Vísbending


Vísbending - 24.01.2017, Síða 4

Vísbending - 24.01.2017, Síða 4
4 V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 1 7 Aðrir sálmar Merkjasendingar Ritstjóri: Bjarni Gíslason Ábyrgðarmaður: Jóhannes Benediktsson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: joiben@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Atferli allt og æði einstaklings hefur mikil áhrif á skynjun samferðar- manna á viðkomandi. Í viðskiptum, stjórnmálum og annars staðar þar sem hagsmunir hlutaðeigenda eru í húfi skiptir traust milli gagnaðila höfuð- máli, skipar þá atferlisgreining ekki minnstan sess í að koma á þessu trausti. Alla jafna vilja menn frekar eiga við- skipti við þá sem eru hvað líkastir þeim sjálfum, með öðrum orðum þá sem þeir treysta að muni haga sér á svipaðan hátt við hagsmunamat. Hópar verða til um ákveðin gildi og hegðun. Þeir sem víkja frá hinu viður- kennda atferli gætu þurft að hafa meira fyrir því að ávinna sér traust hinna. Thorstein Veblen lýsir því í riti sínu The theory of the leisure class að þau skilaboð sem felast í tiltekinni neyslu og athöfnum skipta einstaklinginn oft á tíðum meira máli en hlutlægur ábati neyslunnar eða athafnanna. Menn gangi þó mislangt í því eins og öðru. Golflöngun grípur margan, nú þegar vorað hefur jafnsnögglega og haustaði. Þó því sé ekki að neita að íþróttin geti verið afar gefandi, þegar menn hafa komist upp á lagið, gæti verið áhuga- vert að ráða í þau skilaboð sem iðkun hennar hefur í för með sér. Að ná upp færni í íþróttinni krefst gríðarlegs tíma, jafnvel þannig að vinnuálag má ekki trufla iðkunina um of. Útbúnaður allur er kostnaðarsamur og sérhæfður. Iðkun og útbúnaður er þó hvort um sig ákveðin aðgangs- hindrun, upp á hvorugt má skorta til að menn geti slegið svo vel sé. Utan frá mætti því ætla að íþróttin hentaði best þeim sem ættu vel til hnífs síns og skeiðar, án þess að þurfa að sinna dag- launavinnu. Svo er þó alls ekki, eins og vinsældir íþróttarinnar vitna um, og við hin reynum áfram að öngla saman fyrir árgjöldunum og koma börnunum í pössun. bg framh. af bls. 2 voru um 7% af öllum nýjum bílum. Sökum þess hve útbreiðsla er tak- mörkuð hefur enn sem komið er ekki reynst hagkvæmt að reka víðtækt þjónustunet fyrir rafbíla. Fyrirtækið Orka náttúrunnar starfrækir þrett- án hraðhleðslustöðvar, þar af sex á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru fimm- tíu hleðslustöðvar á landinu öllu, þar af einungis fjórar norðan Borgarness og austan Selfoss. Margar þeirra eru skráðar í einkaeigu.4 Það hefur hins vegar yfirleitt verið svo, á hinu strjálbýla Íslandi, að ferða- langar hafa þurft að skipuleggja ferðalög sín með tilliti til eldsneytisframboðs á leiðinni. Svo er einnig með rafbílana. Drægni þeirra er oft einungis 100-150 km. og því þarf að skipuleggja ferðalag- ið vel um gisnustu kafla hleðslunetsins. Orka náttúrunnar hefur nú fengið styrk frá Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytinu til þess að setja upp fjórt- án hraðhleðslustöðvar við hringveginn, með það að markmiði að hægt verði að komast hringinn á hvaða rafbíl sem er. Vonir standa einnig til þess, að und- ir lok áratugarins verði drægni rafbíla komin upp fyrir 400 km. á einni hleðslu. Bent hefur verið á að bílaleigur og Búrfellsvirkjun hóf starfsemi árið 1972. Hún er búin sérstökum útbúnaði til varnar þess að ís lendi í virkjunum Þjórsár. Búrfellsvirkjun hefur sex Francis túrbínur (6 x 45 MW), og uppsett afl er 270 MW með framleiðslugetu á árs- grundvelli upp á 2.300 GWh. Lóðrétt fallhæð er 115 metrar og hámarksflæði 300 m3/s. Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu og í grennd hans starfrækir Landsvirkjun stærstu vatnsaflsvirkjun á Íslandi, Fljóts- dalsstöð, sem náði fullum afköstum árið 2007. Fallgöng Landsvirkjunar sem liggja að Fljótsdalsstöð og færa vatn af lónum á hálendi eru um 72 km að lengd, þar sem vatnið fellur um 600 metra áður en það knýr sex túrbínur í stöðvarhúsinu. Upp- sett afl er 690 MW, sex Francis túrbínur (6 x 115 MW), og framleiðslugeta á árs- grundvelli 4.800 GWh. Lóðrétt fallhæð er 599 m, og hámarksflæði 144 m3/s. Landsvirkjun starfrækir sextán virkj- anir á landinu. Þar af eru eftirtaldar vatnsaflsvirkjanir: Blanda, Búðarháls, framh. af bls. 3 Goðafoss í Bárðardal í vetrarbúningi. Fossinn er dæmi um vatnsfall sem ekki stendur til að virkja. Mynd höfundar (2014). aðrir stórkaupendur að bílum geti leikið hlutverk í að hraða rafbílavæðingu hérlendis; þar eru á ferð fyrirtæki sem þarfnast mikillar árlegrar fjárfestingar í nýjum bílum, sem á endanum stýrir að nokkru leyti framboði á markaði með notaða bíla. Jafnvel má hugsa sér að einhvers konar fjárhagslegir hvatar verði sérstaklega veittir bílaleigunum umfram aðra, þannig að í stað þess að þeim hafi áður verið hyglað óháð orkugjöfum í formi niðurfellingar vörugjalda verði þeim eftirleiðis umbunað fyrir að velja umhverfisvænni kosti. Verði rafbílar í auknum mæli fyrir valinu við flotaendurnýjun bílaleiga muna þeir fyrr komast í umferð hjá hinum almenna notanda í gegnum endursölu. Eigi bílarnir að nýtast kúnnum leignanna sem skyldi þurfa þeir þó að geta notað þá óhindrað um land allt og aukin notkun bílaleiga því einnig stuðlað að hraðari uppbyggingu þjónustunetsins. Þegar búið er að stoppa í helstu götin er hinum almenna borgara ekkert að vanbúnaði. Heimildir: 1. Global Auto Report, 19. janúar 2017. Scotiabank. 2. Útreikningar Vísbendingar. 3. Morgunblaðið, 14. janúar 2017. 4. www.plugshare.com kortleggur útbreiðslu hleðslustöðva. Búrfell, Fljótsdalur, Hrauneyjafoss, Írafoss, Laxá I, Laxá II, Laxá III, Ljósa- foss, Sigalda, Steingrímsstöð, Sultar- tangi og Vatnsfell. Jarðvarmavirkjanir eru Bjarnarflag og Krafla.2 Heimildir: 1. Nukissiorfiit Grønlands Energiforsyning (2014). 2. Frekari heimildir: Kristjánsdóttir (2015). Sustainable Energy Resources and Economics in Iceland and Greenland. Springer. New York.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.