Morgunblaðið - 04.03.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar þetta erskrifað erukosningar í
prófkjörum demó-
krata á „Stóra
þriðjudeginum“
enn í fullum gangi.
Ekki er víst að endanleg mynd
verði komin á úrslit prófkjörs-
ins þótt þetta blað lesenda
verði komið í hús og allir kjör-
staðir lokaðir. Ástæður þessa
eru margar. Ríkin, þar sem
blásið er til kosninga, dreifast
yfir nokkur tímabelti og á kjör-
stöðum sem eru síðast opnaðir
lýkur kosningu undir nótt
næsta dags á okkar tíma. En
fleira flækir málið. Víða hafa
kosningar utankjörfundar far-
ið fram síðustu vikurnar. Taln-
ing þeirra atkvæða er seinleg.
Það eykur flækjustigið að ýms-
ir frambjóðendur sem voru í
framboði eru það ekki lengur.
Mjög er um það talað að sá
sigur sem Joe Biden vann í
Suður-Karólínu um helgina
kunni að færa honum vind í
seglin. En það er þó ekki víst.
Atkvæðin sem greidd voru ut-
an kjörstaða voru löngu komin
í kjörkassann þegar Biden
hresstist loks.
Það er þó augljóst að kosn-
ingamaskína Demókrata-
flokksins hóf samræmdar að-
gerðir til að þrýsta út
frambjóðendum sem enn voru í
baráttunni og jafnframt að
tryggja Biden stuðnings-
yfirlýsingar þeirra. Þetta lán-
aðist og þau fóru öll út í sömu
andrá, Buttigieg, Klobuchar og
Steyer milljarðamæringur.
Buttigieg lét það þó fylgja að
þótt hann tæki ekki þátt í bar-
áttunni um atkvæðin á hinum
Stóra þriðjudegi þar sem nærri
40% kjörmanna eru í boði, þá
væri hann samt ekki hættur.
Þetta hljómar óskiljanlega en
er „trikk“ og felst í því að
„frambjóðandinn“ er með þá
stöðu þegar hann kemur til
flokksþingsins og getur því átt
þátt í að ráðstafa „sínum kjör-
mönnum“ yfir á aðra, a.m.k. í
fyrstu umferðinni þar.
En hvað sem þessum fyrir-
vörum líður þá má ætla að
staða Joe Biden hafi vænkast
nokkuð við brottfall frambjóð-
enda hægra megin miðjunnar í
flokknum og við það að fá
stuðningsyfirlýsingar þeirra
og annarra áhrifamanna demó-
krata sem augljóslega voru
samræmdar. Á þeim bæ hefur
sú ákvörðun nú verið tekin að
koma verði í veg fyrir að
Bernie Sanders verði fram-
bjóðandi flokksins. Margir
kjósenda flokksins og einkum
þó óháðir kjósendur séu enn
ekki tilbúnir til að hleypa sósí-
alista, sumir segja komm-
únista, í Hvíta húsið. Það eina
sem skipti alla góða demókrata
máli í þessum
kosningum sé að
koma Trump for-
seta frá. Kalt mat á
stöðunni þýði að
ýta verði Sanders
til hliðar og hafa
hógværari vinstrimann í fram-
boði. Margir höfðu ætlað að sá
maður yrði Bloomberg, fyrr-
verandi borgarstjóri New
York. En hann klúðraði illa
sinni fyrstu kappræðu og
margir demókratar á vinstri
hlið flokksins fá óbragð í
munninn yfir þeirri ætlan
flokksins að láta einn af 5 rík-
ustu mönnum Bandaríkjanna
„stela“ framboðinu frá Sanders
með aðkeyptum auglýsingum
og það í annað sinn.
Warren öldungadeildar-
þingmaður frá Massachusetts
sem telst vera til vinstri í
flokknum er enn í baráttunni
en á litla möguleika. Hún mun
taka fylgi frá Sanders og þótti
flokksforystunni því ástæðu-
laust að ýta við henni. En þrátt
fyrir þennan atgang fyrir-
mennanna í þágu Joe Biden er
ein yfirlýsing úr þeim ranni
langháværust. Það er yfirlýs-
ingin sem enn hefur ekki
heyrst: Stuðningsyfirlýsingin
frá Barack Obama, fyrrverandi
forseta, helsta áhrifamanni
flokksins. Biden hefur óspart
veifað þeim Obama sem póli-
tískum samlokum sem verið
hafi í samvirkri forystu á átta
árunum unaðslegu fyrir
Trump. Það er vafalaust að
stuðningsyfirlýsing Obama
fyrir „Stóra þriðjudaginn“
hefði getað skipt sköpum fyrir
Biden. En ekkert heyrðist frá
Obama.
Getgáturnar, og þá bæði í
góðu og illu, ganga út á að
Obama sé fjarri því að vera
sannfærður um það að gamli
varaforsetinn myndi ráða við
þetta verkefni og sé varla lík-
legur heldur til að ráða við
Trump. Það ber sífellt meira á
því að Biden „detti um sjálfan
sig í ræðum og viðtölum“. Á
dögunum taldi hann sig hafa
farið til Suður-Afríku og þar
frelsað Mandela úr fangelsi,
sem enginn kannast við. Aðrir
benda á að Al Gore hefði talið
sjálfum sér trú um að hann
hefði fundið upp internetið. En
á lokametrum baráttunnar
núna sagði Biden: „We hold
these truths to be self-evident,
all men and women created, by
the, go, you know, you know
the thing.“ Í vikunni á undan
hélt hann því fram að 150 millj-
ónir Bandaríkjamanna hefðu
fallið fyrir skotvopnum frá
árinu 2007! Og hann lauk sig-
urfundinum eftir Suður-
Karólínu með áskorunum um
baráttuna á Super Thursday! –
Það er von að Obama sé hugsi.
