Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 10
Sumar ákvarðanir
hafa þegar verið
teknar og aðrar munum við
taka á næstu dögum.
Josep Maria Bartomeu,
forseti Barcelona
FÓTBOLTI Óhætt er að segja að
knattspyrnuliðið Barcelona standi á
tímamótum og mikil uppstokkun í
vændum. 8-2 tap þeirra fyrir Bayern
München í meistaradeildinni á
föstudag var enginn venjulegur fót-
boltaleikur. Þegar þýska liðið raðaði
inn marki eftir marki leitaði hugur
margra vafalaust aftur til ársins
2014 þegar þýska landsliðið ger-
sigraði Brasilíumenn 7-1 á þeirra
eigin heimavelli.
Bayern München var vissulega
talið sigurstranglegasta liðið sem
eftir var í keppninni. En svona tölur
eiga ekki að geta sést þegar tveir
risar mætast. Það er eitthvað meira í
gangi. Bayern München hefur aldrei
skorað átta mörk í einum leik meist-
aradeildarinnar og ekkert lið hefur
áður gert það í útsláttarleik. Barce-
lona hafði aldrei fengið á sig fjögur
mörk í einum hálf leik meistara-
deildarinnar, hvað þá báðum hálf-
leikjum. Þetta er versta tap þeirra
síðan 1946.
Þó að enginn hafi átt von á slíku
hruni voru einhverjar viðvörunar-
bjöllur byrjaðar að hringja. Barce-
lona átti af leitt tímabil á Spáni, á
þess mælikvarða. Liðið náði aðeins
82 stigum og skoraði aðeins 86
mörk, versta frammistaðan frá
árinu 2008, þegar Lionel Messi var
aðeins tvítugur. Þetta var líka fyrsta
tímabilið síðan þá þar sem klúbbur-
inn landar engum titli, hvorki deild,
bikar né í Evrópukeppni. Til marks
um hversu ójöfn spænska deildin er
orðin, risunum tveimur í hag, náði
Barcelona þó öðru sætinu.
Öllum er ljóst að Barcelona þarf á
algerri yfirhalningu að halda, vilji
liðið áfram keppa við Real Madrid
og önnur stórveldi Evrópu um doll-
ur. Nýtt blóð og nýja hugsun þarf í
liðið. Til að það megi gerast verður
að fara í blóðugan niðurskurð og
fyrsta fórnarlambið var tilkynnt
á sunnudag, knattspyrnustjórinn
Quique Setien. En hann hafði aðeins
stýrt liðinu í átta mánuði.
Því miður fyrir Barcelona þarf
liðið að hafa hraðar hendur til að
byggja nýtt lið, og satt best að segja
er ekki líklegt að því takist það í
aðeins einum skiptaglugga. Vegna
heimsfaraldursins riðlast allt
deildarfyrirkomulagið og innan
við mánuður er í fyrsta deildar-
leik á nýju tímabili á Spáni. Undir-
búningstímabilið hefst eftir aðeins
tvær vikur og nýir leikmenn verða
að hafa tíma til að spila sig saman.
Fyrsta skrefið er að ráða nýjan
þjálfara til að móta næsta tíma-
bil. Strax eftir tapið á föstudag var
farið að tala um Argentínumanninn
Mauricio Pochettino, sem stýrði
Tottenham Hotspur með glæsibrag,
sem arftaka en hann er án liðs eins
og er. Það breyttist f ljótlega og nú er
talið nær öruggt að Hollendingur-
inn Ronald Koeman taki við. Hann
varð goðsögn hjá Barcelona þegar
hann tryggði þeim Evróputitilinn
árið 1992 með glæsilegu auka-
spyrnumarki í uppbótartíma.
Koeman er nú knattspyrnustjóri
hollenska landsliðsins, en valið á
honum gefur til kynna að Barcelona
horfi ekki til langs tíma. Hann hefur
stýrt alls 10 liðum á 20 ára tímabili
og stoppar sjaldan lengi við.
Þá er komið að leikmönnunum
sjálfum en samkvæmt spænsku
fréttasíðunni Sport verður bruna-
útsala hjá Barcelona á komandi
vikum enda launakostnaðurinn hjá
félaginu sá hæsti í heimi. Sagt er að
aðeins fimm leikmenn hafi fengið
staðfestingu á öruggri framtíð
hjá félaginu. Það eru Lionel Messi,
markvörðurinn Marc-Andre Ter
Stegen, miðjumennirnir ungu
Frenke de Jong og Riqui Puig, og
loks hinn 17 ára kantmaður Ansu
Fati.
Aðrir eru falir. Þar á meðal stór-
stjörnur eins og Antoine Griez-
mann, Jordi Alba, Ousmane Dem-
bele, Ivan Rakitic og Gerard Pique.
