Morgunblaðið - 11.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
11. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.62 126.22 125.92
Sterlingspund 162.39 163.17 162.78
Kanadadalur 94.32 94.88 94.6
Dönsk króna 18.399 18.507 18.453
Norsk króna 13.523 13.603 13.563
Sænsk króna 13.011 13.087 13.049
Svissn. franki 128.67 129.39 129.03
Japanskt jen 1.1438 1.1504 1.1471
SDR 172.11 173.13 172.62
Evra 137.52 138.28 137.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.8043
Hrávöruverð
Gull 1568.3 ($/únsa)
Ál 1693.0 ($/tonn) LME
Hráolía 55.14 ($/fatið) Brent
● Lansdowne
European Struct-
ural Recovery
Fund, sem er sjóð-
ur í stýringu breska
fjármálafyrirtæk-
isins Lansdowne
Partners seldi á
föstudaginn var
tæplega 18,7 millj-
ónir hluta í tryggingafélaginu TM. Með
því fór eignarhlutur sjóðsins í félaginu
niður fyrir 5% og stendur nú í 2,07%.
Eftir viðskiptin á sjóðurinn tæplega 16
milljónir hluta í félaginu.
Miðað við gengi bréfa TM að undan-
förnu má gera ráð fyrir að andvirði söl-
unnar nemi ríflega 670 milljónum
króna. Eign sjóðsins eftir viðskiptin er
sömuleiðis um 570 milljónir króna.
Þetta eru ekki fyrstu stóru viðskipti
Lansdowne Partners í íslensku trygg-
ingafélagi á þessu ári. Hinn 20. janúar
síðastliðinn seldi sjóðurinn 92 milljónir
hluta í VÍS og má gera ráð fyrir að
heildarvirði þeirra viðskipta hafi numið
um 1,1 milljarði króna.
Lansdowne hefur gert sig gildandi á
íslenska hlutabréfamarkaðnum frá
árinu 2017. Stjórnarformaður félagsins
sagði þá í samtali við Reuters að mikill
vöxtur í ferðaþjónustu gerði Ísland að
ákjósanlegum fjárfestingarkosti.
Lansdowne selur fyrir
hundruð milljóna í TM
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir ferðamenn frá
Bandaríkjunum og Bretlandi hafa
haldið uppi ferðaþjónustu utan há-
annar. Það sé því
áhyggjuefni að
færri ferðamenn
frá Bandaríkjun-
um og Bretlandi
skuli hafa heim-
sótt landið í jan-
úar en í fyrra.
„Þetta bendir
til að árstíða-
sveiflan í grein-
inni sé að
aukast,“ segir
Skarphéðinn Berg um þróunina í
byrjun ársins.
Hefur það verið eitt meginmark-
mið íslenskrar ferðaþjónustu síð-
ustu ár að jafna árstíðasveifluna og
nýta þannig fjárfestinguna betur.
Ferðamálastofa birti síðdegis í
gær tölur um brottfarir erlendra
ferðamanna í janúar, sundurliðað
eftir þjóðerni, og er heildarfækkun
erlendra ferðamanna 13%. Alls voru
tæplega 121 þúsund brottfarir í jan-
úar, eða um 18 þúsund færri en í
sama mánuði í fyrra. Það eru jafn-
framt fæstu brottfarirnar frá 2016,
eins og lesa má úr grafi hér til hlið-
ar.
Fall WOW skilur eftir skarð
Þar má líka sjá hlutfallslega
breytingu á fjölda brottfara eftir
þjóðerni. Breskum ferðamönnum
fækkaði um 12,2% og bandarískum
ferðamönnum um 39,4%. Hins veg-
ar fjölgaði kínverskum ferðamönn-
um um 25,7% en þeir eru færri.
Skarphéðinn segir aðspurður að
áhrifanna af niðurskurði WOW air í
árslok 2018 gæti í því að ferða-
mönnum fækkaði milli janúar 2018
og 2019. Áhrifin af gjaldþroti félags-
ins 28. mars sl. birtist svo í meiri
fækkun milli janúar 2019 og 2020.
„Nú eru liðnir um 10 mánuðir frá
því að WOW air hætti starfsemi en
önnur flugfélög eru ekki farin að
bæta upp þá sætisfækkun sem varð.
Þótt Icelandair hafi aukið framboðið
eru önnur flugfélög ekki að stoppa
upp í gatið sem WOW skildi eftir
sig. Það er áhyggjuefni að aðrir að-
ilar séu ekki að koma inn á mark-
aðinn. Við þurfum að sjá fleiri félög
en Icelandair bjóða fleiri flugsæti til
landsins,“ segir Skarphéðinn Berg.
Veiran ekki haft áhrif
Kórónuveiran hafi ekki haft áhrif
á janúartölurnar. Það birtist skýr-
ast í fjölgun kínverskra ferða-
manna. Hins vegar muni veiran og
ferðabannið í Kína að óbreyttu hafa
áhrif á fjölda brottfara í febrúar.
Nærri 30% samdráttur
Samkvæmt talningu Isavia fóru
29,8% færri farþegar um Kefla-
víkurflugvöll í janúar en í sama
mánuði í fyrra. Það var 6,6% minna
en Isavia áætlaði í spá sinni í des-
ember.
Alls fóru 375.723 farþegar um
Keflavíkurflugvöll í janúar en
535.210 í janúar 2019.
Þá fóru 311.762 farþegar til og
frá landinu í janúar en 353.883 í jan-
úar í fyrra, sem er 11,9% fækkun.
Isavia áætlaði í farþegaspá að þeir
yrðu 319.527 talsins í janúar og
voru þeir því 2,4% færri en áætlað
var.
Aukin árstíðasveifla í ferða-
þjónustu mikið áhyggjuefni
Brottfarir frá Kefl avíkurfl ugvelli í janúar
Fjöldi brottfara í janúar 2016-2020 Fjöldi brottfara í janúar 2020 eftir þjóðerni
160
140
120
100
80
60
40
20
0
35
30
25
20
15
10
5
0
100%
90%
80%
60%
40%
20%
0%
-20%
-30%
Janúar 2019 Janúar 2020
2016 2017 2018 2019 2020 Frakkland Þýskaland Pólland Kína Bandaríkin Bretland
Þúsundir brottfara Þúsundir brottfaraBreyting frá fyrra ári
78
136
148
139
120
23,6%
75,3%
8,5%
-5,8%
-13%
5,65,4
8,4
5,3
10,2
29,5
34,7
6,66,6
12,8
30,5
17,9
Heimild: Ferðamálastofa
219 ferðum aflýst
» Isavia telur óveður kunna að
eiga þátt í fækkun ferðamanna
milli ára í janúar og miðað við
uppfærðar áætlanir félagsins.
» Átta daga í janúar hafi þurft
að fresta, flýta eða aflýsa flug-
ferðum á Keflavíkurflugvelli
vegna vindhraða og veðurofsa.
» Alls hafi 219 flugferðum
verið aflýst á Keflavíkur-
flugvelli en 31 í janúar í fyrra
en það er um sjöföldun.
Ferðamálastjóri bendir á fækkun ferðamanna frá Bandaríkjunum og Bretlandi
Skarphéðinn
Berg Steinarsson
Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands
stóð í tæpum 835,2 milljörðum króna
í lok janúar. Jókst virði hans um
tæpa 13 milljarða króna í fyrsta
mánuði ársins.
Mest munaði þar um verðbréfa-
eign bankans sem jókst um 25,5
milljarða í mánuðinum. Stóð hún í
594,2 milljörðum króna í lok janúar.
Á móti dróst seðlaeign og innstæður
bankans saman um 13,5 milljarða
króna og voru 196,7 milljarðar
króna.
Verðhækkanir á gulli urðu til þess
að eign bankans í góðmálminum
jókst um 664 milljónir króna. Stóð
gullforðinn því í rúmum 12,4 millj-
örðum í mánaðarlok.
Hefur gjaldeyrisforði Seðlabank-
ans haldist vel yfir 800 milljörðum
króna allt frá júnímánuði í fyrra
þegar hann var 841 milljarður
króna.
Morgunblaðið/Golli
Gjaldeyrisforðinn óx
um 13 milljarða í janúar
Ekkert félag hækkaði í viðskiptum
í Kauphöll í gær. Aðeins fjögur fé-
lög lækkuðu ekki. Það voru Brim,
Eimskipafélagið, Hagar og Heima-
vellir. Mest lækkuðu bréf Eikar
fasteignafélags, um 2,2% í tæplega
54 milljóna viðskiptum. Þá lækkuðu
bréf Icelandair Group um 1,9% í
tæplega 52 milljóna króna við-
skiptum. Höfðu bréf félagsins tekið
skarpa dýfu fyrr um daginn en
réttu nokkuð úr kútnum þegar líða
tók á.
Bréf Marels lækkuðu um 1% í ríf-
lega 61,7 milljóna króna við-
skiptum. Hafa bréf félagsins nú
lækkað um ríflega 3,9% það sem af
er ári. Bréf TM lækkuðu um 1,2% í
75 milljóna viðskiptum. Bréf Sýnar,
Símans, Reita og Regins lækkuðu
um ríflega 1%.
Önnur félög lækkuðu minna.
Ekkert félag hækkaði í Kauphöll Íslands