Fréttablaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.07.2020, Blaðsíða 9
Alþingi samþykkti árið 2016 þingsályk t un um aðild Íslands að Geimvísindastofn- un Evrópu. Við fyrstu sýn kemur það ef til vill spánskt fyrir sjónir að smáríki ætli sér ríka þátttöku í geim- vísindum og -tækni en Ísland á tals- verða sögu þegar kemur að könnun geimsins. Umsvif geimtækni- og vísinda er þó nokkur á Íslandi. Auk vísinda- starfs og þjónustu eru hér sprota- fyrirtæki sem byggja á þekkingar- skiptum frá geimtækni í vörur og þjónustu sem við notum í daglegu lífi. Þar má nefna sprotafyrirtækið Svarma sem samtvinnar gervi- hnatta- og drónagögn. Belgingur er alþjóðlegt veðurathugunarfyrirtæki sem sinnir veðurtengdum rann- sóknum og vöruþróun. Icesat er skráningafyrirtæki sem tekur að sér skráningarumsýslu gervihnatta. Íslensk gagnaver og jarðstöðvar safna, geyma og vinna úr gervi- hnattagögnum. Bandaríska fyrir- tækið 4th Planet Logistics er með starfsstöð hér á landi en fyrirtækið vinnur rannsóknir tengdar hýbýla- hönnun fyrir Tunglið og Mars. Eld- flaugafyrirtækið Skyrora vinnur nú að tilraunaskotum frá Íslandi. Hér- lendir háskólar eru framarlega í fjar- könnun, jarðfræði og gervigreind. Íslensk fyrirtæki og stofnanir nýta sér þá tækni og þekkingu sem til verður í kjölfar geimrannsókna til aukinnar skilvirkni, þróunar, öryggis- og umverfisverndar. Bjarni Tryggvason, geimfari hjá Geimvísindastofnun Kanada, fædd- ist á Íslandi og hefur haldið ríkum tengslum við landið. Hann er hér á landi reglulega á vegum Háskólans í Reykjavík. Fyrir fimmtíu árum skutu Frakkar fjórum eldflaugum út í geim frá Íslandi og allir geim- farar Apolló-verkefnisins þjálfuðu hér á landi. Árið 2019 var Geimvísinda- og tækniskrifstofan stofnuð eftir nokkurn undirbúning. Skrifstofan fjármagnar sig með verkefnavinnu. Markmiðið er að ýta undir þekk- ingar- og verðmætasköpun tengt þátttöku Íslands í geimvísindum. Á þeim stutta tíma sem skrifstofan hefur verið til, hefur fjöldinn allur af vísindamönnum notið stuðnings og þjónustu. Þessi auknu umsvif gera kröfu til íslenskunnar og um leið tækni- og vísindagreina sem tengjast geimnum að leggja rækt við jafn- ræði tungunnar gagnvart ensku. Okkar starf fer að mestu fram á ensku og því algengt að þegar á reynir séum við sem störfum í geim- tengdum málum öruggari á ensku en íslensku. Í sumar hefur Hugrún Hanna Stefánsdóttir íðorðafræð- ingur starfað á Geimvísinda- og tækniskrifstofunni í samstarfi við Árnastofnun við verkefni á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Starf Hugrúnar styður við þá stefnu okkar að Ísland taki þátt í geimvís- indum með íslenskuna að vopni og á forsendum okkar samfélags. Vinna Hugrúnar mun stuðla að því að nýsköpuð íðorð á sviði geim- vísinda nái dreifingu og að festa komist á orðanotkun sem svo er hvati til frekari orðsmíði og flokk- unar. Verkefnið mun jafnframt skýra hugtökin og þannig skilgreina gloppur í íslenskum íðorðaforða. Þótt ólíklegt verði að teljast að Ísland keppi í stærð við stórþjóðir geimvísindanna, Bandaríkin, Rúss- land, Japan, og Kína, er ekkert sem stoppar okkur í gjöfulu samstarfi. Geimurinn er á jaðri mannlegrar þekkingar og krefur alla, jafnvel þá stærstu, til víðtæks samstarfs. Með þátttöku í Geimvísindastofnun Evr- ópu opnast fyrir samstarf og þróun- arfé sem Ísland hefur í dag takmark- að aðgengi að. Með samstarfinu geta íslensk nýsköpunarfyrirtæki staðið á öxlum risa frá fyrsta degi. Fáum ríkjum er alþjóðastarf jafn gjöfult og Íslandi. Aðild okkar að Horizon 2020, rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, hefur skilað rúmlega tuttuguföldun á hverri krónu sem við höfum lagt til. Mikilvægi þessar aðildar er ekki hægt að ofmeta. Starf skrifstofunnar og þá sér- staklega vinna við íðorð á íslensku hefur vakið athygli og áhuga fólks. Við fögnum öllum athugasemdum og tillögum. Vonin er að sem flest orð komist í almenna notkun. Frá samræðum Hugrúnar við fagaðila og áhugafólk hefur orðið ljóst að fyrst og fremst er unnið með ensku þegar geimurinn er ræddur. Heimildir á íslensku eru fáar og dæmi er um að við sem störfum við verkefnið höfum þurft að fara aftur til tíma tungllendinganna, eða til 6. og 7. áratugarins, til að finna orða- forða. Nýjustu heimildir eru aðal- lega Stjörnufræðivefurinn og tíma- ritið Lifandi vísindi sem eru góðar en takmarkaðar. Í nýlegu útvarps- viðtali kom upp sú spurning hvort það sama ætti við í Kína og Rúss- landi þar sem geimtengd verkefni eiga sér stað, hvort þar væri enskan í forgrunni. Svo er auðvitað ekki. Margar Geimvísindastofnanir nota f leiri en eitt tungumál. Geimvís- indastofnun Kanada er tvítyngd og notar bæði ensku og frönsku. Opin- ber tungumál Geimvísindastofn- unar Evrópu eru enska, franska og þýska. Geimfarar í Alþjóða geim- stöðinni læra iðulega ensku, rúss- nesku og japönsku. Mikilvæg þátttaka Íslands í geimvísindum Atli Þór Fanndal yfirmaður Geimvísinda- og tækniskrif- stofunnar Hugrún Hanna Stefánsdóttir íðorðafræðing- ur Geimvísinda- og tækniskrif- stofunnar Það er sterk hefð á Íslandi fyrir því að standa vörð um tungumálið og mæta tækninýjungum með nýyrða- smíð í þeirri von að orðin festist í sessi og verði notuð í samfélaginu. Við viljum passa upp á málið okkar sem á undir högg að sækja og undir- búa það fyrir ágangi enskunnar sem mun óhjákvæmilega fylgja innstreymi geimtækninnar hingað til lands. Það er heiður og ánægja af því að vinna slíkt verkefni. Hér ber að nefna nokkur dæmi um orð sem við höfum þurft að glíma við. Lýsingarorðið sub-orbital nær yfir feril loftfars sem nær ekki fullri sporbraut. Skotið sjálft nær ekki æskilegum hraða til þess að viðhalda hringferð um sporbraut. Við lögðum til kastbrautar- sem íslenskt jafngildi (eignarfall af nafn- orðinu kastbraut). Kastbrautarskot og kastbrautargeimflug eru dæmi um ný orð mynduð með forliðnum kastbrautar- og gætu þau nýst í umfjöllunum um yfirstandandi eldflaugaskot hérlendis og erlendis. Orðið og afkvæmi þess hafa verið birt á samfélagsmiðlum og skemmti- legar umræður skapast. Í bók sinni Til framandi hnatta frá árinu 1958 lagði verkfræðingurinn Gísli Halldórsson til íslenska orðið hamfar fyrir multistaged rocket. Hér er átt við eldf laug sem knúin er af nokkrum þrepum og fer því hamförum á ferli sínum til geimsins. Orðið hefur ekki náð festu en þykir okkur það þjált og sérlega íslenskt. Við nýyrðamyndun þarf að hafa nokkra hluti í huga. Allar beyg- ingarmyndir orðs þurfa helst að falla að íslenskri orðnotkun. Hefð er í íslensku að orð séu gagnsæ og lýsandi. Ágætismarkmið en getur leitt af sér of langt orð sem samsett er úr mörgum liðum. Þá minnka lík- urnar á að orðið nái festu og komist í almenna notkun. Í þeim tilvikum er þjált og nytsamlegt orð ef til vill betra. En hvers vegna geimurinn og hvers vegna núna? Umsvif eru hratt að aukast. Ísland býður upp á kjöraðstæður fyrir prófanir þökk sé öfgakenndri veðráttu, hraunhellum og líkingu íslenska hálendisins við yfirborð Mars. Auknum umsvifum fylgir aukin umfjöllun og Íslend- ingar vilja geta rætt þetta á sínu máli en þá þurfa almenningur og fjölmiðlar að hafa nytsamleg orð innan handar. Förum með íslenskuna út í geim- inn. Fyrir fimmtíu árum skutu Frakkar fjórum eldflaugum út í geim frá Íslandi og allir geimfarar Apolló-verkefnis- ins þjálfuðu hér á landi. Fulltrúar skoska geimferðafyrirtækisins Skyrora heimsóttu Ísland í janúar. MYND/HANNES ÁRNI HANNESSON Fáðu faglega aðstoð lyafræðings Komdu eða pantaðu tíma í síma 517 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Þekkirðu lyn þín? LYFSALINN GLÆSIBÆ Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími 517 5500 www.lyfsalinn.is lyfsalinn@lyfsalinn.is OPNUNARTÍMI Mán.- fös. kl. 08:30-18:00 GLÆSIBÆ S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 2 8 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.