Efstur á sölulistanum er framherj-
inn Luis Suarez, sem hefur raðað
inn mörkunum fyrir Barcelona á
undanförnum árum, en er orðinn
33 ára gamall. Hann hefur meðal
annars verið orðaður við Ajax,
Inter Miami í Bandaríkjunum og
katarska liðið Al Arabi sem Heimir
Hallgrímsson stýrir.
Manchester United er sagt það lið
sem áfjáðast er í að gera kjarakaup
á brunaútsölunni. Liðið hefur verið
á uppleið en tap gegn Sevilla í Evr-
ópudeildinni sýndi að liðið skortir
dýpt og gæði til þess að keppa við
þá bestu, á Englandi og í Evrópu, á
næsta tímabili. Fjórir leikmenn eru
í sigti Manchester-manna, áður-
nefndir Rakitic og Dembele, og
Arturo Vidal og Samuel Umtiti.
En þó að framtíð Lionel Messi sé
tryggð af hálfu Barcelona þýðir það
ekki að hann verði lengur þar. Sam-
kvæmt spænskum blöðum hefur
argentínska stórstjarnan nú þegar
beðið um að vera seld frá félaginu og
sagt er að Messi sé mjög ósáttur við
þann skort á uppbyggingu sem hafi
verið undanfarin ár. Hafa verður í
huga að hann á aðeins eitt ár eftir af
samningi sínum.
Erfitt er að ímynda sér Barcelona
án Messi, fyrirliðans sem ólst þar
upp og hóf að spila með aðalliðinu
fyrir sextán árum. Hann hefur
spilað alls 763 leiki fyrir félagið
og skorað 645 mörk. Að Messi vilji
fara núna, 33 ára gamall, er frekar
undarleg tilhugsun og hvert þá?
Fari Messi frá Barcelona virðast
tveir áfangastaðir líklegastir, Inter
Milan og Manchester City. Bæði
lið eru áfjáð í að fá hann og myndu
greiða stjarnfræðilegar upphæðir,
þrátt fyrir að hann sé kominn á
aldur. Færi hann til Inter myndi
hann mæta sínum forna fjanda
Cristiano Ronaldo, leikmanni
Juventus, á nýjan leik. En hjá City
myndi hann hitta sinn gamla stjóra
Pep Guardiola og fá að spreyta sig
í stærstu knattspyrnudeild heims.
Aðrir klúbbar sem hafa verið
nefndir eru meðal annars Paris St.
Ger main, Manchester United, Liver-
pool og Newell’s Old Boys í Argent-
ínu, þar sem hann spilaði sem barn.
En til að búa til nýtt lið er ekki nóg
að losa sig við hið gamla, það þurfa
jú einhverjir að spila fyrir liðið. Einn
helsti gallinn á liðinu undanfarin ár
hefur verið skorturinn á uppöldum
lykilmönnum. Liðið sem oft hefur
verið talið það besta í sögunni, og
vann meðal annars þrennu árin
2009 og 2015, var að stórum hluta
byggt í kringum uppaldar stjörnur,
Xavi, Iniesta, Sergio Busquets,
Pedro og Pique. Að ógleymdum
Messi. Í dag reiðir liðið sig frekar á
aðkeyptar stjörnur og þær uppöldu
eldast. Ef rætist úr leikmönnum eins
og Puig, Fati og Alex Collado gæti
framtíðin orðið björt.
„Sumar ákvarðanir hafa þegar
verið teknar og aðrar munum við
taka á næstu dögum. Tilkynningar
verða gerðar strax í næstu viku, en
einhverjar ákvarðanir munu bíða
þangað til ástandið róast,“ sagði
Josep Maria Bartomeu, forseti
félagsins.
Þegar er á kreiki orðrómur um
að Barcelona muni reyna að kaupa
þekktar stórstjörnur og nota jafn-
vel eigin leikmenn sem skiptimynt.
Helst ber að nefna Brasilíumanninn
Neymar sem fór frá félaginu árið
2017. Einnig nöfn eins og Kylian
Mbappe, Ngolo Kante og Sadio
Mane. kristinnhaukur@frettabladid.is
Aðeins fimm
leikmenn með
öruggt pláss
Örfáir leikmenn Barcelona eru með öruggt sæti í
liðinu á næsta tímabili eftir sögulegt og afhjúpandi
tap liðsins fyrir Bayern München í meistaradeild-
inni á föstudaginn. Lionel Messi segist vilja fara
frá liðinu og því er óljóst hverjir munu leika með
liðinu á næsta tímabili. Víst er að breytinga er þörf.
Messi í sárum eftir tapið á föstudag og framtíð hans hjá félaginu er nú óljós. MYND/EPA
1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT