Fréttablaðið - 29.07.2020, Side 10

Fréttablaðið - 29.07.2020, Side 10
Hlýðniskylda í lögum í 20 ár Í lok 20. aldar fékk lögregla heimild til að fjarlægja fólk af opinberum svæðum til að halda uppi alls- herjarreglu. Refsivert varð að óhlýðnast lögreglu og síðan hafa tugir mótmælenda verið sakfelldir fyrir óhlýðni. Stjórnarskrárákvæði um tjáningar- og fundafrelsi hafa verið látin víkja. Tveir voru ákærðir nú í júní og fjölmargir þar á undan. Yfir hundrað voru handteknir í mótmælum á Kárahnjúkum á árunum 2005 til 2007. Að lokum voru 34 dæmdir, meðal annars fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Fengu hin dæmdu sekt eða skilorð. Hópur mótmælenda lokaði veginum að Hellisheiðarvirkjun haustið 2009. Fjögur voru ákærð og dæmd fyrir óhlýðni við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fá réttarhöld hafa vakið jafn miklar tilfinningar og í máli þeirra níu sem voru ákærð fyrir alvarleg brot gegn lög- reglu og Alþingi í Búsáhaldabyltingunni. Þau voru m.a. sakfelld fyrir óhlýðni við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lárus Páll Birgisson var tvívegis sakfelldur fyrir mótmæli fyrir utan Bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Í fyrra skiptið var fundið að því við Lárus að hann væri fyrir innan blómaker sem mark- aði sendiráðslóðina. Honum var ekki gerð refsing þá. Í síðara skiptið gæti hann þess að virða mörk blómakersins en það dugði ekki til og hann var ákærður og sektaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Níu voru dæmd fyrir óhlýði við lögreglu í Gálgahrauni haustið 2013. Hæsti- réttur frestaði refsingunni héldu sakamennirnir skilorð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.