Fréttablaðið - 18.08.2020, Qupperneq 2
Veður
Norðaustanátt 5-13 og skýjað
að mestu í dag, hvassast vestan
til. Líkur á þoku við ströndina
á Norður- og Austurlandi, og
síðdegisskúrum suðvestan til.
Heldur kólnandi veður.
SJÁ SÍÐU 14
Sumardagarnir vel nýttir
Þessi ofurhugi nýtti blíðviðrið sem ríkti á suðvesturhorninu í gær til þess að láta vélbát draga sig á sjóbretti í sjónum skammt frá Sólfarinu við
Sæbraut. Í bakgrunninum gengur lífið sinn vanagang og byggingarframkvæmdir á Kirkjusandsreitnum eru í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
ára
H E I L B R I G Ð I S M Á L E it t hel s t a
umræðuef ni helgar innar var
færsla inn á Matartips!, einum
vinsælasta Facebook-hóp lands-
ins. Í færslunni var fullyrt að 120
einstaklingar leituðu á bráða-
móttöku árlega vegna óhappa
sem orsakast af að skera í sundur
frosnar beyglur.
Óhætt er að segja að umræðan
hafi vakið mikla athygli og í kjöl-
farið rigndi inn reynslusögum frá
Íslendingum sem margir hverjir
höfðu meitt sig illa við að skera í
sundur brauðmetið og sumir oftar
en einu sinni.
Beindust spjótin sérstaklega að
beyglum frá Myllunni sem voru
sagðar illa skornar og af leiðing
þess væri sú að fólk væri að slasa
sig við að ná þeim í sundur. Svo fór
að Myllan sendi frá sér yfirlýsingu
vegna málsins.
Í henni kom fram að starfsfólki
Myllunnar þætti afar leitt að heyra
af slysunum en að illmögulegt
væri að skera beyglurnar betur. Þá
myndi þurfa að handpakka þeim
í poka sem myndi þýða mikinn
aukakostnað fyrir fyrirtækið. Betri
skurður myndi því mögulega þýða
hærra verð á vörunni.
Þá hvatti Myllan viðskiptavini
til að af þíða beyglurnar áður en
þær væru skornar, til dæmis með
því að taka þær úr frysti nokkrum
mínútum fyrir neyslu.
Helga Rósa Másdóttir, hjúkr-
unardeildarstjóri bráðamóttöku
Landspítalans, segir að spítalinn
haldi ekki nákvæma tölfræði yfir
hvað það sé sem valdi hvers konar
slysum. Hins vegar sé það tilfinn-
ing hennar að 120 beygluslys á ári
sé ekki fjarri sannleikanum.
„Þetta eru því miður mjög algeng
óhöpp,“ segir Helga Rósa. Hún
segir að beyglur séu þó ekki eini
sökudólgurinn, það sama gildi
líka um hinn vinsæla ávöxt avó-
kadó. „Fólk er ekki síður að skera
sig á honum. Hann og beyglurnar
eru auðvitað mjög vinsælir hlutir
á morgunverðarborðum lands-
manna. Ég myndi segja að var-
ahugaverðasti tíminn fyrir slík slys
séu fyrir hádegi á sunnudögum. Þá
eru puttar landsmanna í hættu,“
segir Helga Rósa.
bjornth@frettabladid.is
Beyglur og avókadó
skeinuhætt fingrum
Algeng ástæða þess að fólk leitar sér hjálpar á bráðamóttöku er vegna slysa
sem verða við að skera í sundur beyglur og avókadó. Einkum eru það sunnu-
dagsmorgnar sem eru varhugaverður tími að sögn hjúkrunardeildarstjóra.
Helga Rósa Másdóttir hjúkrunardeildarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
STJÓRNSÝSLA Áætlað er að um þrjú
hundruð alþjóðasamningar sem
Ísland hefur fullgilt að þjóðarétti
frá árunum 2007-2018 bíði þess að
vera birtir í Stjórnartíðindum. Þetta
kemur fram í svari utanríkisráð-
herra við fyrirspurn þingmannsins
Andrésar Inga Jónssonar.
Í svarinu kemur fram að síðasta
áratug hafi dregið úr birtingu þjóð-
réttarsamninga í C-deild Stjórnartíð-
inda. Helsta ástæðan er sögð að eftir
efnahagshrunið hafi dregið verulega
úr fjárveitingum til slíkra verkefna.
Þó sé forgangsraðað og samning-
ar til dæmis um upplýsingaskipti og
tvísköttunarmál verið birtir. Allir
samningar sem hafi verið fullgiltir
hafi verið þýddir á íslensku en þeir
séu að meðaltali 25 til 30 á ári. – sar
Fjöldi óbirtra
samninga
SAMFÉLAG „Ég er búinn að svipast
um eftir honum í meira en mánuð.
Ég er afar ánægður með að hafa náð
honum loksins,“ segir Ólafur Örn
Ólafsson sem í gær handsamaði jap-
anskan koi-fisk í Elliðaánum.
Í júnílok var greint frá því að
blaðamaðurinn Svavar Hávarðar-
son hefði rekið augun í koi-fisk í
ánni og vöktu þau tíðindi nokkra
athygli. Sérstaklega hjá Ólafi en
hann þekkir tegundina vel.
„Ég er með 100 þúsund lítra tjörn
í garðinum og einhverja sextíu fiska
þar. Ég tók því þennan, setti hann í
smá lyfjabað og núna er hann kom-
inn í tjörnina og unir sér vel.“
Ólafur segir að koi-fiskar geti gert
mikinn usla í lífríki eins og Elliða-
ánum. „Þeir eru frekir og ryksuga
upp hrogn og seiði annarra fiska.
Það hefur einhver vitleysingur
sleppt honum í ána og mér brá við
þau tíðindi,“ segir Ólafur. – bþ
Handsamaði koi-fisk í Elliðaánum
Fiskurinn sem Ólafur Örn Ólafsson handsamaði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þá eru puttar
landsmanna í
hættu.
1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð