Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2020, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 18.08.2020, Qupperneq 28
Hlutdeild For- steyptra eininga hefur aukist mjög á markaði undanfarin ár. Fyrirtækið hefur starfað samfellt frá árinu 1994 og byggir því á traustum grunni. Innan fyrirtækisins býr mikil sérþekking á þessum hagkvæma byggingarmáta. Að byggja hús úr forsteyptum einingum hefur ýmsa kosti umfram aðrar byggingar­ aðferðir,“ að sögn Sigurbjörns Óla Ágústssonar, framkvæmdastjóra Einingaverksmiðjunnar. Hlutdeild forsteyptra eininga hefur aukist mjög á byggingar­ markaði undanfarin ár og sést það til dæmis mjög vel í að í langflest­ um fjölbýlishúsum í dag eru svalir og svalagangar ásamt stigum og stigapöllum forsteyptar einingar. Margir nota einnig forsteypt gólf og þakplötur frá Einingaverk­ smiðjunni í byggingar sínar. Líklegt er að hlutdeild forsmíð­ aðra eininga aukist á komandi árum þar sem hagkvæmni þess að nota þær er mikil. Kostnaðar­ áætlanir eru nákvæmari og fastur kostnaður er minni. Það gerir fjármögnunarkostnað lægri og um leið verða óvissuþættirnir færri. Byggingartíminn er styttri. Reynslan hefur sýnt að for­ smíðuð hús úr steyptum einingum hafa staðið sig afskaplega vel á Íslandi þar sem veðurskilyrði eru með þeim erfiðustu sem þekkjast í heiminum. „Framleiðsla okkar er sér­ hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og það hefur margsýnt sig að hún reynist afar vel. Húsin frá okkur þurfa lítið viðhald og þola það fjölbreytilega veðurfar sem ríkir á landinu. Veðráttan hefur lítil áhrif á byggingarferlið því einingarnar eru steyptar í verksmiðjunni við kjöraðstæður. Að sjálfsögðu er framleiðslan undir stöðugu eftir­ liti, bæði innra gæðaeftirliti og opinberu eftirliti Nýsköpunarmið­ stöðvar Íslands. Allar okkar helstu framleiðslulínur eru gerðarvott­ aðar,“ upplýsir Sigurbjörn. Þegar forsteyptar einingar eru notaðar við húsbyggingu verður minna rask á byggingarstað. Allar rafmagnslagnir eru inni í veggjum, og tekið út fyrir lagnarörum, sem þýðir að færri iðnaðarmenn þarf á verkstað. „Framleiðsla okkar er ekki stöðluð nema að hluta til sem veitir hús­ byggjendum og hönnuðum nánast ótakmarkað frelsi við hönnun,“ bendir Sigurbjörn á en auðvelt er að tengja einingahús við önnur byggingarefni eða eldri byggingar. Víða um land má sjá hús frá Ein­ ingaverksmiðjunni, bæði fjölbýlis­ hús og einbýli, og hluta bygginga úr forsteyptum einingum. „Það liggur fyrir að á næstu misserum mun Einingaverk­ smiðjan flytja frá Breiðhöfða 10 til Þorlákshafnar og ríkir mikil tilhlökkun til þess að takast á við ný verkefni á nýjum stað. Við sjáum góð tækifæri í því og ætlum okkur að vanda vel til verka eins og endranær,“ segir Sigurbjörn. Betri byggingarkostur Einingaverksmiðjan er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir byggingariðnaðinn og býður upp á vandaðar, forsteyptar einingar til húsbyggjenda. Höfuðstöðvar Alvogen á Ís- landi eru að hluta til byggðar úr forsteyptum einingum frá Einingaverk- smiðjunni. Framleiðslan er ekki stöðluð nema að hluta til sem veitir húsbyggjendum og hönnuðum nánast ótakmarkað frelsi við hönnun. Sigurbjörn Óli Ágústsson er framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar. Forsteyptar einingar henta vel fyrir byggingu á bílastæðahúsum. Glæsilegt einbýlishús úr forsteyptum einingum sem eru ekki allar staðlaðar og gefur frjálsar hendur við hönnun. 8 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U REININGAHÚS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.