Fréttablaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.08.2020, Blaðsíða 35
ÉG ER ALLTAF AÐ VINNA MEÐ MANN- ESKJUNA OG KANNSKI VERUR ÚR ÖÐRUM HEIMUM. Upprisa er yfirskrift sýningar Sólveigar Hólmarsdót t u r í Galleríi Fold. Þetta er fyrsta einkasýn-ing Sólveigar í gall- eríinu en hún hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í Evr- ópu og í Bandaríkjunum. „Á þessari sýningu sýni ég bæði skúlptúrverk og málverk. Þetta er fyrsta sýning mín á málverkum en ég hef lengi unnið skúlptúra,“ segir hún. Sólveig var á sínum tíma nemi hjá Koggu á Vesturgötu í nokkur ár og lærði síðan módelteikningu í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Seinna fór hún í listaháskóla í Barce- lona og byrjaði þar í keramiknámi. „Þar gerði ég verkefni um skólann og nemendurna og kennarar lásu út úr því að ég ætti heima í skúlp- túrdeildinni. Þannig að ég ákvað að hlýða og taka skúlptúrinn með keramikinni.“ Í skúlptúrum sínum skapar Sól- veig sérstakan heim. „Öll verkin eru fígúratíf. Ég er alltaf að vinna með manneskjuna og kannski verur úr öðrum heimum. Ég er að segja sögur og ævintýri, og hef til dæmis unnið verk upp úr ævintýrum H.C. Ander- sen. Sum verk mín hef ég stækkað þannig að þau verða nærri mann- hæðarhá.“ Málverkin á sýningunni eru tíu, gerð með akrýl. „Ég byrjaði að mála fyrir nokkrum árum en hætti því svo. Dóttir mín, sem var í Listahá- skólanum, sagði mér að ég yrði að halda áfram og halda sýningu með málverkum. Ég byrjaði aftur að mála og síðan hef ég ekki stoppað.“ Hún segir verurnar í skúlptúrn- um birtast á málverkunum. Í sýn- ingartexta segir að í málverkinu fái verur hennar „frelsi þar sem flæði, litagleði og óhefðbundin form njóta sín“. Upprisa er fyrsta sýning Sól- veigar frá árinu 2013. Spurð um titil sýningarinnar segir Sólveig: „Ég missti manninn minn árið 2015 úr erfiðum veikindum og móður mína sömuleiðis. Það var mjög erfitt. Núna er ég að stíga út úr sorginni með gleði, galdra og töfra. List- sköpun mín byggist á tilfinningum, ég skapa út frá kjarnanum í mér.“ Gleði, galdrar og töfrar í listaverkum Sólveigar Sólveig Hólmarsdóttir sýnir skúlptúrverk og málverk í Galleríi Fold. Segir sögur og ævintýri í verkum sínum. Sýnir málverk í fyrsta sinn. Segir listsköpun sína byggjast á tilfinningum. Listsköpun mín byggist á tilfinningum, segir Sólveig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Alls 39 ljósmyndir frá árlegri sýningu Blaðaljósmyndara-félags Íslands eru nú til sýnis með fram Sæbrautinni og við Hörpu. Sýningin stendur yfir til sumarloka. Ljósmyndirnar eru úrval af bestu blaðaljósmyndum ársins 2019 að mati dómnefndar Blaðaljósmyndarafélagsins og gefa innsýn í helstu fréttir og umfjöll- unarefni fjölmiðla síðastliðins árs. Stærri útgáfa af sýningunni var í vor sýnd í Ljósmyndasafni Reykja- víkur en í samstarfi Reykjavíkur- borgar og Blaðaljósmyndarafélags Íslands er hluti hennar nú til sýnis utandyra. Er það liður í því að efla menningu, útivist og mannlíf í mið- borginni undir merkjum Sumar- borgarinnar. Borgarbúar og gestir eru hvattir til að taka sér göngutúr frá Hörpu og með fram Sæbrautinni til að njóta sýningarinnar auk annarra útilista- verka sem þar eru í eigu Reykjavík- urborgar, en þau eru Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason, Íslandsvarðan eftir Jóhann Eyfells og Fjöruverk eftir Sigurð Guðmundsson. Það er sannarlega þess virði að taka sér göngutúr með fram sjónum og virða fyrir sér listina, hafið og fjöllin. – kb Útisýning á blaðaljósmyndum Sæbrautin er skreytt ljósmyndum. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15Þ R I Ð J U D A G U R 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.