Vísbending


Vísbending - 01.11.2019, Síða 4

Vísbending - 01.11.2019, Síða 4
Aðrir sálmar Ritstjóri: Magnús Halldórsson Ábyrgðarmaður: Magnús Halldórsson Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf., Laugavegi 3,101 Rvk. Sími: 551 0708. Net fang: visbending@kjarninn.is. Prentun: Kjarninn. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Þörf á breytingum 4 V Í S B E N D I N G • 4 1 . T B L . 2 0 1 9 tæknigeiranum, líkt og IBM, Microsoft og Nokia. Hagfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Jean Tirole tekur undir það sjónarmið og bætir við að eðlilegt sé að fyrirtæki sem hefðu mikla stærðarhagkvæmni yrðu stór. Það sem skipti mestu máli fyrir neytendur væri hvort auðvelt væri fyrir fyrirtæki að komast inn á markaðinn. Í því samhengi nefndi Tirole einnig að hingað til hafi verið tiltölulega mikil hreyfing á stærstu fyrirtækjunum á tæknimarkaðnum, til að mynda tók Google við af AltaVista sem helsta leitarvélin og Facebook tók við af MySpace sem vinsælasti samfélagsmiðillinn.8 Slagorðið „ekki vera vondur“ er ekki enn notað hjá Google og óvíst er hvort eigendur fyrirtækisins séu jafneinbeittir í að „gera heiminn að betri stað“ eins og þeir voru þegar fyrirtækið var skráð á markað fyrir 15 árum síðan. Leitarvélin, ásamt tæknirisunum Amazon og Facebook hafa nýtt sér markaðsráðandi stöðu sína til að auka umsvif sín og koma í gegn vafasömum starfsháttum, en vegna þess hafa fræði- og stjórnmálamenn kallað eftir strangara regluverki á tæknimarkaðnum eða jafnvel beina íhlutun hins opinbera í fyrirtækin. Hins vegar er ekki víst hversu mikið regluverk þarf til að halda valdi tæknirisanna í skefjum, þar sem mögulegt er að markaðsráðandi staða þeirra á tæknimarkaðnum sé ótrygg. Heimildir 1) https://www.sec.gov/Archives/edgar/ data/1288776/000119312504142742/ ds1a.htm#toc59330_1 2) https://www.ft.com/content/ a2118338-4669-11e9-b168- 96a37d002cd3 3) https://www.nytimes.com/2017/07/01/ technology/yelp-google-european-union- antitrust.html 4) https://www.theguardian.com/technol- ogy/2018/nov/13/amazon-hq2-second- headquarters-new-york-city-virginia 5) https://www.bloomberg.com/news/ articles/2016-04-20/got-a-hot-seller-on- amazon-prepare-for-e-tailer-to-make- one-too 6) https://medium.com/@teamwarren/ heres-how-we-can-break-up-big-tech- 9ad9e0da324c 7) https://www.project-syndicate.org/com- mentary/platform-economy-digital-feu- dalism-by-mariana-mazzucato-2019-10 8) https://qz.com/1310266/nobel-win- ning-economist-jean-tirole-on-how-to- regulate-tech-monopolies/ Myndin á síðu tvö í síðasta tölublaði Vísbendingar var ranglega merkt. Rétt merking er „Stýrivextir (repo) sænska seðlabankans 2007-2017 og vaxtaferlar seðlabankans 2010-2017.“ Vísbending biðst velvirðingar. Í þessari viku komu fram nýjar upplýsingar um stöðu mála hjá kerfislægt mikilvægu bönkunum þremur, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Þeir skiluðu allir uppgjörum sínum, og nú liggur fyrir staða mála fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi bankanna telst nú vera í lægra lagi, í alþjóðlegum samanburði. Arðsemi eigin fjár var á bilinu 1,6 prósent til 9 prósent. Lægst hjá Arion banka en hæsta hlutfallið var hjá Landsbankanum. Þannig hefur það verið um nokkurt skeið, en svo virðist sem Landsbankinn sé lengst kominn í því að treysta rekstrargrunninn til framtíðar litið. Kostnaðarhlutfall bankans er áberandi lægst, rúmlega 41 prósent, en það er mun hærra hjá bæði Íslandsbanka og Arion banka, eða á bili 55 til 65 prósent. Í þessum uppgjörum, eins og þeim sem sést hafa undanfarin misseri, þá kemur berlega fram að nokkuð er að hægjast á hagkerfinu frá því sem áður var. Í hagspá Landsbankans, sem birtist á miðvikudaginn, kemur fram sú spá að atvinnuvegafjárfesting muni draga saman um rúmlega 21 prósent á þessu ár, og gerir spáin ráð fyrir samdrætti upp á 0,4 prósent í hagkerfinu. Þrátt fyrir þetta, þá hafa flestar hagspár átt eitt sameiginlegt. Í þeim er talað um trausta stöðu þjóðarbússins vegna þess að skuldirnar eru ekki óviðráðanlegar núna eins og þær voru fyrir hrun fjármálakerfisins. En það er sár vöntun á því að það skapist aðstæður fyrir viðspyrnu í atvinnulífinu. Samdráttur í innflutningi hefur verið mikill það sem af er ári, eða yfir 6 prósent. Þetta sýnir að einkaneyslan er að dragast mikið saman. En allar forsendur ættu að vera fyrir því að fyrirtæki nái vopnum sínum á nýjan leik, og hlutirnir snúist til betri vegar. Það þarf hins vegar umtalsvert átak til, frá því sem nú er.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.