasar sýnir átta verk, sem voru
máluð á síðustu tveim árum. Hann
notast við vaxtækni í myndum
sínum. Myndir hans eru stórar,
dökkar og kraftmiklar og sýna
meðal annars tröllkonur, fugla og
náttúru. „Þessar konur eru eins
konar vættir, ég sýni einnig verk
sem á að sýna síðasta örninn sem
verpti á Lóndröngum. Annars eiga
myndirnar að tala sínu máli,“ segir
Baltasar.
„Verkin sem ég ætlaði að sýna
eru föst úti í Tókýó, ég þurfti því að
hugsa og skapa ný verk fyrir sýning-
una. Þegar ég sá hvað pabbi var að
gera ákvað ég að vissu leyti að færa
mig í átt til hans. Þannig að sýningin
myndi eina heild. Til mótvægis við
dökk verk hans kem ég með birtu
og ljós verk. Ég sýni stórt og mikið
hálsmen úr silfri sem myndi ein-
mitt passa á kerlingarnar sem eru á
myndum pabba. Það verður hengt
upp í loft sem hluti af innsetningu.
Ég sýni einnig pappírsverk. Verkin
mín, eru eins og verk pabba, frá
árunum 2019-2020,“ segir Mireya.
Sýna saman í fyrsta sinn
Feðginin Baltasar og Mireya Samper halda myndlistarsýningu
á Snæfellsnesi. Eru bæði undir miklum áhrifum frá landinu.
Baltasar og Mireya á vinnustofu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Tröllaháls-
menið úr silfri
eftir Mireyu.
Kraftmiklar strokur
Spurð hvort þau hafi orðið fyrir
áhrifum hvort frá öðru segir Balt-
asar: „Þegar Mireya var lítil þá var
stofan hérna heima vinnustofan
mín, þannig að hún var mikið í
kringum mig og sá hvað ég var að
gera.“
„Maður sér ekki alltaf hvaðan
áhrifin koma en mér hefur vissulega
verið sagt að ég sé undir áhrifum frá
honum. Þegar ég sýndi í Gerðarsafni
var sagt að ég væri með strokurnar
hans pabba, kraftmiklar og sterkar,“
segir Mireya og bætir við: „Við erum
bæði undir miklum áhrifum frá
þessu blessaða landi okkar.“
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
RUM
ÚTSAL
S A
A
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
VIÐ SENDUM FRÍTT
STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL.
ALLT AÐ 60
%
AFSLÁTTUR
Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is
2 8 . J Ú L Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING