Morgunblaðið - 12.02.2020, Page 12

Morgunblaðið - 12.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2020 Golf S. 552 2018 • info@tasport.is Sjá allar okkar ferðir ogmeiri upplýsingar á Barcelona Golf Resort & Spa (Golfskóli í boði) Lumine Golf Club tasport.is Laust á þessum dagsetningum 28.mars til 2. apríl 2. til 9. apríl 9. til 18. apríl 16. til 23. apríl Flug, skattar og gjöld. Flutningur á golfsetti, 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Akstur til og frá flugvelli. Gisting á 4* hóteli með hálfu fæði. Ótakmarkað golf (ekki á ferðadögum).Æfinga- boltar. Golfbíll fyrstu 18 holurnar á dag. Íslensk farastjórn. Flug, skattar og gjöld. Flutningur á golfsetti, 20 kg innrituð taska og 10 kg handfarangur. Akstur frá flugvelli á hótel og til baka við brottför. Gisting á 4* hóteli meðmorgunmat. Ótakmarkað golf (ekki á ferðadögum). Golfbíll fyrir 18 holur á dag. Upphitunar boltar áæfingarsvæðinu. Akstur hótel – golf – hótel. Innifalið Innifalið Unnið var að því í vikunni að koma hlutum nýrrar brúar í borginni Genúa á norðurhluta Ítalíu á sinn stað. Brúin kemur í stað Marandi-brúarinnar, sem hrundi í ágúst 2018 með þeim afleiðingum að 43 létu lífið. Enn stendur yfir sakamálarann- sókn á orsökum þess. Nýja brúin, sem er 300 metra löng og teiknuð af ítalska arkitektinum Renzo Piano, hefur verið í byggingu í tæpt ár en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun síðar á þessu ári. Kostnaður við bygginguna er áætl- aður 202 milljónir evra, nærri 28 milljarðar króna. Mynd að komast á nýja umferðarbrú í Genúa AFP Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfir- maður Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar WHO, sagði í ávarpi við upphaf tveggja daga ráðstefnu stofn- unarinnar í Genf í gær að ógnin sem vofði yfir gervallri heimsbyggðinni vegna kórónuveirunnar væri graf- alvarleg. Ráðstefna stofnunarinnar fjallar um mögulegar aðgerðir í baráttunni við kórónufaraldurinn sem nú nær til 25 ríkja heimsins með um 43.000 til- fellum, en í gær urðu þau þáttaskil að tala látinna var í fyrsta sinn þriggja stafa einn og sama daginn, en tilkynnt hafði verið um 108 dauðsföll þegar AFP-fréttastofan greindi frá stöðu mála í gær. Smitaði ellefu manns Þar með fór heildarfjöldi látinna af völdum kórónuveirunnar yfir eitt þús- und, en breskur maður, sem ekki hafði verið á ferð í Kína en þó smitað ellefu manns í Bretlandi, hefur vakið áhyggjur af að veirusmit færist í aukana utan marka Kína. Sjálfur er maðurinn sagður hafa náð sér af sótt- inni en er þó enn í einangrun á sjúkra- húsi í London. Fram að þessu hafa flest smittilfelli utan Kína tengst fólki sem verið hefur á ferð í borginni Wuhan, þar sem far- aldurinn hóf göngu sína fyrir áramót, eða þeim sem verið hafa í nálægð við það fólk. Fyrrnefndur Breti tilheyrir hvorugum hópnum, hann sótti ráð- stefnu í Singapore þar sem hann smitaðist og bar svo smitið áfram til nokkurra landa sinna. Aðeins neisti Ghebreyesus sagði á blaðamanna- fundi í fyrradag að greining þessara fáu tilfella, á borð við mál Bretans, gæti verið neistinn sem yrði að miklu báli. „Þó aðeins neisti enn sem komið er. Aðalmarkmið okkar verður áfram að hemja [sjúkdóminn],“ sagði hann. Michael Ryan, stjórnandi neyðar- áætlunar WHO, sagði hins vegar að „allt of snemmt“ væri að kveða upp úr með að ráðstefnan í Singapore hefði verið einhvers konar „ofursmitvett- vangur“. atlisteinn@mbl.is Breti sem smitaði 11 manns vekur ugg  Ráðstefnugestur í Singapore ráðgáta  WHO fundar í Genf AFP Sýni Starfsmaður rannsóknarstofu í Linyi í Kína tekur sýni úr sjúklingi. Apirat Kong- sompong, hers- höfðingi í taí- lenska hernum, brast í grát á blaðamanna- fundi í gær þar sem hann bað fórnarlömb skot- árásar her- mannsins Jak- rapanth Thomma afsökunar, en 29 manns lágu í valnum og tugir særðust í fólskulegri skotárás hans í versl- unarmiðstöð í borginni Nakhon Ratchasima um helgina. „Skellið skuldinni á mig“ Apirat bað áheyrendur að skella skuldinni ekki á herinn, sem hefur legið undir ámæli á samfélags- miðlum fyrir litla samúð í garð fórnarlamba árásarinnar og að- standenda þeirra. „Fólk gagnrýnir herinn. Ég hvet það til að kenna hernum ekki um [...] vegna þess að herinn er heilög stofnun. Skell- ið skuldinni á mig, Apirat hers- höfðingja,“ sagði hann meðal annars. Brast í grát á blaðamannafundi TAÍLAND Apirat Kongsompong Bernie Sanders og Pete Buttig- ieg þóttu sigur- stranglegastir í forkosningu demókrata í New Hamsphire í gær. Sanders þótti þó standa fetinu framar í ríkinu en But- tigieg, en mjótt var á munum í forkosningunni í Iowa í síðustu viku þar sem Buttigieg hlaut 26,2 prósent atkvæða en Sanders 26,1. Talin bítast um 3. sætið Varaforsetinn fyrrverandi Joe Biden virtist sigurstranglegur við upphaf forkosninga í Iowa en hafnaði í fjórða sæti með 15,8 prósent atkvæða, á eftir öldunga- deildarþingmanninum Elizabeth Warren sem hlaut 18 prósent. Útgönguspár í gær reiknuðu með að Biden og Warren bitust um þriðja sætið, en stjórnmála- skýrendur telja þann fyrrnefnda eiga ýmislegt inni, svo sem í Ne- vada og Suður-Karólínu. BANDARÍKIN Sanders spáð sigri í New Hampshire Bernie Sanders

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.