Vísbending - 22.11.2019, Page 1
Vikurit um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun
V Í S B E N D I N G • 4 3 . T B L . 2 0 1 9 1
Sundabraut og Sundahöfn
22. nóvember 2019
43. tölublað
37. árgangur
ISSN 1021-8483
Páll Hermannsson
Verkfræðingur
Spár hingað og þangað.
Skipaflutningar.
Verðbólgan í skefjum. Vaxtaverkir.
framh. á bls. 4
Það hefur staðið lengi til að stytta leiðina frá meginhluta höfuðborgarsvæðisins til héraða
norðan borgarinnar með svokallaðri
Sundabraut. Ein ástæða fyrir drætti á að
koma þessu í framkvæmd er val á leið yfir
í Gufunes og þaðan til norðurs. Brú var
talin vænlegur kostur, en til að Samskip
gætu lagt skipum að bryggju fyrir framan
vöruhús sitt þurfti það háa brú að
kostnaðurinn jókst. Brúin yrði kennileiti í
borginni, sem gerir sjónrænar og listrænar
kröfur og ekki væri víst að göngu- og
hjólreiðafólk gæti notað brúna.
Síðan hefur komið fram tillaga frá
nefnd samgönguráðherra og Samtaka
sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu um að
byggja lágbrú, sem myndi leiða til þess að
skip Samskipa þyrfti að afgreiða norðan
brúarinnar. Fjarlægð er óveruleg. Eimskip
hefur ítrekað flutt meginviðlegu sína
lengra frá meginvöruhúsinu.
Sumir vilja þetta ekki. Af hverju
veit greinarhöfundur ekki. Rökin gegn
lágbrúnni halda ekki vatni.
Stjórn Faxaflóahafna hefur sent
frá sér yfirlýsingu sem leiddi til
þessarar fyrirsagnar í Morgunblaðinu:
Hafnarstjórnin hafnar lágbrú, og er þar
vitnað í formann stjórnarinnar.
Því er haldið fram að „lágbrú hafi
almennt áhrif á þróunarmöguleika
Sundahafnar, tekjuþróun og leiði af sér
fjárfestingaþörf, sem ekki er tímabær í
dag“. Þessi yfirlýsing kemur eftir fund
stjórnar Faxaflóahafnar þar sem 7 síðna
minnisblað hafði verið lagt fram. Í
minnisblaðinu er á einum stað minnst á
mjög gott yfirlit Ráðgjafarsviðs KPMG
frá því í október 2018 þar sem komist
er að þeirri niðurstöðu að gnótt lands sé
til gámaafgreiðslu í Sundahöfn í marga
áratugi miðað við vöxt í gámaflutningum.
Byggt er á spá þar sem gert er ráð fyrir að
gámafjöldi um Sundahöfn vaxi um 78% á
23 ára tímabili.
Í minnisblaðinu er gert mikið úr hættu
á að lágbrú dragi úr nýtingarmöguleikum
og að leiguhafar lóða geti mögulega átt
rétt á bótum vegna slíkrar brúar. Nefndar
eru lóðir vítt og breitt og ýmsar upphæðir.
Uppi eru tvær hugmyndir um
brúarstæði, sitt hvorum megin
Holtagarða. Brúarstæði norðan
Holtagarða mundi vissulega draga
mjög úr notkunarmöguleikum
Vogabakka. Hann nýta nú Samskip.
Þar kemur að auki stöku frystiskip og
frystitogari, og lítil stórflutningaskip
sem losa nálægt vörugeymslum
byggingarvöruinnflytjenda. Ef
brúarstæðið yrði norðan Holtagarða þyrfti
að færa gámaafgreiðslu Samskipa norður
fyrir, sem gerir að fjarlægð frá skipi að
Holtagarðar er stóra húsið neðan bygginga Kleppsspítala.
Nyrðri leið liggur sunnan Klepps og norðan Holtagarða yfir
flæmi óseldra bíla. Syðri leiðin liggur sunnan Holtagarða
yfir gámasvæði Samskipa í 10–20 metra hæð. Skemman
neðst til hægri og sú næsta fyrir norðan missa nálægð við
skipalægi, nema að farmurinn komi með skipum með lága
yfirbyggingu.