Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Grindavíkurhöfn Það gekk mjög vel að sigla varðskipinu Þór inn í Grindavík í gær þótt skipið sé í stærri kantinum fyrir höfnina. Skipið lagðist svo við Miðgarð þar sem er spennistöð. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til hafnar í Grindavík um kl. 11 í gærmorgun. Skipið lagðist við Mið- garð þar sem það var stillt af mið- að við bestu staðsetningu ef til þess kemur að varðskipið þurfi að framleiða rafmagn fyrir Grindvík- inga, líkt og gert var á Dalvík fyrir jólin. „Þeir teiknuðu hér í bryggjuna og ef við þurfum að koma í þetta verður búið að undirbúa allt sem þarf,“ sagði Páll Geirdal Elvarsson, skipherra á Þór. Hann sagði að spennistöðin sem rafstöðvar skips- ins yrðu tengdar við væri ekki langt frá þar sem þeir lögðust að bryggju. Þaðan myndi rafmagnið svo fara inn á dreifikerfi HS Veitna. Þór getur framleitt tvö megavött af rafmagni, sem er nóg til að halda meðalstóru sveitar- félagi gangandi í neyðartilvikum, að sögn Landhelgisgæslunnar. Tengikaplar eru um borð Varðskipið fór nýlega til Dalvík- ur og sótti þangað kapla sem not- aðir voru til að tengja skipið við veitukerfið þar. Kaplarnir eru nú um borð og spennirinn til staðar í Grindavík. „Nú er allt klárt hjá okkur og við ekki nema þrjá til fjóra tíma að tengja ef það þarf,“ sagði Páll. Vel gekk að sigla skip- inu inn í Grindavíkurhöfn, að sögn Páls. „Það er frekar þröngt hérna, við erum í stærri kantinum fyrir höfnina en það gekk samt mjög vel að koma inn,“ sagði Páll. Þór rís hátt úr sjó og tekur því á sig vind ef hann blæs auk þess sem innsigl- ingin er þröng. Þegar siglt var inn í gær var NA 20-25 hnúta vindur og SV tveggja metra alda á duflinu fyrir utan. „Þetta var í fyrsta sinn sem Þór kom hingað inn og var ekki í boði fyrr en eftir að þeir breyttu inn- siglingunni,“ sagði Páll skipherra. Sjómælinga- og siglingaöryggis- deild Landhelgisgæslunnar vinnur nú að gerð nýs hafnarkorts fyrir innsiglinguna og höfnina í Grinda- vík. Þór fór svo frá Grindavík um kvöldmatarleytið í gær. Mátuðu vs. Þór við Grindavíkurhöfn  Allt klárt ef til þess kemur að nota þarf skipið sem rafstöð fyrir bæinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipherrann Páll Geirdal Elvarsson skipherra sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem varðskipið Þór kom til hafnar í Grindavík. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Verkfall félagsmanna Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, á að hefjast kl. 12.30 í dag og ljúka á mið- nætti fimmtudaginn 13. febrúar. Hjá borginni starfa um 1.850 félagsmenn í Eflingu á um 129 starfsstöðvum. Verkfallið mun hafa áhrif á rúm- lega 3.500 leikskólabörn og 1.650 notendur velferðarþjónustu. Sorp- hirða frestast þar sem tæming á að fara fram þessa daga, samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkur- borg. Fundi samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar sem halda átti í gær hjá ríkissáttasemjara var frestað um óákveðinn tíma. „Það var mat sáttasemjara sem er með málið að það myndi ekki skila miklum árangri að halda fundinn í dag [í gær]. Það þyrfti aðeins að undirbúa þetta betur,“ sagði Elísabet Ólafs- dóttir, skrifstofustjóri ríkissátta- semjara. Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Eflingar, sagði samninganefnd félagsins sátta við frestun fundarins og treysta mati sáttasemjarans. Vinnu við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki hjá borginni lauk um helgina. Mikil- vægt var að sú vinna kláraðist, enda einn af útgangspunktum Eflingar að ljúka henni áður en skrifað verður undir nýjan kjarasamning. „Það er ákveðið skref í því að ná lausn við Eflingu sem og aðra við- semjendur. Það er mjög mikil breyt- ing sem verið er að teikna þarna upp. Hjá Reykjavíkurborg er um fjórð- ungur starfsmanna í vaktavinnu. Þetta skiptir því miklu máli,“ sagði Harpa Ólafsdóttir, formaður samn- inganefndar Reykjavíkurborgar. Hún sagði mjög ánægjulegt að þetta væri komið þangað að verið væri að kynna málið í baklandinu. Ætlunin væri að skrifa undir samkomulagið í dag, að sögn Hörpu í gær. »8 Tæplega 60 stunda verk- fall Eflingar hefst í dag  Stytting vinnu- viku hjá vakta- vinnufólki kynnt Morgunblaðið/Eggert Sáttafundur Fundi Eflingar og Reykjavíkurborgar í gær var frestað. Slökkviliðsmenn í Skagafirði dældu út vatni úr kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki í um fjórar klukkustundir í gær þegar vatn flæddi yfir sjávargarða og vegi og inn í fyrirtæki. „Það flæddi töluvert. Við höfum ekki séð þetta svona áður, þetta var óvenju mikið,“ segir Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri hjá brunavörn- um Skagafjarðar. „Við vorum að dæla þarna í einhverja þrjá til fjóra klukkutíma og höfðum varla undan því flaumurinn var það mikill. Svo fór að draga úr þessu og sjávarhæðin minnkaði svo aðstæður urðu aðeins hag- stæðari.“ Strandvegi á Sauðárkróki var lokað vegna sjógangs fyrr um daginn. Flæddi yfir vegi og inn í fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.