Fréttablaðið - 18.08.2020, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 7 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/mitsubishisalur
L200 INTENSE
FJÓRHJÓLADRIFINN
HARÐJAXL
33" breyttur
• Sítengt fjórhjóladrif
• Hátt & lágt drif
• Sjálfskiptur
• Breytingapakki
• Dráttarbeisli
• Heithúðun á palli
Tilboðsverð 7.290.000 kr.
35" uppfærsla 1.300.000 kr.
Við Skógafoss fóru ferðamenn um í kippum og gættu vel að sóttvörnum þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði. Þessi draumkennda mynd sýnir vel fegurð umhverfisins við foss-
inn sem áfram fellur daga og nætur, ár og öld og sogar að sér ferðafólk hvaðanæva úr heiminum. Ævintýralegt umhverfið er svo fullkomnað með leik ljóssins í úðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÁVARÚTVEGUR „Þessi skýrsla
dregur það skýrt fram að íslenskt
útgerðarfyrirtæki er tilbúið að
greiða meira fyrir aðgang að auð-
lindinni í Namibíu en hér,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, um skýrslu
sjávarútvegs- og landbúnaðarráð-
herra um samanburð á greiðslum
Samherja fyrir veiðiheimildir á
Íslandi og í Namibíu.
Skýrslan var birt í gær en Þor-
gerður Katrín lagði fram skýrslu-
beiðnina ásamt 17 öðrum þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar í
febrúar. Nokkrar deilur spruttu um
skýrslubeiðnina og greiddu þing-
menn Sjálfstæðisf lokksins til að
mynda atkvæði ýmist gegn henni
eða sátu hjá.
Í skýrslunni, sem var unnin af
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands,
eru veiðigjöld Samherja annars
vegar á Íslandi og hins vegar í Nam-
ibíu borin saman með því að reikna
þau sem hlutfall af meðalverði afla.
Á árunum 2012 til 2017 greiddi
Samherji í kringum eitt prósent af
meðalverði afla í veiðigjöld í Nam-
ibíu. Lögum var hins vegar breytt
þannig að nú hefur hlutfall veiði-
gjalda verið fest sem 10 prósent af
aflaverðmæti. Þannig greiddi Sam-
herji meira í veiðigjöld í Namibíu en
á Íslandi árið 2018, eða 10 prósent á
móti 8,4 prósentum. Fyrir árin 2012
til 2017 nam hlutfallið á Íslandi hins
vegar á bilinu 5-15 prósentum.
„Menn hljóta að fara að spyrja sig
af hverju íslensk útgerð er tilbúin
að greiða meira fyrir tímabundinn
aðgang að auðlindinni í Namibíu
heldur en ótímabundinn aðgang
hér,“ segir Þorgerður Katrín.
Hún bendir á að inni í tölunum
fyrir Namibíu sé ekki að finna þær
viðbótarfjárhæðir sem greiddar
hafa verið þar fyrir veiðiheimildir.
Þá virðist það ekki hafa snert fyrir-
tækið að veiðigjöld í Namibíu hafi
stórhækkað. Áhugi á veiðum þar sé
engu að síður til staðar.
„Skýrslan dregur líka fram það
sem við þurfum að gera. Það þarf
breytingar á kerfinu til að öðlast
traust. Við erum ekki að tala um að
kollvarpa því heldur um eðlilega,
sanngjarna og réttláta uppfærslu á
kerfinu.“
Það þurfi að auka gagnsæi í verð-
lagningu sem sé ekkert í dag. „Það
þarf helst að láta markaðinn ákveða
verðið. En við þurfum líka skýrt
auðlindaákvæði sem er eitthvert
bit í en ekki svona grútmáttlaust
eins og stjórnarflokkarnir auk Mið-
flokksins eru að leggja til.“
Þorgerður Katrín segir skýrsluna
einnig varpa ljósi á það að frá árinu
2013 hafi veiðigjöld á Íslandi sem
hlutfall af af laverðmæti lækkað
verulega. – sar
Skýrslan dragi fram þörf á breytingum
Formaður Viðreisnar segir að svara verði spurningunni hvers vegna Samherji sé tilbúinn að greiða mun meira fyrir tímabundnar
veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar á Íslandi. Skýrsla um samanburð á veiðigjöldum Samherja í löndunum hefur verið birt.
Við erum ekki að
tala um að koll-
varpa því heldur um eðli-
lega, sanngjarna
og réttláta
uppfærslu á
kerfinu.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir