Vísbending


Vísbending - 16.11.2017, Side 3

Vísbending - 16.11.2017, Side 3
Góðkynja ójöfnuður Óvönduð meðferð talnaefnis fær fólk til að hrapa að kolröngum ályktunum. Nóbelsverðlauna- hafi í hagfræði, A. Deaton, orðaði þetta svo, lauslega þýtt: „Ef við skiljum ekki hvernig tölur verða til, og hvað þær þýða, er hætt við að við sköpum ímynduð vandamál og fyllumst tilefnislausrar reiði yfir þeim, en í staðinn yfirsést okkur brýnar þarfir og raunveruleg vandamál og mörkum stefnur sem byggðar eru á fullkomnum misskilningi.“ Dæmi um framangreint eru umræður um tekjudreifingar og notkun hugtaksins ójöfnuður. Ójöfnuður hefur neikvæðan blæ og enginn vill vera kallaður ójafnaðar- maður. Sem tölfræðikennari nota ég hug- takið dreifing til að lýsa því að ekki eru allir eins. Í fræðilegri tölfræði eru notuð ýmis hugtök til að kvarða dreifingar og bera þær saman. Ein niðurstaða Deatons er að ójöfnuður geti bæði verið æskilegur og óæskilegur. Á framfaraskeiðum liggur það í hlutarins eðli að einhverjir njóta framfaranna á undan öðrum, og störf og starfsemi í efnahagslífinu eru misverðmæt og umbun í samræmi við það. Bábiljur um tekjudreifingar Í pólitískri umræðu er því oft haldið fram að þróun tekju- eða eignadreifingar stefni í ranga átt og það jafnvel fyrir tilstuðlan illa þenkjandi manna (sjá t.d. Frétta- blaðið 4.10.2017). Í Fréttablaðinu 4.10 er sagt frá því að skatttekjur vegna lægri hópa hafi vaxið. Sennileg skýring er að efnahagsástandið hafi batnað og arðsöm vinna sé nú útbreiddari. Sumir snúa út úr þessu og segja að verið sé að auka svíns- lega framkomu gagnvart lítils megandi. Umræða af þessu tagi einsk orðast ekki við Ísland, þvert á móti endurspeglar hún fremur alþjóðlega umræðu en inn- lendan veruleika. Tanner (2016) tekur dæmi af fimm bábiljum um ójöfnuð í bandarísku hagkerfi. Þessar bábiljur geta allar átt við Ísland og fleiri lönd. Sú fyrsta er að ójöfnuður hafi aldrei verið meiri. Einföld greining á gögnum um þróun síðustu ártatuga leiðir í ljós að þetta er rangt. Önnur bábiljan er að þeir auðugu hafi ekki unnið fyrir auði sínum. Lausleg skoðun á samsetningu tekju- og eigna- hæstu einstakling anna í Bandaríkjunum leiðir í ljós að flestir hafa unnið sig upp með störfum sínum eða keypt eignir ungir sem hækkað hafi mikið í verði. Sú þriðja er að hinir ríku verði alltaf ríkir og hinir fátæku verði alltaf fátækir. Athuganir á bandarískum gögnum sýnir að fjölmargir tekjuhárra voru á yngri árum tekjulágir. Sú fjórða er að aukinn ójöfnuður (aukin eignadreifing) feli í sér að fleiri séu fátækir. Enga stoð er að finna fyrir því að þeir sem auðgist geri það á kostnað þeirra tekju- eða eignaminni. Sú fimmta, og sú nýjasta, er að ójöfnuður hafi áhrif á póli- tíska stefnumörkun. Tanner telur ekkert benda til þess að auðugt fólk hafi myndað pólitíska samstöðu. Hreyfanleiki tekna á æviskeiðinu Sowell (2000) rekur nokkrar villur sem koma reglulega upp í umræðu um tekju- og eignadreifingar. Dæmigerð staðhæfing er að þeir ríku verði áfram ríkir og þeir fátæku haldi áfram að vera fátækir. Þetta er alrangt og því til sönnunar er að í hópi þeirra 20% tekjulægstu árið 1975 var mikill meirihluti kominn í hóp þeirra 20% tekjuhæstu 20 árum síðar. Flestir þeirra sem teljast hátekjufólk eða ríkir séu venjulegt millistéttarfólk sem hafi átt farsælan feril. Eðlilega haldi hluti einstak- linganna áfram að tilheyra tekjulægstu 20% en það séu einungis 1% Bandaríkja- manna. Þeir sem hrópa úlfur-úlfur vegna tekju- og eignadreifinga séu ekki að tala um fólk af holdi og blóði, heldur tíundar- mörk (kvantíla) í dreifingum, eins og til dæmis 10% eða 20% tekjulægstu. Þetta eru ekki alltaf sömu einstak lingarnir. Hann varar einnig við að nota hugtakið heimili (household) því heimilismönnum hafi farið fækkandi með tímanum og eins manns heimili séu algeng meðal lágtekju- fólks. Hann nefnir að árið 1995 hafi 39 milljónir manna verið á 20% tekjulægstu heimilunum og 64 milljónir á 20% tekju- hæstu heimilunum. Hann áréttar einnig að meðal þeirra tekjulægstu sé fólk sem er að hefja sinn starfsferil og það fólk muni afla meiri tekna síðar á ævinni. Það á ekki að koma neinum á óvart að fólk um sextugt hafi meiri tekjur og eigi meiri eignir en fólk um þrítugt. Vissulega fæðist sumir inn í ríkidæmi og séu ríkir alla ævi, en hlutfall þeirra af heildinni sé í mesta lagi eins stafs prósentutala. Margar skýrslur staðfesta greiningu Sowels. Til dæmis segir í skýrslu banda- ríska fjármálaráðuneytisins frá árinu 2007 að einungis fjórðungur þeirra sem var í tekjuhæstu prósentunni árið 1996 hafi verið þar enn árið 2005. Í heild hafi kaupmáttur tekna þessa hóps rýrnað á 10 ára tímabili. Þetta er jafneðlileg útkoma og í einstaklingsíþróttum þar sem leið sigurvegarans liggur fyrr eða síðar niður á við. Kaupmáttur miðtölu allra Banda- ríkjamanna jókst um 24% á þessu 10 ára tímabili og kaupmáttur lægstu hópanna jókst mest. Það á sér einnig hliðstæðu í íþróttunum. Leiðin liggur upp á við hjá flestum sem lenda á botninum. Í greiningu Rank og Hirschl (2015) kemur fram að hátt hlutfall Bandaríkja- manna er líklegt til að vera hlutfallslega fátækt einhvern tíma á ævinni. Einnig kemur fram að meiri hlutinn (56%) er að minnsta kosti eitt ár í hæstu tekjutíund- inni og mikill meiri hluti (73%) í annarri af tveim hæstu tekjutíundunum. Þessi greining staðfestir því hreyfanleika milli tekjutíunda. Daly og Valletta (2006) skoða eðli þróunar tekjudreifingar á tímabilinu 1969-1998. Við fyrstu sín blasir við að tekjudreifing er miklu meiri í lok tímabilsins en við upphaf þess. Breytt aldurssamsetning skýrir nánast alla þessa þróun. Þeir álykta að ef aldurssamsetn- ingin væri eins árið 1998 og hún var árið 1969 þá hefði dreifingin lítið breyst. Það sem gerist er að hlutfall miðaldra fólks á vinnumarkaði eykst. Fjölgun námsmanna og ellilífeyrisþega ásamt fjölgun miðaldra sérfræðinga eru afgerandi áhrifaþættir. Margir Bandaríkjamenn nútímans velja að vera tekjulágir námsmenn framan af ævinni, sérfræðingar á miðjum aldri og síðan rólegir ellilífeyrisþegar. Margir vilja hafa hlutina þannig. Ójöfnuður þarf ekki að vera vandamál Ójöfnuður þarf ekki að vera vandamál, en það er fátækt hins vegar. Hátt hlutfall fólks sem hefur framfæri sitt frá bóta- kerfum hefur lamandi áhrif á samfélagið. Víðtækt pólitískt verðlagseftirlit var við lýði á Íslandi meiri hluta síðustu aldar og því lauk ekki endanlega fyrr en í upp- hafi tíunda áratugarins. Allan þennan tíma störfuðu opinberar verðlagsnefndir við það að ákveða verð á flestum vörum, Helgi Tómasson prófessor í tölfræði og hagrannsóknum framh. á bls. 4 V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 1 7 3

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.