Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 22

Morgunblaðið - 11.02.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Fundir/Mannfagnaðir ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæðismanna, SES Hádegisfundur SES Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Samtaka iðnaðarins, verður gestur á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 12 í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Húsið opnað kl. 11:30. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1000 krónur. Allir velkomnir. Með kveðju, stjórnin. Félag sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi Almennur stjórnmálafundur fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20 í sal sjálfstæðisfélaganna, Álfabakka í Mjódd. Alþingismennirnir í Reykjavík suður, þau Sigríður Andersen og Brynjar Níelsson , koma á fundinn og ræða stöðu stjórnmála í dag. Allt áhugafólk um stjórnmál og Reykjavík velkomið á fundinn. Stjórn Sjálfstæðisfélags Skóga- og Seljahverfis. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur- inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Botsía kl. 10.15-Bíó í miðrými kl. 13. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Vatnslitun kl. 13, leiðbeinandi, ókeypis og allt til staðar. Í dag er ekki kaffi vegna vinnustöðvunar starfsfólks. Nánari upplýsingar í síma 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Botsía með Guðmundi kl. 10. Leshringur kl. 11. Brids kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 12.45. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700. Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld í Dal, neðra safnaðarheimili kirkj- unnar kl. 20. Allir velkomnir, Safnaðarfélag Áskirkju. Boðinn Fuglatálgun kl. 13. Brids kl. 13. Kanasta kl. 13. Borgir Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum, postulínsmálun kl. 9.30 í Borgum og botsía kl. 10 og 15 í Borgum. Helgistund kl. 10.30 í Borgum og leikfimishópur Korpúlfa kl. 11 í dag í Egilshöll. Spjallhópur í listamiðju Borgum kl. 13, sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 í dag. Allir hjartanlega velkomnir í Borgir, þar sem gleðin býr. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Saumastofan kl. 10.30, ýmislegt í farvatninu. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40- 11.20. Leshópur kl. 13. Leikfimi með Silju kl. 13-13.40. Qi-gong kl. 17- 18. Kaffihús eftir hádegi fellur niður ef ósamið er við Eflingu. Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera í vinnustofu kl. 9. Félagsvist í borðsal kl. 13.30. Bónusrúta við aðalinngang kl. 15.05. Dalbraut 27 Bænastund í bókaherbergi kl. 9.30. Djákni í setustofu 2. hæð kl. 14. Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð á vægu verði eftir stundina. Við fáum góðan gest til okkar; rithöfundinn Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur sem les upp úr bók sinni Jakobína: saga skálds og konu. Verið velkomin. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Mynd- listarnámskeið kl. 9-12. Thai chi kl. 9. Spekingar og spaugarar kl. 10.30-11.30. Hádegismatur kl. 11.30. Kríur myndlistarhópur kl. 13. Brids kl. 13. Tölvur kl. 13.10. Enska kl. 13. Ekkert síðdegiskaffi kl. 14.30 vegna verkfalls starfsmanna Eflingar. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9. Bútasaumshópur hittist kl. 9. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30. Bókband kl. 13. Frjáls spila- mennska kl. 13. Opin handverksstofa kl. 13-16. Söngstund kl. 13.30. Bókaklúbbur kl. 15. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Velkomin á Vitatorg. Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Vatnsleikfimi kl. 7.30/15.15. Qi-gong í Sjálandi kl. 9. Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía í Ás- garði kl. 12.45. Línudans Sjálandi kl. 13.30/14.30. Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl. 9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Glervinnustofa með leiðbeinanda kl. 13-16. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13.30 alkort. Grafarvogskirkja Starf eldri borgara fer í óvissuferð. Brottför er frá Grafarvogskirkju kl. 13. Grensáskirkja Kl. 12 á þriðjudögum er boðið upp á kyrrðarstund í Grensáskirkju. Stundin hefst með orgelleik og síðan er nærandi orð og kyrrðarbæn. Eftir samveruna í kirkjunni er samfélag yfir léttri máltíð gegn vægu gjaldi. Gullsmári Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur- smíði, kanasta og tréskurður kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30. Hádegismatur kl. 11.30. Félagsvist kl. 13.15. Kaffi kl. 14.15. Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8-12. Dansleikfimi kl. 9. Qi-gong kl. 10. Brids kl. 13. Leikfimi Hjallabraut kl. 10.45. Leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30. Vatnsleikfimi í Ásvallalaug kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Zumba með Carynu kl. 10. Brids í handavinnustofu kl. 13. Helgistund kl. 14, prestur frá Fossvogsprestakalli þjónar. Korpúlfar Listmálun kl. 9 í Borgum, frjáls postulínsmálun kl. 9.30 í Borgum. Botsía kl. 10 og 15 í Borgum í dag. Helgistund kl. 10.30 og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í dag. Spjallhópur kl. 13 í Borgum, listamiðja. Sundleikfimi kl. 13.30 í Grafarvogssundlaug. Allir hjartanlega velkomnir. Neskirkja Krossgötur kl. 13. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og svefn- ráðgjafi, talar um svefn og hvernig við getum öðlast betri svefn. Söngur og kaffiveitingar Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja 9-12, trésmiðja kl. 9- 16, opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, kaffihúsaferð kl. 14, Bónusbíllinn kl.15, hugleiðslan kl.15.30. Uppl í s. 4112760 Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 7.10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Ath. púttið í Risinu er kl. 10 í dag. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Karlakaffi kl. 14 í safnaðarheimilinu. Í dag kl. 14 verður kynningarfundur í hátíðarsal Gróttu um nýtt hreyfingar- úrræði fyrir fólk 60+; FARSÆL ÖLDRUN. Skráning á staðnum. Fólk er hvatt til að fjölmenna. Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir í hópinn. Rað- og smáauglýsingar mbl.is alltaf - allstaðar Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is Hjartkær móður- systir mín er farin frá okkur eftir snörp veikindi. Frá því ég man eftir mér hefur Ása verið mér svo kær, oft fór ég á Hornafjörð sem barn og gisti þá á Kirkjubrautinni, þangað var alltaf svo gott að koma og vel tekið á móti mér hvort sem ég var ein eða með fjölskyldunni. 15 ára kom ég svo til að vera heilt sumar að vinna í humri og búa hjá Ásu og Gunnari, þetta var erfitt fyrir óharðnaðan ung- ling úr Reykjavík. Ekki hefði ég getað verið á betri stað og naut þess að vera hjá þeim; fara á rúntinn, út í Ósland og fylgjast með bátum koma og fara, heim- sækja ömmu Gróu og passa fyrir Ásgeir og Eygló. Það kom ekkert annað til greina en að fara aftur næsta sumar og þarnæsta líka. Ég á svo margar góðar minning- Ásgerður Arnardóttir ✝ Ásgerður Arn-ardóttir fædd- ist 9. september 1946. Hún lést 19. janúar 2020. Útför Ásgerðar fór fram 25. janúar 2020. ar og eignaðist líka góða vini og vinkon- ur í leiðinni ásamt því að rækta frænd- skap við flesta ætt- ingja mína á Höfn. Í gegnum tíðina hefur varla átt sér stað nokkur við- burður í lífi mínu og fjölskyldunnar allr- ar sem Ása og Gunnar hafa ekki verið partur af og alltaf fékk ég símtal frá Ásu þegar ég eða börnin mín áttu afmæli. Ég mun sakna hennar sárt. Mig langar þakka elsku Ásu frænku fyrir allar samveru- stundirnar, elsku, hlátur og gleði. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sofðu rótt, Lovísa Dröfn Lúðvíksdóttir. Ari Rögnvalds- son, vélstjóri á Ak- ureyri, er látinn 87 ára að aldri. Kynni okkar Ara hófust undir lok áttunda áratugar síð- ust aldar. Hann var þá orðinn dælustjóri hjá Hitaveitu Akur- eyrar en ég nýkominn úr námi og að taka við jarðhitarannsókn- um í Eyjafirði sem varð drjúgur hluti af starfi mínu næstu ára- tugi. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Hitaveituna á Akureyri, jarðhitasvæðin í Eyjafirði höfðu ekki staðið undir þeim vænt- ingum sem menn höfðu þegar hitaveitan var byggð og stöð- ugur orkuskortur blasti við. Verð heita vatnsins hækkaði stöðugt og sífellt var leitað nýrra staða þar sem ná mætti í meira vatn. Verst var þó óvissan á veturna um það hvort tækist að anna orkuþörfinni – ég held að ástandið hafi oft verið mun tæpara en bæjarbúar gerðu sér grein fyrir. Þetta mæddi meðal annarra mjög á Ara sem stýrði dælingu úr hinum mismunandi hitaveituholum til bæjarins en það þurfti að gera með vissum hætti til að tryggja orkudreif- inguna og öryggið. Þetta gerði Ari allt með miklum sóma og samviskusemi. Óteljandi voru þau símtöl sem við áttum á þessum árum um hvernig best væri að haga dælingunni. Vatnsborð féll óvenjumikið í borholum hitaveitunnar við vinnslu og því varð að dæla vatninu upp af meira dýpi en annars staðar á Íslandi og því Ari Rögnvaldsson ✝ Ari Rögnvalds-son fæddist 20. nóvember 1932. Hann lést 20. jan- úar 2020. Útför Ara var gerð 3. febrúar 2020. fylgdu ýmis tækni- vandamál sem leysa þurfti. Það hvíldi mest á Ara enda er hann sagður „brautryðjandi í notkun djúpdælna á Norðurlandi“ í Jarðhitabók Guð- mundar Pálmason- ar er kom út árið 2005. Ari framkvæmdi einnig mikið af þeim mælingum í borholum sem mat á jarðhita- forðanum og stýring vinnslunn- ar hvílir á og gerði það af mikilli natni og samviskusemi. Þá var hann iðulega sá sem kynnti hita- veituna af miklum áhuga fyrir nemendum Jarðhitaskólans sem komu á hverju sumri norður í kynnisferð. Einnig er mér sér- staklega minnisstæð þátttaka hans í merkri tilraun með nið- urdælingu jarðhitavatns á Laugalandi í Öngulstaðahreppi um miðjan tíunda áratuginn sem leiddi til þess að Hita- og vatns- veita Akureyrar varð fyrsti að- ilinn á Íslandi til að gera nið- urdælingu í jarðhitakerfi að föstum þætti í rekstri sínum. Hann hafði lifandi áhuga á því sem var verið að gera og vinna hans átti mikinn þátt í þeim árangri sem náðist. Eftir alla erfiðleikana búa Akureyringar nú við einna lægsta verðið á heitu vatni til húshitunar – árangur sem Ari og annað starfsfólk hitaveitunnar má vera stolt af. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Ara, það var alltaf ein- staklega þægilegt og ánægjulegt að vinna með honum. Ég sendi Sigríði konu hans og öðrum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Megi hann hvíla í friði að góðu lífsstarfi loknu. Ólafur G. Flóvenz. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.