Morgunblaðið - 11.02.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
Hinar ýmsu nefndir innan
KSÍ virðast ekki hrifnar af þeirri
tillögu Skagamanna að fjölga lið-
um í úrvalsdeild karla í fótbolta
úr tólf í fjórtán og þaðan upp í
sextán á næstu tveimur árum.
Bæði fjárhags- og endur-
skoðunarnefnd og mótanefnd
KSÍ hafa gert athugasemdir við
tillöguna og síðar í þessari viku
mun starfshópur KSÍ um mögu-
lega lengingu Íslandsmótsins
kynna sína afstöðu í málinu.
Fram hafa komið áhyggjur af
því að málið sé ekki hugsað
nægilega vel, hvaða áhrif breyt-
ingarnar myndu hafa á fjárhag
og mannafla KSÍ, vandkvæði
vegna leyfiskerfis, hvort fjöldi
dómara standi undir þessari
fjölgun leikja og fleira í þeim dúr.
Ég hef áður nefnt á þessum
stað að betra væri að fjölga leikj-
um en liðum og nefndi m.a. það
sem álitlegan kost að bæta einni
umferð milli sex efstu og sex
neðstu liða við núverandi tólf
liða deild, þannig að liðin myndu
spila 27 leiki hvert.
Þá fengjum við hörkuleiki
innbyrðis á milli efstu og neðstu
liða á síðustu vikum mótsins.
Kannski er besta lausnin sú
að fækka liðunum á ný niður í tíu
og spila þrefalda umferð, 27 leiki
á lið, en þá yrðu heildarleikirnir
álíka margir og þeir eru í dag.
En ég hef ekki orðið var við
miklar umræður um hvort rétt sé
að fjölga liðum og/eða leikjum í
úrvalsdeild kvenna. Þar er þó
jafnvel ennþá meiri þörf á fleiri
verkefnum fyrir leikmennina þar
sem mun fleiri landsliðskonur en
landsliðskarlar leika með ís-
lenskum félagsliðum.
Átján leikir á Íslandsmóti er
fulllítið ef við ætlum að halda
landsliðskonunum í nægilega
góðu leikformi til að geta haldið
áfram að gera til þeirra þær kröf-
ur að þær komist í lokakeppni
stórmótanna.
Þurfa þær ekki annaðhvort
tólf liða deild með 22 leikja Ís-
landsmóti eða fækkun liða og
þrefalda umferð? Þar sem kröfur
til valla og dómara eru ekki eins
stífar og hjá körlunum ætti fjölg-
un þeim megin að vera minna
vandamál fyrir hreyfinguna.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
HANDBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Morgunblaðið spurði Lovísu Thomp-
son, landsliðskonu í handknattleik,
að loknum leik HK og Vals á laug-
ardaginn hvort hún væri ekki farin
að leggja drög að því að halda utan í
atvinnumennsku í náinni framtíð.
Lovísa fór hamförum í leiknum og
skoraði 14 mörk. Eins og sjá má í
samantekt hér til hliðar er hún orðin
sú þriðja markahæsta í Olísdeildinni.
Þótt ung sé að árum hefur hún
unnið það sem er í boði hér heima.
Lovísa var óvenjuung þegar hún fór
að láta að sér kveða í meistaraflokki
enda var hún enn í skyldunáminu í
grunnskóla þegar hún skoraði sig-
urmark Gróttu á Íslandsmótinu árið
2015. Hún er á sínu sjöunda tímabili
í efstu deild og hefur skorað 657
mörk í 167 leikjum. „Mig langar að
fara í atvinnumennsku og horfi út en
það er ekkert í vinnslu núna. Samn-
ingur minn við Val rennur út í vor og
því er aldrei að vita hvað gerist. Ég
er opin fyrir öllu.“
Meistari með tveimur liðum
Lovísa er óvenjureynd á hand-
boltavellinum miðað við aldur. Fyrir
utan sigra með tveimur liðum bæði á
Íslandsmótinu og í bikarkeppninni
þá hefur Lovísa verið í A-landsliðinu
undanfarin ár og var í U20 ára lands-
liðinu sem komst á HM í Ungverja-
landi 2018. Að því móti loknu var
hún nefnd sem ein af tuttugu von-
arstjörnum í íþróttinni á heimasíðu
Evrópska handknattleikssambands-
ins en hún er fædd 1999.
