Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 1
AFP
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í fyrrakvöld Óskars-
verðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína
í kvikmyndinni Joker. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að
hljóta þessi virtu verðlaun Akademíunnar. Hildur hefur
nú hlotið Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og
BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker og einnig
Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í
þáttunum Chernobyl. » 4, 14 & 28 og 29
Fékk Ósk-
arinn fyrst
Íslendinga
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 35. tölublað 108. árgangur
Betolvex
Fæst án
lyfseðils
1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur
Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin
(B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti
og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/
fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag.
Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið
vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja-
fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um
áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp-
lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
B-12
A
c
ta
v
is
9
1
4
0
3
2
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Einkareknar heilsugæslustöðvar á
höfuðborgarsvæðinu komu best út í
könnun meðal þeirra sem hafa nýtt
sér þjónustu heilsugæslustöðva.
Könnunin, sem var gerð af fyrir-
tækinu Maskínu fyrir Sjúkratrygg-
ingar Íslands, hefur ekki verið gerð
opinber en Morgunblaðið hefur nið-
urstöður hennar undir höndum.
Alls eru 19 heilsugæslustöðvar á
höfuðborgarsvæðinu. Voru þátttak-
endur í könnuninni spurðir hversu
mikið eða lítið traust þeir bæru al-
mennt til heilsugæslunnar. Gátu þeir
svarað á fimm vegu, þ.e. mjög mikið,
fremur mikið, í meðallagi, fremur lít-
ið og mjög lítið.
Þegar vegin heildareinkunn var
tekin saman á skalanum 1-5 skoruðu
tvær stöðvar hæst og fengu ein-
kunnina 4,15. Það voru Heilsugæsl-
an Höfða og Heilsugæslan Sala-
hverfi. Fast á hæla þeim kom Heilsu-
gæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ
með 4,08 og Heilsugæslan Lágmúla
með 4,06. Allar stöðvarnar, að þeirri
sem þjónustar Seltjarnarnes og
Vesturbæ undanskilinni, eru einka-
reknar. Fjórða einkarekna stöðin,
Heilsugæslan Urðarhvarfi, fékk ein-
kunnina 4 og kom skammt á eftir
Heilsugæslunni Árbæ og Heilsu-
gæslunni Efra-Breiðholti.
Einkareknar hæstar
Mest traust borið til einkarekinna heilsugæslustöðva á höf-
uðborgarsvæðinu samkvæmt könnun á meðal skjólstæðinga
Meðaleinkunn
» Meðaleinkunn allra heilsu-
gæslustöðvanna var 3,95.
» Meðaleinkunn einkareknu
stöðvanna var 4,09 en þeirra
sem reknar eru af hinu opin-
bera 3,91.
MEinkareknar … »9
Nálægt 500 umsóknir um bætur til
handa þolendum ofbeldisbrota bár-
ust bótanefnd ríkisins í fyrra. Hefur
umsóknum fjölgað um 60% frá ár-
unum 2015 og 2016, skv. upplýs-
ingum Halldórs Þormars Halldórs-
sonar, ritara bótanefndar. Afbrot á
samfélagsmiðlum eru orðin mun
tíðari og er þar oftast um að ræða
að ungar stúlkur eru tældar til að
senda myndir af sér sem eru svo
notaðar sem kúgunartæki. Um-
sóknum erlendra ríkisborgara hef-
ur einnig fjölgað og eru í dag 25-
30% allra umsókna. Þá hefur sú
breyting orðið að nær allar um-
sóknir eða 99,5% berast í dag frá
lögmönnum í umboði brotaþola en
á árunum 2006-2010 komu 10-12%
þeirra frá þolendum sjálfum. »14
500 sóttu
um bætur