Fréttablaðið - 29.07.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0
Í SUMARDRY
KK
IN
N
SÍTRÓ
NA
DRYKK!
SUMAR
Töfraðu fram ...
n Já
72,3%
n Nei
27,7%
Telur þú að sameina megi einhver
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu?
✿ Íbúar höfuðborgarsvæðis
Sumarið hefur verið gott fyrir allan gróður. Á Árbæjarsafni var unnið að því í gær að snyrta á svæðinu, meðal annars með grasslætti og heyhirðu við torf hús sem þar er. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SVEITARSTJÓRNARMÁL Rúmlega
70 prósent íbúa á höfuðborgar-
svæðinu sem taka afstöðu, telja að
sameina megi einhver sveitarfélög
á svæðinu.
Þetta sýna niðurstöður nýrrar
könnunar sem Zenter rannsóknir
gerðu fyrir Fréttablaðið.
„Mér finnst þessar niðurstöður
ekki benda til þess að þetta sé mjög
brýnt mál í hugum fólks. En íbúar
á svæðinu virðast vera opnir fyrir
því að þetta verði skoðað,“ segir
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í
Hafnarfirði og formaður Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu.
Hún segist ekki hafa fundið fyrir
áhuga eða þrýstingi frá íbúum um
sameiningu á svæðinu undanfarin
ár, hvorki sem bæjarstjóri né for-
maður SSH.
„En þetta er kannski líka ákall
um meiri samvinnu þar sem hægt
er að hagræða og reka hlutina oft
betur saman en í sundur. Það á ekki
alltaf við, en á oft við. Slík samvinna
hefur verið að aukast jafnt og þétt
á undanförnum árum milli sveitar-
félaganna innan SSH.“
Rósa segir að það sé merkilegt að
áhuginn virðist vera meiri eftir því
sem íbúafjöldi sveitarfélagsins er
meiri.
Þeir sem svöruðu því játandi að
sameina mætti einhver sveitar-
félögin, voru einnig spurðir um
hvaða sveitarfélög það ættu að
vera. Flestir nefndu sameiningu
allra sveitarfélaganna, eða tæpur
helmingur hópsins.
„Það kemur engin afgerandi nið-
urstaða, finnst mér, hvaða sveitar-
félög ættu að sameinast. Það yrðu
alltaf að vera viðkomandi sveitar-
félög og íbúar sem þyrftu að taka
upp það samtal,“ segir Rósa.
Þótt fólk sé opið fyrir því að ein-
hvers konar sameining verði rædd
og skoðuð, segir Rósa ekki vera
hreinar línur hvernig það ætti að
gerast og af hverju.
„En þetta styður í raun við það
sem hefur verið að gerast á vett-
vangi SSH. Það er að aukast sam-
starf í hinum ýmsu málaflokkum.“
– sar/sjá síðu 4.
Vilji til að skoða sameiningu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi einhver sveitarfélög á svæðinu.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði og formaður SSH, segir niðurstöðurnar kannski ákall um frekari samvinnu.
UMHVERFISMÁL „Ég er alltaf að
leita að meira efni til að f lytja út,“
segir Jón Þórir Frantzson, forstjóri
Íslenska gámafélagsins, sem flytur
um 1.500 tonn af almennu sorpi
út í hverjum mánuði til orkufram-
leiðslu.
Útflutningur einkaaðila á sorpi
hefur aukist mikið og nú hefur
Sorpa slíkt til skoðunar. Þykir ein-
sýnt að útf lutningur á almennu
sorpi muni aukast næstu misseri.
Helgi Þór Ingason, framkvæmda-
stjóri Sorpu, áætlar að allt að 60 til
70 þúsund tonn af sorpi héðan gætu
endað í erlendri orkuvinnslu. – thg
Útflutningur
á Sorpi eykst
Jón Þórir
Frantzson