Fréttablaðið - 18.08.2020, Síða 9

Fréttablaðið - 18.08.2020, Síða 9
Það hefur aðeins einu sinni gerst í heiminum að dóm- stólar hafa ógilt almennar kosningar, en það var þegar Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til Stjórnlaga- þings. Tilhlökkun fylgir fyrsta skóla-degi nýs skólaárs, yfirleitt blönduð kvíða og eftirvænt- ingu vegna ársins sem fram undan er. Vegna COVID-19 heimsfarald- ursins var skólum lokað í skyndi og því hefur það sérstaka þýðingu „að fara aftur í skólann“ þetta haustið. Norrænir nemendur eru lánsamir enda þótt ekki sé víst að þeir kunni að meta það að vera dregnir á fætur til að koma sér í skólann. Ráðstafanir til að hefta framrás COVID-19 leiddu til þess í apríl að skólum var lokað fyrir 1,6 milljörð- um barna og ungmenna eða um 90% af heildarfjölda nemenda í heim- inum öllum. Þessi fjöldi bætist við þær 250 milljónir barna sem voru ekki í skóla áður en heimsfaraldur- inn hóf innreið sína. Yfirvofandi efnahagssamdráttur á heimsvísu og aukin fátækt vegna heimsfarald- ursins gætu leitt til þess að nærri tíu milljónir barna neyðist til að hætta alveg í skóla fyrir árslok og milljónir munu verða eftir á í námi. Með því að fara ekki í skólann tapast líka skólamáltíðir; nærri 350 milljónir barna missa einu heitu máltíðina sem þau fá daglega. Truflun á námi hefur alvarlegar langtímaafleiðingar, einkum fyrir viðkvæmustu hópana, t.d. stúlkur, flóttafólk, vegalaus börn og farand- börn og þá sem lifa með fötlun. Fyrir þessa hópa er menntun oft líflína. Heimssjóðurinn Education Cannot Wait, sem sinnir menntun í neyðarástandi, veitir börnum þar sem krísuástand ríkir aðgang að menntun, með stuðningi allra Norðurlandanna. Enn fremur hafa Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Alþjóðabankinn og alþjóðasamstarf um menntun (e. Global Partnership for Education) unnið að þessu verk- efni. Við þurfum að tryggja jöfn tæki- færi til menntunar fyrir alla. Eink- um fyrir stúlkur sem eru tvisvar sinnum líklegri til að hætta í skóla á stöðum þar sem átök standa yfir og í kjölfar þeirra og þurfa almennt að yfirstíga f leiri hindranir til að njóta menntunar en drengir. Þegar skólum er lokað eykst hættan á að stúlkur verði fyrir heimilisofbeldi, séu þvingaðar í hjónabönd snemma og verði þungaðar á unglingsaldri. Því er sérlega mikilvægt að tryggja að stúlkur snúi aftur í skóla þegar þeir verða opnaðir á ný. Grunnþjónusta á borð við renn- andi vatn og hreinlætisráðstafanir er mikilvægur þáttur í því að tryggja að hægt sé að opna skólana aftur með öruggum hætti. Við þurfum líka að finna nýjar kennsluleiðir, til dæmis í gegnum netið. Eins og er hefur um helmingur af íbúum heimsins ekki aðgang að netinu. Við þurfum staf- rænar lausnir og betri tengingar til að hægt sé að ná til allra barna. Fólk án nettengingar er fjölmennast í þeim löndum sem eru skemmst á veg komin í þróun, einkum Afr- íkulöndunum sunnan Sahara og í löndum Suður-Asíu. Við fögnum því framtaki Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna að sjá 500 milljónum barna fyrir stafrænni kennslu fyrir lok næsta árs og 3,5 milljörðum barna eigi síðar en 2030, auk þess að nettengja alla skóla í heiminum. Þetta verður mikil áskorun þar sem engan má skilja eftir. Á þessum erfiðu tímum er mikil- vægt að standa vörð um fjárframlög til menntunar á meðan COVID-19 krísan stendur yfir og auka, þar sem hægt er, opinber framlög til mennt- unar til að tryggja að öll börn hafi ókeypis aðgang að góðri menntun eigi síðar en 2030 í samræmi við heimsmarkmiðin um sjálf bæra þróun. Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróunarsamvinnu okkar. Í heiminum í dag er menntun grundvallarundirstaða í lífinu, óháð því hvaðan fólk kemur. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í friðsælum og efnahagslega samkeppnis- hæfum jafnréttissamfélögum. Við, ráðherrar Norðurlandanna, trúum á menntun fyrir alla, alltaf og alls staðar. Allir í skólann! Aftur í skólann í miðjum heimsfaraldri – Menntun fyrir alla, alltaf og alls staðar Peter Eriksson ráðherra alþjóðlegrar þróunarsamvinnu, Svíþjóð Rasmus Prehn ráðherra þróunar- samvinnu, Danmörku Ville Skinnari ráðherra þróunarsamvinnu og utanríkisviðskipta, Finnlandi Dag-Inge Ulstein ráðherra alþjóðlegra þróunarmála, Noregi Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunar- samvinnuráðherra, Íslandi Nýlega lauk talningu atkvæða til þingkosninga í Hvíta- R ú s s l a n d i . A l e x a n d e r Lúkasjenkó sigraði með miklum yfirburðum. Hann hafði gætt þess vandlega að engir utanaðkomandi eftirlitsaðilar fylgdust með kosning- Hefur Ísland haldið ÖSE frá kosningum líkt og Hvíta-Rússland? Andrés Magnússon læknir unum, til dæmis var Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) algerlega haldið utan við kosn- ingarnar. ÖSE fylgist með flestum almennum kosningum í Evrópu og íbúar Hvíta-Rússlands óttuðust að vonlaust yrði að fá heiðarlegar kosningar fyrst ÖSE fékk ekki að fylgjast með. Hvíta-Rússland er talið vera „síðasta einræðisríkið“ í Evrópu og með frumstæðasta lýð- ræðið, til dæmis er það eina landið í Evrópu sem ekki hefur samþykkt mannréttindasáttmála Evrópu. Það er fáheyrt að ríki í Evrópu biðji grímulaust ÖSE að halda sig frá kosningum, en þó hefur það einu sinni áður gerst í sögu Evrópu, en það var þegar Ísland afþakkaði að ÖSE fylgdist með kosningum til stjórnlagaþings árið 2010. Það hefur aðeins einu sinni gerst í heiminum að dómstólar hafi ógilt almennar kosningar, en það var þegar Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til Stjórnlagaþings. Und- irritaður var kosinn til Stjórnlaga- þings og sætti sig ekki við þessar gerræðislegu aðferðir sem beitt var á hinu einangraða og frumstæða Íslandi. Hann hafði því samband við ÖSE til þess að athuga hvort þeir gætu lagt mat á það hvort kosning- arnar hefðu verið það gallaðar að það hefði þurft að ógilda þær alger- lega. Í símanum var vonsvikinn starfsmaður ÖSE sem sagði að því miður hefðu Íslendingar afþakkað að ÖSE kæmi til þess að fylgjast með kosningunum og því myndi ÖSE ekki geta lagt neitt mat á kosn- ingarnar. Síðan hef ég í 10 ár verið að velta því fyrir mér hver hinn íslenski Lúkasjenkó var sem hélt ÖSE frá Íslandi á ögurstundu á hinu stutta lýðræðisæviskeiði Íslands. Ég vil benda öllum blaðamönnum sem hafa áhuga á lýðræðismálum á að samkvæmt stjórnsýslulögum geta þeir kallað eftir öllum gögnum er þetta mál varðar frá íslenskum stjórnvöldum og einnig er hægt að reyna að nálgast gögn um þetta mál á skrifstofu ÖSE. Áttu rétt – en ert ekki búinn að sækja um? Hægt er að sækja um stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti til og með 20. ágúst 2020 vegna launagreiðslna í maí, júní og júlí. Eftir það verður ekki tekið við umsóknum vegna þeirra mánaða. Umsóknarfrestur um lokunarstyrki til handa þeim sem var gert að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaraðgerða rennur út 1. september 2020. Allar nánari upplýsingar eru á skatturinn.is Sótt er um á þjónustuvef skatturinn@skatturinn.is 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Við á Norðurlöndunum skuldbindum okkur áfram til að leggja fjármagn til menntunar í gegnum þróun- arsamvinnu okkar. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.