Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Reykjavíkurborg tilkynnti í síðustu
viku að vegna athugasemda íbúa
og annarra hagsmunaaðila hefði
verið ákveðið að gera breytingar
við uppbyggingu á sjómannaskóla-
reit. Vinir Saltfiskmóans, sem eru
samtök íbúa á svæðinu, hafa marg-
víslegar athugasemdir við tilkynn-
ingu borgarinnar og segja m.a. að
meginbreytingarnar sem gerðar
hafi verið á skipulagi reitsins séu
allar vegna krafna frá opinberum
aðilum. „Við mótmælum því að
borgaryfirvöld skuli reyna að slá
sig til riddara fyrir að hafa tekið
tillit til athugasemda íbúa, þegar
sú var ekki raunin,“ segir í yfirlýs-
ingu frá Vinum Saltfiskmóans.
Íbúðum fækkað og
græn svæði stækkuð
Yfirskrift á tilkynningu borgar-
innar var „Íbúðum fækkað og
græn svæði stækkuð“ og þar voru
raktar helstu breytingar á reitn-
um. Þar kemur fram að létta eigi á
byggingamagni með því að taka út
íbúðir fyrir námsmenn og minnka
byggingarreit hagkvæms húsnæðis
við stakkstæði. Stækka eigi opin
græn svæði frá auglýstri tillögu og
festa þau til frambúðar sem opin
svæði til leikja og útivistar í aðal-
skipulagi. Setja eigi hverfisvernd á
Stakkstæðið og Vatnshólinn, jafn-
framt því að tryggja ásýnd að
byggingu Sjómannnaskólans.
Í yfirlýsingu Vina Saltfiskmóans
kemur fram að borgin hafi stækk-
að lóð Sjómannaskólans að kröfu
framkvæmdasýslunnar fyrir hönd
fjármála- og efnahagsráðuneyt-
isins. Borgin hafi ákveðið að fjar-
lægja námsmannaíbúðir framan
við Sjómannaskólann að kröfu
Minjastofnunar Íslands. Borgin
hafi ákveðið að Vatnshóllinn og
stakkstæðið í Saltfiskmóanum njóti
hverfisverndar samkvæmt tilmæl-
um frá Borgarsögusafni Reykja-
víkur, en eftir sem áður virði borg-
in enn ekki 15 metra helgunar-
svæði stakkstæðisins í samræmi
við lög um menningarminjar.
Ekki tekið tillit til
neinna athugasemda
Vinir Saltfiskmóans sendu inn
fjölmargar athugasemdir í skipu-
lagsferlinu sem hófst vorið 2018 og
segir í yfirlýsingunni að borgin
hafi ekki tekið tillit til neinna
þeirra athugasemda. Því er and-
mælt að öll uppbygging á sjó-
mannaskólareitnum sé á vegum
óhagnaðardrifinna félaga. Í gögn-
um megi t.d. sjá að framkvæmdar-
aðili uppbyggingar vestan við Sjó-
mannaskólann muni geta hagnast
um hundruð milljóna króna á fram-
kvæmdunum. Gerð er athugasemd
við myndræna framsetningu borg-
arinnar í skipulagsferlinu og hún
sögð villandi.
Því er fagnað að Minjastofnun
og Borgarsögusafn hafi staðið vörð
um menningarminjar á reitnum,
„en [við] erum verulega hugsi yfir
algjöru samráðsleysi borgarinnar
við íbúa“, segir í yfirlýsingunni.
Skorað er á borgarráð að sam-
þykkja ekki fyrirliggjandi tillögu
að deiliskipulagi sjómannaskóla-
reits. Tillögurnar verða teknar til
staðfestingar í borgarráði næsta
fimmtudag.
Breytingar á sjómannaskóla-
reit að kröfu opinberra aðila
Íbúasamtök segja borgaryfirvöld reyna að slá sig til riddara Samráðsleysi
Myndefni/Vinir Saltfiskmóans
Breyting Nýjar byggingar munu skyggja á vesturhlið Sjómannaskólans samkvæmt áformum um framkvæmdir þar.
Lilja Alfreðs-
dóttir, mennta-
og menningar-
málaráðherra,
hefur skipað Jón
Atla Benedikts-
son í embætti
rektors Háskóla
Íslands til næstu
fimm ára.
Embætti rekt-
ors var auglýst
laust til umsóknar í desember og
var Jón Atli eini umsækjandinn um
embættið. Hann var upphaflega
kjörinn rektor Háskóla Íslands vor-
ið 2015. Hann er 29. rektorinn sem
gegnir embættinu frá því að Há-
skólinn var stofnaður árið 1911.
Skipaður rektor
Háskóla Íslands
Jón Atli
Benediktsson
Bókin Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason var sú bók fyrir fullorðna
sem oftast var lánuð út af bókasöfnun landsins á síðasta ári, en bók Arnalds
sem kom út haustið 2018 rataði 3.166 sinnum heim með bókasafnsgestum.
Skammt á hæla Arnaldi kemur Þorpið eftir Ragnar Jónasson og Ungfrú
Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur var þriðja mest lánaða bókin á bókasöfn-
um landsins í fyrra.
Þetta sést í nýjum tölum um útlán sem nú eru aðgengilegar á vef Lands-
kerfis bókasafna.
Sú barnabók sem oftast var lánuð í ár var Dagbók Kidda klaufa: Leyni-
kofinn, en sú var raunar lánuð oftar en nokkur önnur bók á bókasöfnum
landsins í fyrra, eða 5.448 sinnum.
Bók Arnaldar lánuð oftast út í fyrra
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
ALGJÖRT
VERÐHRUN
Á ÚTSÖLUNNI
Str. 36-52
Útsölubuxur
kr. 3.900.-
Aðeins 5 verð
2.000.-
3.000.-
4.000.-
5.000.-
6.000.-
Ferðaáætlun
Ferðafélags
Íslands 2020
er komin út
Ferðafélag Íslands
www.fi.is