Morgunblaðið - 11.02.2020, Blaðsíða 28
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Þetta hefur verið ótrúlegt ferðalag
hjá Hildi,“ segir Hróðmar I. Sigur-
björnsson tónskáld og fagstjóri tón-
smíða á bakkalárstigi í Listaháskóla
Íslands þegar hann er spurður út í
verk og feril Hildar Guðnadóttur.
„Hún var með mjög frumlegt og
skemmtilegt útskriftarverkefni héð-
an úr tónsmíðum þar sem hún keyrði
hring eftir hring á vagni sem hljóð-
færaleikarar sátu á og spiluðu verkið
hennar. Síðan hefur maður fylgst
með henni úr
fjarlægð og svo
nú þessu ótrúlega
ævintýri sem hef-
ur verið að vinda
upp á sig.“
Landsmenn
hafa fangað sig-
urgöngu Hildar,
sem náði hámarki
með Óskars-
verðlaununum.
Morgunblaðið
heyrði í nokkrum samstarfs-
mönnum, kennurum og kollegum
Hildar sem allir samgleðjast henni.
Hróðmar kenndi Hildi tónfræði og
kontrapunkt á sínum tíma, þegar
hún var í sellónámi. „Ég þekki for-
eldra Hildar og hef því fylgst með
henni síðan hún var pínulítil og það
hefur því verið gaman að fylgjast
með ævintýrum hennar undanfarið.
Ævintýrin hafa náð hámarki núna
en Hildur hefur sjálf bent á að það
sem liggur að baki svona sigrum er
áralöng vinna. Stanslaus vinna. Hún
hefur gert músík við fullt af verk-
efnum og þrautseigja hennar og
kraftur eru að skila sér.“
Hróðmar segist hafa verið ótrú-
lega ánægður með framlag Hildar í
Joker. „Ég upplifði þar tónlist sem
var afskaplega vel unnin og fjöl-
breytt. Samt svo gegnheil. Fyrir
mér er þetta ótrúlega sanngjarnt!“
Þegar spurt er hvort ekki ríki gleði-
tilfinning í tónsmíðadeild LHÍ svar-
ar Hróðmar: „Jú, hvort það er! Hér
eru margir sem þekkja til Hildar,
verka hennar – og til foreldra henn-
ar. Okkur finnst öllum eins og við
eigum eitthvað í þessu – en auðvitað
á hún þetta allt sjálf.“
Afrakstur mjög mikillar vinnu
„Ég er himinlifandi yfir þessum
frábæra árangri Hildar. Og hann er
verðskuldaður því ég veit að þetta er
afrakstur mjög mikillar vinnu og
langs ferlis við að þróa sína rödd,
rödd sem er einstök og algjörlega
hennar,“ segir
Ólöf Arnalds tón-
listarkona um
sigurgöngu Hild-
ar, en þær eru
vinir og hafa unn-
ið saman, til að
mynda að Seríu-
plötum Skúla
Sverrissonar.
„Mér finnst
þetta mikill gleðidagur fyrir tónlist-
arfólk sem velur að fara ótroðnar
slóðir,“ segir Ólöf og bætir við að
Hildur hafi lengi starfað að list sinni
utan meginstraumsins, með mjög
góðum árangri, en hafi síðan farið
inn í hann gegnum kvikmyndirnar.
„Hildur hefur þróað tónmál sitt í
gegnum feril sinn sem framsækinn
tónlistarmaður. Hún tilheyrir ákveð-
inni senu leitandi nýrrar tónlistar
sem lætur verkin tala og einbeitir
sér að því að skapa eitthvað nýtt.
Ég hef alltaf haft trú á því að
Hildur myndi ná langt, því hún er
svakalega hæfileikarík, ótrúlega
dugleg og auk þess þægileg í um-
gengni og skemmtileg. Þessi
draumaverksmiðja Hollywood er
eins og stórt gapandi gin sem bíður
alltaf eftir einhverju nýju og fersku
en það er bara brotabrot listamanna
sem kemst þangað inn og Hildi hef-
ur tekist það. Það á hún skuldlaust.
Þetta er frábær sigur fyrir konur og
mömmur í músíkinni!“
„Hún hefur allt sem þarf“
„Kvikmyndin Joker byggist á
andlegri spennu og fjallar um mann
sem hefur orðið fyrir verulegum
áföllum og skortir andlegan stuðn-
ing. Mér finnst
sem styrkleikar
Hildar sem tón-
skálds og tónlist-
ar hennar hæfi
þessu innhverfa
og andlega
myrka verki ein-
staklega vel,“
segir Ólafur
Elíasson mynd-
listarmaður. Þau Hildur hafa unnið
saman að ýmsum verkefnum í Berlín
þar sem bæði eru búsett og hafa
vinnustofu.
Og sigurganga Hildar hefur alls
ekki komið Ólafi á óvart, hún sé svo
gríðarlega hæfileikarík.
„Hún hefur allt sem til þarf til að
standa sig þetta vel,“ segir hann.
„Hins vegar hefur það komið mér á
óvart hvað hinn viðskiptadrifni kvik-
myndaheimur hefur tekið fagnandi
nálgun Hildar, sem er svo frumleg
og vísar í margar áttir.“ Ólafur segir
mörg markmið kvikmyndaheimsins
aðfinnsluverð „en það kemur mér
ánægjulega á óvart að í þessu tilviki
hefur bransinn tekið gæði fram yfir
magn. Það kemur ánægjulega á
óvart að einhver svo tilraunagjarn sé
verðlaunaður í Hollywood“.
