Morgunblaðið - 04.03.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum umáhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is
Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is
Dolorin Hita- og verkjastillandiparacetamólÁ HAGSTÆÐUVERÐI!
Nýjar umbúðir
Dolorin500mg
paracetamól töflur
20stkog30stk
Í fyrsta skipti í 36 ára sögu togararalls Hafrannsóknastofnunar
verður rannsóknarliðið um borð í rannsóknarskipinu Bjarna
Sæmundssyni alfarið skipað konum. Skipið lét úr höfn í fyrra-
kvöld í um þriggja vikna leiðangur og leiðangursstjóri um borð
er Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur.
Togararallið er einnig kallað marsrall, en formlegt heiti er
stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum. Auk Bjarna Sæmunds-
sonar taka rannsóknarskipið Árni Friðriksson og togararnir
Gnúpur GK og Múlaberg SI þátt í verkefninu. Fimm til sjö
rannsóknarmenn eru á hverju skipi auk áhafnar.
Hafsvæðinu við landið er skipt í fernt og verður Bjarni Sæ-
mundsson einkum við rannsóknir við norðvestanvert landið.
Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis
landið. Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skip-
stjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunar-
kenndum hætti. Helsta markmið er að fylgjast með breytingum
á stofnstærð, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfiskteg-
unda. aij@mbl.is
Konur sjá um rannsóknir í ralli
Morgunblaðið/Eggert
Rannsóknarhópurinn Við brottför í fyrrakvöld: Ragnhildur Magnúsdóttir, Sólrún Sigurgeirsdóttir, Agnes Eydal, Kristín J. Valsdóttir, Eydís Njarðardóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Hrönn Egilsdóttir.