Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is GLÆSILEGIR „PLUG IN HYBRID“ TIL SÖLU AUDI A3 E-TRON, VW GOLF GTE, VW PASSAT GTE OG M. BENZ E350E M.BENZ E 350E AVANTGARDE EQ POWER nýskr. 02/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/ rafmagn, sjálfskiptur, stafræntmælaborð. Glæsilegt eintakmeð fullt af aukahlutum! Verð 7.450.000 kr. TILBOÐ 6.999.000 kr. Raðnúmer 259893 Sonja Sif Þórólfsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir „Vá, þetta er svo hjartnæmt,“ sagði Hildur Guðnadóttir tónskáld í upphafi þakkarræðu sinnar er hún hafði tekið við Óskarnum á sunnudagskvöldið var. Verðlaunin fékk hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Það leyndi sér ekki að Hildur var djúpt snortin yfir að fá þessi eftirsóttu verðlaun. Hún hlaut dynjandi lófaklapp og fagnaðarlæti viðstaddra sem stóðu upp og hylltu hana. „Ég vil þakka Akademíunni fyrir að taka svo hlýlega á móti mér. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Til ykkar sem voruð tilnefndir með mér, meistarar listarinnar, það hefur verið mikill heiður að kynnast ykkur öllum, það hef- ur verið svo sérstakt. Höfundur kvikmynda- tónlistar getur aðeins verið jafn skapandi og samtalið við leikstjórann,“ sagði Hildur enn- fremur og þakkaði síðan Todd Phillips, leik- stjóra Joker, fyrir að hafa boðið sér í „þetta ferðalag“ og að hafa hlustað á sig allan tímann. Einnig þakkaði hún framleiðandanum Bradley Cooper. Síðan sagði Hildur: „Látið í ykkur heyra“ „Fjölskyldan mín, fallega fjölskyldan mín, sem er hér með mér í kvöld. Minn ótrúlegi eiginmaður, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hin eyrun mín. Ég væri týnd án þín. Móðir mín, sonur minn, Kári, ég sé þig ekki en ég elska þig svo mikið. Ég elska þig. Stúlkur, konur, mæður og dætur sem heyrið tónlistina brjótast um innra með ykkur; látið í ykkur heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“ Að lokinni verðlaunaafhendingu sat Hildur fyrir svörum á blaðamannafundi. Þar var hún m.a. spurð hvernig hún hefði fengið innblástur við tónsmíðar fyrir myndina Joker: „Ég reyndi bara eins og ég gat að vera inni í höfðinu á honum [Jókernum] og reyndi að ímynda mér hvernig það hljómaði. Það var minn helsti innblástur.“ „Til hamingju, Hildur!“ Strax að lokinni athöfn í Hollywood rigndi heillaóskum og hamingjuskeytum yfir Hildi. Meðal þeirra sem sendu henni kveðju voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti. „Til hamingju Hildur, til hamingju Ísland. Við hljótum öll að vera stolt af velgengni landa okkar á erlendri grundu. Og óskarsstyttan er bara síðasta viðbótin í safn margra gripa sem Hildur hefur safnað að sér verðskuldað á síð- ustu árum og megi henni bara ganga áfram sem allra best,“ sagði Guðni m.a. Hann sagði við mbl.is í gær að Hildur hefði verið glæsileg í hógværð sinni í þakkarávarp- inu á hátíðinni „en skilaboðin til stúlkna að láta rödd sína hljóma voru eins sterk og hún er sjálf auðmjúk“. Bjuggust öll við þessum úrslitum „Það voru miklar væntingar og við bjugg- umst öll við þessu en það dregur ekki úr þessu magnaða afreki sem þetta er. Við erum bara hrikalega stolt af henni,“ segir Þórarinn Guðnason, bróðir Hildar og gítarleikari hljóm- sveitarinnar Agent Fresco, við mbl.is spurður hvort hann hafi verið bjartsýnn á að Hildur hlyti Óskarsverðlaunin. Systkinin hafa unnið mikið saman undan- farin ár og hefur Þórarinn verið Hildi innan handar í hennar stærstu verkefnum. Hann segir það magnað að vera loks farinn að sjá rödd hennar skína í gegn eftir allt harkið. „Hún er ein sú duglegasta og hún er alltaf með mjög skýra sýn á hvað hún vill. Stundum skilur maður ekki alveg hvert hún er að fara en hún er alltaf með eitthvert markmið í huga sem hún stefnir að og hún kemst alltaf þangað á endanum,“ segir Þórarinn. 2018 Journey‘s End VERÐLAUN Tiantian Award, Best Music. Mary Magdalene VERÐLAUN Asia Pacifi c Screen Award, Best Original Score. TILNEFNING AACTA Award, Best Original Music Score. Atelier (stuttmynd) TILNEFNING Ekko Shortlist Award, Bedste originale musik (Best Original Score). Strong Island TILNEFNING Cinema Eye Honors Award, Outstanding Achievem- ent in Original Music Score. 2019 Joker VERÐLAUN Satellite Award, Best Original Score. Sierra Award, Best Score. Soundtrack Stars Award, Best Soundtrack. HMMA Award, Best Original Score – Feature Film. HCA Award, Best Score. PCC Award, Best Score. TILNEFNINGAR Seattle Film Critics Award, Best Original Score. FFCC Award, Best Score. OFCC Award, Best Score. SFFCC Award, Best Original Score. WAFCA Award, Best Original Score Chernobyl VERÐLAUN Primetime Emmy, Out- standing Music Composition for a Limited Series, Movie, or Special (Original Dramatic Score). World Soundtrack Award, Television Composer of the Year. TILNEFN- INGAR HMMA Award, Best Original Score – TV Show/Limited Series. 2020 Joker VERÐLAUN Óskarsverðlaun, Best Achievement in Music Written for Motion Pictures (Original Score). Golden Globe, Best Original Score – Motion Picture. BAFTA Film Award, Original Music. MCFCA Award, Best Score. DFCS Award, Best Original Score. Critics Choice Award, Best Score. HFCS Award, Best Original Score. SCL Award, Outstanding Original Score for a Studio Film. Gold Derby Award, Original Score. HCA Award, Best Score. TILNEFNINGAR COFCA Award, Best Score, HFCS Award, Best Original Score. IFMCA Award, Film Score of the Year. IFMCA, Best Original Score for a Drama Film. IFMCA, Film Music Composition of the Year. IFC Award, Best Original Score. GAFCA Award, Best Original Score. LEJA Award, Best Music. OFCS Award, Best Original Score. OFTA Film Award, Best Music, Original Score. ACCA, Best Original Score. Chernobyl VERÐLAUN Grammy, Best Score Soundtrack for Visual Media. TILNEFNINGAR SCL Award, Out- standing Original Score for a Television or Stream- ing Production. IFMCA Film Composer of the Year, Best Original Score for a Television Series. 2013 Kapringen TILNEFNING Robert, Årets score (musik). Jîn TILNEFNING Turkish Cinema Award, Best Original Music. 2016 Ófærð VERÐLAUN Edduverð- launin, Besta tónlist í kvikmynd/sjónvarpi. 2017 Eiðurinn VERÐLAUN Edduverð- launin, Besta tónlist í kvikmynd/sjónvarpi. „Vá, þetta er svo hjartnæmt“  Hildur Guðnadóttir fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestu tónlistina  Hvatti eldri sem yngri konur til að láta í sér heyra  Hamingjuóskum rigndi yfir Hildi  Miklar væntingar rættust á sunnudagskvöld AFP Óskarsverðlaun Hildur Guðnadóttir með Óskarinn; styttuna sem marga listamenn er tengjast kvikmyndagerð dreymir um að fá. Hún er fyrsti Íslendingurinn til að hreppa verðlaunin. Hildur hreppti Óskarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.