Morgunblaðið - 11.02.2020, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2020
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Það hefur varla farið fram hjá nokkr-
um manni að Óskarsverðlaunin voru
afhent að kvöldi sunnudags í Los
Angeles, um miðja nótt að íslenskum
tíma. Voru þau sérstaklega spenn-
andi fyrir okkur Íslendinga því Hild-
ur Guðnadóttir var tilnefnd fyrir tón-
list sína við Joker og hlaut Óskarinn,
fyrst íslenskra listamanna, en fjallað
er um þetta merka afrek Hildar bæði
á menningarsíðu og innlendum frétt-
um í Morgunblaðinu í dag.
Kátasti maður kvöldsins var lík-
lega suðurkóreski leikstjórinn og
handritshöfundurinn Bong Joon-ho
sem hreppti fern verðlaun fyrir kvik-
mynd sína Parasite eða Sníkjudýr.
Hlaut hann verðlaun fyrir bestu leik-
stjórn, bestu kvikmynd sem og bestu
erlendu kvikmynd og besta frum-
samda handrit en það skrifaði hann
með Han Jin Won. Kom mörgum
Óskarsspámanninum á óvart að
Parasite yrði fyrir valinu sem besta
kvikmyndin því hún er ekki með
ensku tali en allar sigurmyndir frá
upphafi í þessum aðalflokki Óskars-
ins, flokki bestu kvikmyndar, hafa
verið á ensku. Franska kvikmyndin
The Artist hlaut að vísu verðlaunin
árið 2012 en hún var án tals.
Fyrst var enginn, núna einn!
Næstflestar Óskarsstyttur, þrjár,
hlaut kvikmyndin 1917 og kvikmynd-
irnar Ford vs Ferrari, Joker og Once
Upon a Time … in Hollywood hlutu
tvenn verðlaun hver. Verðlaunin sem
veitt voru fyrir besta frammistöðu
leikara voru fyrirsjáanleg því sömu
leikarar höfðu hlotið þau á fyrri verð-
launahátíðum ársins, þ.e. Joaquin
Phoenix fyrir Joker og Renée Zell-
weger fyrir Judy í flokki aðalhlut-
verka og fyrir aukahlutverk þau Brad
Pitt fyrir Once Upon a Time … in
Hollywood og Laura Dern fyrir
Marriage Story.
Kvikmynd Martins Scorseses, The
Irishman, hlaut engin verðlaun þrátt
fyrir tíu tilnefningar og hefur það ör-
sjaldan gerst í sögu verðlaunanna að
kvikmynd með svo margar tilnefn-
ingar hljóti engin verðlaun.
Líkt og í fyrra var Óskarinn 2020
gagnrýndur fyrir einsleitni þegar
kemur að kynjum tilnefndra og kyn-
þáttum og var söngkonan Janelle
Monáe fyrst gagnrýnenda á svið.
Hún kom fram í upphafsatriði hátíð-
arinnar og skaut föstum skotum á til-
nefningarnar og þá m.a. hversu hvít-
ur Óskar væri, nú sem fyrr. Leikar-
arnir Steve Martin og Chris Rock
voru líka hárbeittir og veltu fyrir sér
hvað vantaði í leikstjóratilnefning-
arnar í ár. „Leggöng?“ spurði Rock
og Martin kinkaði kolli. „Hugsaðu
þér hvað Óskarinn hefur breyst mikið
á 92 árum. Árið 1929 var enginn þel-
dökkur tilnefndur,“ sagði Martin og
Rock svaraði að jú, það væri rétt, en
nú væri einn slíkur. Átti hann þar við
leikkonuna Cynthiu Erivo sem til-
nefnd var fyrir hlutverk sitt í kvik-
myndinni Harriet. Í myndinni leikur
hún Harriet Tubman, þræl sem slapp
úr ánauð og bjargaði síðar hundr-
uðum þræla og faldi fyrir hvítum
kvölurum sínum. „Cynthia stóð sig
svo vel í því að fela svart fólk í Harriet
að akademían fékk hana til að fela
alla þá tilnefndu sem eru svartir.
Cynthia, er Eddie Murphy undir
sviðinu?“ sagði Rock og uppskar mik-
inn hlátur fyrir og lófatak.
AFP
Þung? Suðurkóreski leikstjórinn Bong Joon-ho með fjórum af aðalleikurum
kvikmyndar sinnar Parasite. Óskarsstyttan sígur í, að því er virðist.
Koss Laura Dern kyssir Óskar á
gylltan skallann en styttuna fékk
hún fyrir besta leik í aukahlutverki.
Best Joaquin Phoenix og Renée Zellweger hlutu óskarsstyttur fyrir besta
leik í aðalhlutverki og Brad Pitt verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki.
Sníkjudýr heilla hvítan Óskar
Suðurkóresk kvikmynd, Parasite, hlaut flest Óskarsverðlaun Í fyrsta sinn
sem kvikmynd á öðru máli en ensku er valin sú besta Einsleitni gagnrýnd
Óskarsverðlaunin árið 2020 í
helstu flokkum:
Besta kvikmynd
Parasite
Besta erlenda kvikmynd
Parasite
Besti leikstjóri
Bong Joon-ho
Besta frumsamda tónlist
Joker
Besti leikari í aðalhlutverki
Joaquin Phoenix
Besta leikkona í aðalhlutverki
Renée Zellweger
Besti leikari í aukahlutverki
Brad Pitt
Besta leikkona í aukahlutverki
Laura Dern
Besta teiknimynd
Toy Story 4
Best frumsamda handrit
Parasite
Besta handrit byggt á áður
útgefnu efni
Jojo Rabbit
Besta útlitshönnun
Once Upon a Time in Hollywood
Besta búningahönnun
Jacquelline Durran fyrir Little
Women
Besta heimildarmynd
American Factory
Besta kvikmyndataka
Roger Deakins fyrir 1917
Besta klipping
Ford v Ferrari
Bestu tæknibrellur
1917
Besta förðun og hár
Bombshell
Heildarlista má finna á vefslóð-
inni oscar.go.com/winners.
Það besta á
árinu 2019
ÓSKARSVERÐLAUNIN
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
Rás 2
FBL
BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN
BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES
ÓSKARS
TILNEFNINGAR11
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD