Fréttablaðið - 18.08.2020, Page 38

Fréttablaðið - 18.08.2020, Page 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is 105 KOFFÍNVATN 330 ML 149 KR/STK 452 KR/L NÓA EITT SETT 30 G 149 KR/STK 4967 KR/KG SNICKERS CLASSIC 80 G 99 KR/STK 1980 KR/KG TOPPUR DÓS - 330 ML 129 KR/STK 391 KR/L KLAKI BLÁR/GRÆNN 500 ML 149 KR/STK 298 KR/L STJÖRNU POPP/OSTAPOPP 90/100 G 249 KR/STK 2490/2767 KR/KG Eddu Lúvísu Blöndal er heldur betur margt til lista lagt: hún er salsa­dansari, karetekona, sjúkra­ og markþjálfari, móðir og eiginkona. „Ég lít á mig sem lukkunnar pamfíl, þar sem ég elska flest af því sem ég geri á „vinnutíma“. Ég elska tónlist og hreyfingu. Ég þarf mögu­ lega að æfa mig í að slaka á og gera ekkert. Það stendur svo sem allt til bóta,“ segir Edda brosandi. Edda kynntist salsadansi þegar hún var á keppnisferðalögum erlendis og var enn að reyna að verða heimsmeistari í karate. „Þessi blanda af skemmtilegri tónlist og hreyfingu er óviðjafnan­ leg. Auk þess hafði hörkutólið sem ég þróaði í karatekeppni gott af að kynnast mýkri hliðinni á mér í þessum skemmtilegu hreyfingum í salsa,“ segir hún Hún segir salsadansinn vera lífs­ stíl. „Með salsadansi færðu nýja týpu af félagslífi. Auk þess er ákveðin hugleiðsla í salsa, því þú dettur ósjálfrátt inn í núið við að dansa við annan aðila og fylgja eða stýra í dansinum. Þá er salsa­umheimur­ inn stéttlaust samfélag. Þar kynnist þú alls konar fólki og þjóðfélags­ eða félagsleg staða þarf ekkert að fylgja þér. Salsa er nokkuð einfaldur dans og gæðakröfurnar eru fáar, sem þýðir að við þurfum ekkert að hafa lært dans áður, eða vera einhverjir snillingar í salsa til að geta notið þess að dansa saman,“ segir Edda. Fékk salsafráhvörf Edda stofnaði Salsa Iceland árið 2006. „Salsa Iceland er fyrsta barnið mitt, ástríðuleikvöllur og vett­ vangur fyrir mig og alla þá sem hafa gaman af að dansa og njóta sín. Salsa Iceland er félag áhugasamra um salsadans á Íslandi og salsadans­ skóli. Ég stofnaði Salsa Iceland árið 2006 í salsafráhvörfum eftir að ég kom heim að utan þar sem ég hafði kynnst og lært salsa. Síðan þá hef ég, ásamt góðum vinum og samstarfs­ félögum, rekið Salsa Iceland dans­ skólann sem er eini skólinn á Íslandi sem sérhæfir sig í salsadanskennslu. Við bjóðum reglulega í ókeypis prufutíma í salsa til að kynna Íslendinga fyrir þessum dásamlega dansi og lífsstíl,“ segir hún. Hjá Salsa Iceland er ekki ætlast til að maður sé með fastan dansfélaga. „Flestir nemendur koma til okkar stakir. Við sjáum um að jafna kynja­ hlutföllin á öllum námskeiðum með aðstoð lengra kominna nemenda. Á paranámskeiðum hjá okkur er alltaf róterað á milli félaga, enda er salsa þannig dans að allir dansa við alla, það er ekki hefð fyrir föstum dans­ félögum.“ Vanalega stendur Salsa Iceland fyrir vikulegum salsakvöldum, sem nú liggja í dvala vegna COVID­19. Af sömu ástæðu eru því námskeið og kennslustundir bara í sólódansi um þessar mundir, en ekki paradansi. Í tímanum í dag verður því boðið upp á sólódans. „Allir eru stakir og í tveggja metra fjarlægð, við sýnum ábyrgð og gætum fyllsta öryggis. Salurinn í Þórshamri er bjartur og risastór, svo það fer vel um okkur. Tíminn er ætlaður dömum sem langar að prófa að dansa salsasporin við geggjaða latín­tónlist í hópi góðra kvenna. Tilvalið fyrir vinkonuhópa, konur á öllum aldri, og líka þær óvönu. Það eru allir bara í sínum ramma og njóta sín þar. Við erum ekki í samanburði, bara í kærleika og gleði,“ segir hún. Mótefni við vanlíðan Edda hefur kennt líkamsrækt og salsa í ein 20 ár. „Ég er enn hugfangin og full lotningar yfir gleðinni við að sjá nemendur mína koma og falla fyrir salsadansi líkt og ég gerði. Þetta er dýrmætt mótefni skapsveiflna, skammdegis og slens, sem er enn dýrmætara nú á tímum COVID. Svo er þetta besta líkamsræktin, svona í ljósi þess að þú gleymir því að þú sért að stunda líkamsrækt,“ segir Edda. Er eitthvað sem fólk veit ekki um salsadans? „Ekki eftir þetta viðtal,“ segir hún hlæjandi og heldur svo áfram: „Jú, kannski það að eftir öll þessi ár er salsadansinn einn af mínum bestu og traustustu vinum.“ Prufutíminn hefst í dag klukkan 18.15 í húsnæði Karatefélags Þórs­ hamars í Brautarholti 22. steingerdur@frettabladid.is Salsadans er lífsstíll Edda stofnaði Salsa Iceland en í dag er boðið upp á ókeypis prufutíma fyrir dömur í sólósalsa hjá Karatefélaginu Þórshamri. Edda Blöndal féll fyrir salsa þegar hún var á keppnisferðalögum í karate á sínum tíma . FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÉG ER ENN HUGFANGIN OG FULL LOTNINGAR YFIR GLEÐINNI VIÐ AÐ SJÁ NEMENDUR MÍNA KOMA OG FALLA FYRIR SALSADANSI LÍKT OG ÉG GERÐI. EFTIR ÖLL ÞESSI ÁR ER SALSADANSINN EINN AF MÍNUM BESTU OG TRAUSTUSTU VINUM. 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.