„Ég bjóst við þessu“
Atli Örvarsson er mikilvirkt tón-
skáld fyrir sjónvarpsþætti og kvik-
myndir í Bandaríkjunum. Hann
vinnur bæði á Akureyri og í Holly-
wood, þar sem hann er núna að
semja tónlist við kvikmynd.
„Ég bjóst við
þessu,“ segir Atli
um Óskar Hildar.
„Það gerist ekki
oft að tónlist nái
að verða jafn stór
hluti af kvikmynd
og í Jókernum.
Eftir að hafa séð
Hildi segja frá
því hvernig hún
samdi þess stef
áður en byrjað var að kvikmynda og
hvernig vinnan við hana var skil ég
hvernig tónlistin varð sterkari þátt-
ur í erfðamengi myndarinnar en
gengur og gerist. Venjuega erum við
að bæta músíkinni við, jafnvel á síð-
ustu stundu, en þarna varð hún
órjúfanlegur hluti af heild.“
Atli segir sigur Hildar vekja at-
hygli í Los Angeles. „Enda eru ansi
mörg ár síðan kona vann þessi verð-
laun. Það hefur lengi verið í um-
ræðunni hér að sorglega fáar konur
semji tónlist fyrir kvikmyndir. En
það er að breytast og ég held að það
að Hildur fái alla þessa athygli núna
hafi mikil og góð áhrif. Tónlistin er
sterk og áhrifamikil og þá hafa leik-
stjórinn Philips og aðalleikarinn
Joaquin Phoenix talað mikið um
Hildi og hennar þátt. Og það sást vel
í salnum þegar Hildur tók við stytt-
unni hvers konar virðingar hún nýt-
ur; það var svo mikil gleði. Ég held
að fólk hafi glaðst yfir því hér að sjá
íslenska konu vinna Óskarinn.“
Atla fannst ræða Hildar falleg og
einlæg. „Þegar kemur að því að
skapa tónlist fyrir kvikmyndir þarf
maður að geta verið í einlægu sam-
bandi við sjálfan sig og efnið til að
komast að kjarnanum, eins og Hild-
ur greinilega gerði,“ segir hann.
AFP
Gleðistund Hildur Guðnadóttir hampar Óskarnum á sviðinu og veifar fjöl-
skyldu sinni sem var í salnum. „Þetta er frábær sigur,“ segir Ólöf Arnalds.
„Hún er svakalega hæfileikarík“
„Þrautseigja hennar og kraftur eru að skila sér,“ segir fyrrverandi kennari Hildar Guðnadóttur
„Okkur finnst öllum eins og við eigum eitthvað í þessu – en auðvitað á hún þetta allt sjálf“
Hróðmar I.
Sigurbjörnsson
Atli Örvarsson
Ólafur Elíasson
Ólöf Arnalds
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
Nú þegar búið er að afhenda Ósk-
arsverðlaunin fyrir það besta í kvik-
myndum ársins 2019 er komið að því
að verðlauna fyrir það versta, veita
skammarverðlaun, andstæðu Ósk-
arsins. Bandarísku Razzie-verðlaun-
in eru veitt fyrir slík „afrek“ og hafa
tilnefningar verið kynntar. Kemur
líklega fáum á óvart að Cats, eða
Kettir, kvikmynd sem gerð var eftir
samnefndum söngleik, sé meðal
þriggja sem hljóta flestar tilnefn-
ingar þar sem gagnrýnendur voru
kepptust við að lýsa því hversu mikil
hörmung kvikmyndin væri. Kettir
eru tilnefndir til átta verðlauna og
þeirra á meðal enska stórleikkonan
Judi Dench sem leikur læðu í mynd-
inni. Kettir er tilnefnd sem versta
kvikmyndin auk The Fanatic, The
Haunting of Sharon Tate, A Madea
Family Funeral og Rambo: Last
Blood en tvær nefndra kvikmynda
hljóta jafnmargar tilnefningar og
Kettir, þ.e. Rambo: Last Blood og A
Madea Family Funeral.
Bandarísk endurgerð Hellboy
hlýtur fimm tilnefningar og The
Fanatic fjórar en John Travolta,
sem hlotið hefur Razzie-verðlaunin
einu sinni og verið tilnefndur marg-
oft, fer með aðalhlutverkið í henni og
er auðvitað tilnefndur sem versti
leikari. Kollegi hans Sylvester Stal-
lone er í sama flokki en hann hefur
hlotið verðlaunin fjórum sinnum og
verið tilnefndur 15 sinnum, oftar en
nokkur annar. Hefur hann fimm
sinnum verið tilnefndur fyrir túlkun
sína á stríðshetjunni John Rambo.
Verðlaunamyndin Joker hlýtur líka
tilnefningu og það í nýjum verð-
launaflokki, verðlaun fyrir mestu lít-
ilsvirðingu við mannslíf og almanna-
eigur.
Razzies er stytting á The Golden
Rasberry, eða Gyllta hindberið.
Hafa verðlaunin verið veitt frá árinu
1981 og verðlaunastyttan er metin á
tæpa fimm dollara. Um þúsund
manns eiga aðild að samtökunum
sem standa að þeim og greiða at-
kvæði um það versta í kvikmynda-
bransanum vestan hafs ár hvert.
helgisnaer@mbl.is
Kettir tilnefndir til
skammarverðlauna
Mjá! Judi Dench í kattargervi í
kvikmyndinni Cats eða Kettir.