Morgunblaðið - 12.02.2020, Side 4

Morgunblaðið - 12.02.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 Myndakvöld Ferðafélags Íslands Þá er komið að myndakvöldi í kvöld, miðvikudag 12. febrúar kl. 20.00. Þemað að þessu sinni er „Landslag úr lofti.“ Sýndar verða myndir eftir Ólaf Haraldsson og Björn Rúriksson. Sýndarveruleiki úr lofti Ólafur er gagnvirkur hönnuður og ljósmyndari sem unnið hefur undanfarin ár að stórum gagnvirkum ljósmyndaverkefnum en sýning hans nefnist „Sýndarveruleiki úr lofti“. Á flugi yfir Íslandi í 50 ár Björn er rithöfundur, bókaútgefandi, náttúruunnandi, ljósmyndari og reyndur flugmaður sem hefur ferðast um landið í lofti, á legi og láði í sextíu ár. Björn er höfundur allmargra bóka um Ísland, bæði ljósmynda- og kennslubóka. Sýning hans nefnist „Á flugi yfir Íslandi í 50 ár“. Miðaverð á sýninguna er 1.000 krónur sem greiðast við innganginn og eru kaffiveitingar innifaldar í verðinu. Í kaffihléi gefst svo gestum kostur á að skoða Ísland með sýndarveruleikagleraugum. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is Myndakvöld verður í sal FÍ í Mörkinni 6 miðvikudaginn 12. febrúar 2020 kl. 20.00 www.fi.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Íbúarnir þurfa að vera með og það þarf að hlusta á þá. Við viljum heyra hvernig þeir sjá framtíðina fyrir sér,“ segir Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðsstrandar- hrepps. Boðað hefur verið til íbúafundar í Svalbarðsstrandarhreppi á laugar- daginn. Þar á að ræða framtíðarsýn sveitarfélagsins og sameiningarmál sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn í Valsárskóla og hafa áhuga- samir Ströndungar, eins og þeir eru nefndir, verið hvattir til að kynna sér ýmis gögn um sameiningu sveitar- félaga fyrir fundinn. Fundarmönn- um verður skipt upp í vinnuhópa og eiga allir að geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Móta áherslur sveitarfélagsins Eins og kunnugt er hafa stjórn- völd boðað þá stefnu að fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2022 verði sveitarfélög með 250 íbúa og færri þvinguð til að sameinast öðrum og fjórum árum seinna verði lágmarks- tala íbúa 1.000 manns. Tæplega fimm hundruð manns búa á Sval- barðsströnd, svo að ljóst er að sam- eining er fyrir höndum á næstu sex árum. Björg segir í samtali við Morgun- blaðið að á þorrablóti í sveitinni um síðustu helgi hafi íbúar grínast með það að tveir valkostir væru í stöð- unni; að horfa til sameiningar eða fara heim og leggja drög að umtals- verðri fjölgun íbúa. „Við erum ekki komin það langt að fara í samningaviðræður við önnur sveitarfélög. Og vissulega eru menn uppteknir af því hverjum eigi að sameinast og hverjum ekki,“ segir Björg. „En fyrst þarf að kortleggja hvaða þjónustu við viljum hafa í sveitarfélaginu. Þegar kemur að því að ræða við einhvern viljum við hafa nokkuð mótað hvað við leggjum áherslu á. Þessi fundur er tilraun til að hleypa íbúum sem fyrst að þessu ferli. Við höfum sex ár en svona ferli tekur tíma,“ segir sveitarstjórinn. Mikið samstarf nú þegar Fjögur smærri sveitarfélög við Eyjafjörð hafa nú þegar með sér ýmislegt samstarf auk þess að deila kjörum með Akureyri. Þetta eru Svalbarðsstrandarhreppur með um 500 íbúa, Eyjafjarðarsveit með um þúsund íbúa, Hörgársveit með um 600 íbúa og Grýtubakkahreppur með um 400 íbúa, alls um tvö þúsund manns. „Við rekum saman byggingarfull- trúa og það er ansi mikið samstarf á milli okkar. Við erum bakland hvert annars,“ segir Björg. Funda um sameiningu  Íbúafundur á Svalbarðsströnd  Búa sig undir viðræður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Svalbarðsströnd Safnasafnið dregur að sér ófáa ferðamenn á sumrin. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Meirihluti svarenda (52%) í könnun MMR fyrir Árvakur hefur mjög litl- ar eða frekar litlar áhyggjur af kórónuveirunni. Spurt var: „Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af kóróna-veirunni sem nú geisar í Kína og hefur borist víða um heim?