Fréttablaðið - 18.08.2020, Page 12

Fréttablaðið - 18.08.2020, Page 12
Ég mála í bílskúrnum heima og í sannleika sagt er það mín kirkja. Það er minn staður með Guði og ég bið heil- agan anda að vera með mér og veita mér innblástur og blessa myndirnar sem ég geri til þeirra sem þær eru ætlaðar. Náttúran og okkar fallega land er það sem ég hugsa hvað mest um og svo hlusta ég á lofgjörðartónlist á meðan ég mála,“ segir listakonan, fyrirsætan og sjö barna mamman Ósk Norðfjörð á vinnustofunni þar sem hún býr við stórfeng- legt útsýni yfir borgina, dalinn, f lóann og jökulinn frá heimili sínu í Efra-Breiðholti. Ósk hefur í sumar vakið athygli fyrir einstök og undurfögur lista- verk sem hún málar með akrýl- litum á striga. „Ég byrjaði að þreifa fyrir mér á striganum fyrir um ellefu árum en það sem fékk mig til að byrja aftur að mála var föndur með börnunum mínum þegar samkomu bannið stóð sem hæst vegna COVID-19 í vor. Þá fannst mér rétti tíminn kominn til að taka upp pensilinn að nýju og aðstaðan sem ég hef núna hentar mér vel til að sinna málara- listinni.“ Vill gleðja augu listunnenda Ósk kveðst alltaf hafa verið skapandi og listelsk og viljað gera umhverfið sitt fallegt. Í málaralist- inni er hennar eigin fagri bragur. „Já, ég er ekki að reyna að herma eftir neinum og nota ein- göngu tækni sem ég hef þróað með sjálfri mér. Sú aðferð heitir ekkert sérstakt. Ég hef bara prófað mig áfram með eigin aðferðum og útkoman er þessi,“ segir Ósk innan um mögnuð málverk sem bera fegurðarskyni hennar og innsæi fyrir samspili lita fagurt vitni. „Viðtökurnar hafa verið frá- bærar og mér finnst virkilega gaman að vinna með fólki að verkum því ég mála einnig sér- pantanir með litavali. Ég reyni eftir fremsta megni að koma til móts við óskir fólks og vil að listunnendur fái í hendurnar verk sem gleðja augu þeirra og setja fallegt yfirbragð á heimili þeirra,“ segir Ósk, sæl innan um trönur, pensla og málningu. „Mér líður vel þegar ég mála því það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef fyrir stafni og ég geri það svo sannarlega ánægjunnar vegna.“ Leiðist aldrei á stóru heimili Ósk er mörgum kunn síðan hún var módel fyrr á árum en líka fyrir að vera margra barna móðir auk þess sem hún hefur keppt í fitness og rekur mannmargt heimili. Ósk sigraði meðal annars í bikiní- flokknum 35 ára og eldri á Iceland Open-mótinu árið 2018, sem og opna hæðarflokkinn í -168 cm. „Ég er nú engin ofurkona en ég hef alltaf verið dugleg. Þetta hefst allt með því að reyna að gera sitt besta á hverjum degi,“ segir hún brosandi. „Á stóru heimili má segja að það sé alltaf líf og fjör og það er alltaf nóg að gera. Mér leiðist allavega aldrei en mála oftast þegar komin er ró yfir heimilislífið á kvöldin,“ segir Ósk, hin rólegasta þótt annríkið sé mikið og margt í heimili. „Ég á sjö börn, fimm stráka og tvær stelpur, og sjö dýr, þrjá hunda og fjóra ketti. Það er því nóg fyrir alla að knúsa og það er alltaf pláss í hjarta mínu því það er ekkert betra í þessu lífi en að elska,“ segir Ósk sem átti sér alltaf draum um stóra fjölskyldu og barnaskara. „Mamma mín átti fjögur börn með mjög stuttu millibili og ég elskaði að vera hluti af stórum hópi. Ég sagðist snemma ætla að eignast fleiri börn en mamma og ég elskaði litlu systkinin mín meira en orð fá lýst og fannst fátt yndislegra en að passa þau.“ Sönn húsfreyja að upplagi Ósk segir heima vera best. „Ég elska heimilið mitt og að hafa fallegt hjá mér en númer eitt er að heimilið er staðurinn þar sem við fjölskyldan erum saman. Mér finnst heimilislegasta upplifunin vera þegar við hrúgumst öll saman upp í sófa með kertaljós og horfum á góðar grínmyndir,“ segir Ósk sem er bæði húsleg og mikil húsfreyja í sér. „Já, ég hef yndi af því að elda góðan mat handa fjölskyldunni og sérstaklega að baka en ég hef bakað mikið síðan ég var smá- stelpa. Ætli ég eldi ekki oftast mexíkóska rétti og ég baka oftast karamelluköku sem er í miklu dálæti hjá heimilisfólkinu.“ Uppáhalds húsverk Óskar eru að ryksuga. „Til að fullkomna heimilið langar mig í heitan pott en síðast keypti ég nýtt sófaborð til heim- ilisins. Minn eftirlætis staður heima er svo innrauði sánaklef- inn,“ segir Ósk, sæl í sumarlok. „Ég hlakka til fagurra haustdaga þegar dásamleg rútínan hefst að nýju.“ Hægt er að skoða verk Óskar á Instagram: @osk.n.art og á Facebook undir Osk.N.Art. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Ósk hefur fallegt í kringum sig og segir heima vera best því þar sé staður fjölskyldunnar. Hér er hún með Úlfi af Alaskan Malamute-kyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Djúpir og sterkir litir einkenna ak- ríl-málverk Óskar sem hún málar á striga. Framhald af forsíðu ➛ Fimmtudaginn 22. ágúst gefur Fréttablaðið út sérblaðið KÓPAVOGUR Blaðinu er ætlað að kynna Kópavog sem áfangastað fyrir haust komandi, kynna verslun og þjónustu og annað sem Kópavogur hefur upp á að bjóða. Frábært tækifæri fyrir fyrirtæki í Kópavogi til að kynna vörur sínar og þjónustu fyrir Íslendingum. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Áhugasamir auglýsendur geta haft samband við: Jóhann Waage, markaðsfulltrúa Fréttablaðsins. Netfang: johannwaage@frettabladid.is - Sími 821-2778 FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að d gurinn og ekki sí t gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.