„Maður er eins og gömul kempa
þegar maður er bara tvítugur. Sem
er mjög skrítið en það er eitthvað til
í því,“ sagði Lovísa og hló. Hún er
sammála því að ný áskorun gæti ver-
ið heppileg á næsta tímabili eftir sjö
ár í efstu deild hér heima.
„Eins og þú segir þá fer að koma
að því að maður þurfi á breytingu að
halda. Kannski þarf maður að kom-
ast í umhverfi þar sem hafa þarf enn
meira fyrir hlutunum. Ég stefni að
því ef gott tækifæri býðst. Mig lang-
ar ekki að fara til útlanda bara til
þess að fara. Ég bíð eftir góðu til-
boði,“ útskýrði Lovísa.
Í góðum höndum á Hlíðarenda
Spurð um hvort hún sé með um-
boðsmann til að sjá um sín mál segir
Lovísa að það sé í skoðun.
„Já, það er til skoðunar en ég er
svo sem róleg yfir þessu eins og er.
Danmörk heillar mig mest sem
fyrsta skref erlendis og mögulega
Noregur. Síðar væri hægt að fara í
sterkari deild eins og þá frönsku,“
sagði Lovísa og tekur það fram að
hún sé í góðum höndum hjá Val.
„Á meðan reyni ég að bæta mig og
hjá Val er gott umhverfi til að gera
það. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er
ótrúlega góður þjálfari og Bubbi
[Hlynur Morthens] markmanns-
þjálfari er með honum. Við erum
einnig hjá Óskari Bjarna [Ósk-
arssyni] á séræfingum. Ég er því hjá
góðu félagi sem er örugglega besta
alhliða félagið á Íslandi. Á meðan ég
er hjá Val er þetta í lagi en sá tíma-
punktur mun koma þar sem ég þarf
að skoða eitthvað annað. Ég er í sál-
fræði í háskólanum en það heldur
mér ekki hér heima því ég gæti
örugglega tekið það í fjarnámi að
einhverju leyti,“ sagði Lovísa
Thompson í samtali við Morg-
unblaðið.
„Gömul“ kempa um tvítugt
Lovísa Thompson er farin að velta atvinnumennskunni fyrir sér Anar þó
ekki að neinu heldur bíður eftir góðu tilboði Danmörk gæti verið góður kostur
Morgunblaðið/Eggert
Reynsla Lovísa Thompson leikur sitt sjöunda tímabil í úrvalsdeild kvenna.
Knattspyrnudeild Víkings Ólafsvík
hefur samið við enska leikmanninn
Billy Stedman um að spila með lið-
inu á komandi tímabili. Stedman,
sem er 20 ára gamall, kemur til
Víkings frá enska liðinu Coventry.
Hann getur spilað á kantinum og
framarlega á miðjunni. Víkingur
hafnaði í fjórða sæti 1. deild-
arinnar á síðustu leiktíð með 34
stig úr 22 leikjum. Síðan þá hefur
Jón Páll Pálmason verið ráðinn
þjálfari í stað Ejubs Purisevic, sem
þjálfaði Ólafsvíkinga í tæplega
sautján ár.
Enskur leikmaður
til Ólafsvíkur
Styrkur Jón Páll Pálmason, þjálfari
Víkings Ólafsvík, fékk liðstyrk.
KSÍ hefur úrskurðað að FH teljist
sigurvegari í leik liðsins gegn HK í
Lengjubikar meistaraflokks karla
síðasta föstudagskvöld, 3:0, en HK
vann þá leik liðanna í Kórnum, 1:0,
með marki Birnis Snæs Ingasonar.
HK tefldi fram 18 ára gömlum
varamanni í seinni hálfleik, Emil
Skorra Brynjólfssyni. Hann er
skráður í Ými, varalið HK í 4. deild-
inni, og var því ólöglegur í leiknum
samkvæmt reglugerð. HK fær sam-
kvæmt reglugerðinni 60 þúsund
króna sekt fyrir að nota Emil í
leiknum.
HK tapar stigum
og fær sekt
Morgunblaðið/Hari
Kórinn HK vann leikinn en FH fær
stigin vegna ólöglegs leikmanns.
Ásta Björt Júlíusdóttir, ÍBV ........... 94
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram ...... 92
Lovísa Thompson, Val ................... 87
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram ... 80
Steinunn Björnsdóttir, Fram ......... 79
Jóhanna M. Sigurðardóttir, HK ..... 77
Berta Rut Harðardóttir, Haukum ... 71
Karen Knútsdóttir, Fram ............... 68
Martha Hermannsdóttir, KA/Þór.. 68
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK .. 67
Sunna Jónsdóttir, ÍBV................... 65
Díana Kristín Sigmarsdóttir, HK ... 64
Díana Dögg Magnúsdóttir, Val....... 61
Anamaria Gugic, Aftureldingu ...... 60
Stefanía Theodórsdóttir, Stjörn.... 60
Sandra Erlingsdóttir, Val............... 59
Guðrún E. Bjarnadóttir, Haukum .. 56
Sigríður Hauksdóttir, HK .............. 56
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjörn .. 54
Sara Odden, Haukum.................... 51
Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Val ......... 48
Ester Óskarsdóttir, ÍBV ................. 47
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram...... 47
Karen Tinna Demian, Stjörnunni .. 44
Markahæstar í Olísdeild kvenna
ÞJÁLFARAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Er gúrkutíð?“ spurði handknatt-
leiksþjálfarinn hógværi Gunnar
Magnússon þegar við tókum við
hann ítarlegt viðtal fyrir síðustu
jól. Tilefnið var fyrirhuguð vista-
skipti hans næsta sumar, en þá
lætur Gunnar af starfi sínu hjá
Haukum og tekur við Aftureldingu.
Arftaki hans hjá Haukum hefur
nú verið fundinn og leyndist á
skrifstofu félagsins. Aron Krist-
jánsson hefur ákveðið að taka við
karlaliði Hauka í þriðja sinn á ferl-
inum, en Aron er einnig landsliðs-
þjálfari Barein og fram undan hjá
honum í sumar er að stýra Barein á
Ólympíuleikunum í Japan.
Síðustu dagar og vikur hefur
verið vægast sagt líflegur tími í
þjálfaramálum í handboltanum.
Patrekur Jóhannesson er kominn á
markaðinn eftir hálft tímabil hjá
Skjern í Danmörku. Aðalsteinn
Eyjólfsson er einnig laus eftir að
hafa stýrt Erlangen í Þýskalandi
undanfarin ár. Báðir höfðu ákveðið
að róa á önnur mið næsta sumar og
félögin kusu að segja þeim upp
störfum áður en að því kom.
Alfreð Gíslason er hins vegar bú-
inn að ráða sig og tekur við þýska
landsliðinu, en fyrir lá að hann
hefði áhuga á landsliðsþjálfara-
starfi eftir langan feril hjá félags-
liðum.
Einar Andri Einarsson verður
jafnframt á lausu í sumar en þá
hættir hann hjá Aftureldingu og
fyrrnefndur Gunnar Magnússon
tekur við. Þá var tilkynnt um
helgina að Grímur Hergeirsson
myndi láta staðar numið með Sel-
fossliðið eftir eitt tímabil.
Ýmsir valmöguleikar eru því í
stöðunni fyrir félög sem leita sér
að þjálfurum fyrir handboltalið sín
næsta vetur.
Aron Kristjánsson stýrði Hauk-
um síðast fyrir sjö árum, en hann
var afar farsæll hjá félaginu. Varð
liðið Íslandsmeistari undir stjórn
hans 2008, 2009 og 2010. Stýrði
hann Haukum í sex tímabil og liðið
fór fimm sinnum í úrslitarimmuna.
Þá tókst Aroni að gera bæði Kold-
ing og Álaborg að meisturum á
Danmerkurárum sínum. Á Ásvöll-
um hugsa menn sér því væntanlega
gott til glóðarinnar að fá Hólm-
arann aftur til starfa. (Aron bjó í
Stykkishólmi til ellefu ára aldurs.)
Samstarfsmenn „Strákar. Er ekki bara einfaldast að Aron taki við af
mér?“ gæti Gunnar Magnússon verið að spyrja í þessu leikhléi hjá Haukum.
Þriðja vegferð Arons
Leituðu ekki langt yfir skammt að eftirmanni Gunnars