“ Um fjórðungur skipaði sér í hóp- inn „bæði/og“ en 23% svarenda hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af veirunni. Þegar rýnt er í sundurliðun talna virðast karlar hafa minni áhyggjur af veirunni en konur. Þá hafa yngri aldurshóparnir (18-29 ára og 30-49 ára) minni áhyggjur en þeir sem eldri eru (50-67 ára og 68 ára og eldri). Ekki var marktækur munur á afstöðu hópa eftir búsetu, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi. Könnunin var gerð 6.-10. febrúar og í úrtakinu voru Íslendingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Fjöldi svar- enda var 1.003 og voru svör vigtuð út frá upplýsingum um þýði frá Hag- stofu Íslands. Aðeins tíu (1%) svar- enda tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Enginn enn greinst hér á landi Veiran fékk opinbera heitið COVID-19 í gær. Greint var frá nafninu á blaðamannafundi Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. Hún verður því ekki lengur kennd við tiltekið land eða land- svæði. Hér á landi er unnið sam- kvæmt óvissustigi, landsáætlun – heimsfaraldri inflúensu. Enginn hefur greinst með smit af völdum COVID-19 á Íslandi, sam- kvæmt stöðuskýrslu almannavarna- deildar ríkislögreglustjórans í gær. Þá höfðu 18 sýni verið rannsökuð af sýkla- og veirufræðideild Landspít- alans og voru öll neikvæð. Sýking af völdum veirunnar hafði í gær verið staðfest hjá um 43.118 manns og um 1.018 (2,3%) höfðu lát- ist. 4.347 höfðu náð sér að fullu, sam- kvæmt yfirliti frá Johns Hopkins. Tvö dauðsfallanna voru utan Kína, í Hong Kong og á Filippseyjum. Langflestir hafa greinst í Kína, eða 42.706 staðfest tilfelli og þar hafa einnig flestir látist, eða 1.017 manns. Af þeim 37 sem greinst hafa í Evr- ópu höfðu tólf smitast innan Þýska- lands, sex innan Frakklands og einn í Bretlandi. Svo litið sé til næstu ná- grannalanda okkar höfðu átta greinst með smit í Bretlandi, einn í Finnlandi og einn í Svíþjóð. Á fundi áhafnar samhæfingarmið- stöðvarinnar í gær kom m.a. fram að smit utan Kína og innan Evrópu er enn sem komið er fátítt. Samtals hef- ur komið upp 41 tilfelli innan Evrópu og allt fremur vægar sýkingar. Grip- ið hefur verið til yfirgripsmikilla að- gerða í Evrópu til að rekja för sýktra einstaklinga sem ferðast hafa frá Kína til Evrópu og hefur það gengið vel. Samkvæmt áhættumati Sótt- varnastofnunar Evrópu er ekki reiknað með að kórónuveiran verði mikið lýðheilsuvandamál fyrir þjóðir sem beita aðgerðum, þ. á m. sóttkví og einangrun, til að koma í veg fyrir smit. En hún getur orðið heilsufars- vandamál fyrir þau sem sýkjast. Gæta þarf að réttindum fólks Amnesty segir að rétturinn til heilsu sé mikilvægastur en önnur réttindi séu einnig í húfi. „Ritskoðun, mismunun, handtök- ur af geðþóttaástæðum og önnur mannréttindabrot eiga ekki að líðast í baráttunni gegn kórónufaraldr- inum,“ segir Nicholas Bequelin, framkvæmdastjóri Austur- og Suð- austur-Asíudeildar Amnesty Inter- national. „Mannréttindabrot hindra fremur en greiða fyrir réttum við- brögðum við hættuástandi á sviði heilbrigðismála og grafa undan skil- virkni þeirra.“ Litlar áhyggur af veirunni  MMR kannaði hug fólks fyrir Árvakur  Meirihlutinn með mjög litlar eða fremur litlar áhyggjur af kórónuveirunni  Tæpur fjórðungur með frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur  Enginn greinst hér Áhyggjur Íslendinga af kórónu-veirunni Hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af kórónu-veirunni? Mjög litlar Frekar litlar Bæði/og Frekar miklar Mjög miklar 16% 36% 25% 17% 6% Heimild: Könnun MMR fyrir Morgunblaðið Frekar eða mjög litlar áhyggjur Frekar eða mjög miklar áhyggjur Bæði/og 52% 23% 25% AFP Japan Fólk í varnarbúningum kemur í land í höfninni í Yokohama frá skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Þar um borð voru um 3.600 manns í sóttkví af ótta við smit af völdum kórónuveirunnar. Um 130 manns úr hópi farþega og úr áhöfn skipsins höfðu greinst með veirusmit í fyrradag. Kórónuveiran COVID-19 » Fréttir bárust af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína í desember 2019. » Staðfest var að um áður óþekkt afbrigði af kórónuveiru væri að ræða. » Staðfest er að veiran getur smitast á milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. » Fólk er hvatt til að gæta hreinlætis og t.d. þvo sér oft um hendur til að forðast smit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.