Nú er fyrri hálfleikur
að bresta á hjá
bandarískum
demókrötum}
Hverju skilaði sá stóri?
Í
Wikipediu er eftirfarandi skilgreining:
„Óhóflegur hagnaður þrífst til langs
tíma á markaði sem ekki býr við full-
komna samkeppni og fyrirtæki hindra
innkomu samkeppnisaðila. Slíkur
hagnaður er oftast myndaður af fákeppni eða
einokun, en fyrirtæki reyna oft að fela þessa
staðreynd.“
Hagnaður útgerðarinnar á einum áratug eft-
ir hrun er 447.500.000.000 krónur. Það er
heppileg tala fyrir útgerðarmenn. Bæði er
hagnaðurinn mjög góður og talan er líka svo há
að fólk á erfitt með að skilja hana. Setjum fjár-
hæðina því í samhengi.
Fyrir 447 milljarða væri hægt að reisa fjóra
til fimm nýja Landspítala, en stjórnarliðar
spyrja líklega: „Hver þarf svona marga spít-
ala?“ Hér á landi taka stjórnvöld nefnilega þátt
í feluleiknum. Helst vilja þau líka fela það að nytjastofnar
á Íslandsmiðum eru sameign þjóðarinnar að lögum.
Kannski er ósanngjarnt að horfa á margra ára gróða.
Skoðum því hagnaðinn á dag. Hann var ekki nema
122.569.159 krónur eða tæplega 123 milljónir króna hvern
einasta dag. Fyrir þá fjárhæð mætti kaupa dágott ein-
býlishús. Þau væru þá orðin 3.651 á áratug.
Það væri líka hægt að ráða 10 þúsund manns á lág-
markslaunum allt tímabilið fyrir þessa fjárhæð.
Ríkisstjórnarflokkarnir, með VG í fararbroddi, hafa
beitt sér fyrir því að lækka auðlindagjöld útgerðarinnar.
Enginn stjórnarflokkanna má heyra á það minnst að nýtt-
ir verði kostir frjálsrar samkeppni með því að markaðs-
tengja gjaldið.
Hagnaður er góður þegar hann myndast af
dugnaði og hugviti. Hagnaður vegna gjafa frá
stjórnvöldum er mein á þjóðarlíkamanum.
Á vefnum aflafrettir.is kemur fram að kvóta-
staða Eskju á Eskifirði er góð. Fyrirtækið
fékk 4.240 tonna kvóta miðað við þorskígildi.
Merkilegast við þann kvóta er:
1. Eskja á engan bát sem veiðir bolfiskinn,
2. Eskja á enga fiskvinnslu sem vinnur bol-
fiskinn.
Fyrirtækið miðlar því þessum kvóta sem
það fær frá ríkinu til annarra. Hann er leigður
„út um allt“ og skapar „ansi góðar leigutekjur
fyrir Eskju“, eða 700 til 950 milljónir á ári. Það
er myndarleg gjöf frá ríkisstjórninni fyrir að
gera ekki handtak.
Nýta útgerðirnar hagnað ekki til uppbygg-
ingar í heimabyggð? Nei, hann rennur að
mestu til fjárfestinga í Reykjavík og jafnvel utan land-
steinanna. Til dæmis í fjölmiðlarekstur [sem tekur lengi
við], tryggingafélög, samgöngufyrirtæki, brauðgerð, heild-
sölu, atvinnuhúsnæði, kexverksmiðju og aflabrest á prent-
markaði. Að ógleymdum ævintýrum sem hafa borið hróð-
ur Íslands um fjarlæg lönd.
Allir vita að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur styðja
kerfi sem safnar eignum og auði á hendur fárra. Hvenær
varð það grunnstefna VG?
Við höfum einfalda lausn. Notum markaðinn! Allt sem
þarf er vilji til að nýta afraksturinn í þágu þjóðarinnar.
Ekki bara örfárra auðkýfinga.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Vinstri græn og milljarðamæringarnir
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Íkjölfar óveðursins í desem-ber sl. undirrituðu Síminn hf.,Sýn hf. og Nova hf. vilja-yfirlýsingu um viðræður um
möguleika á samnýtingu og sam-
starfi við uppbyggingu fjarskiptainn-
viða. Samkeppniseftirlitið hefur farið
í saumana á þessu mögulega sam-
starfi keppninauta á fjarskiptamark-
aði.
Á nýlegu minnisblaði til átaks-
hóps um úrbætur á innviðum, telur
Samkeppniseftirlitið „að þær milli-
liðalausu viðræður þriggja stærstu
fjarskiptafyrirtækjanna sem kynnt-
ar hafa verið Samkeppniseftirlitinu
geti skapað hættu á alvarlegum sam-
keppnishindrunum, með hliðsjón af
10. gr. samkeppnislaga og 53. gr.
EES-samningsins“. Einnig geti þær
að mati Samkeppniseftirlitsins
„stefnt í hættu því mikilvæga mark-
miði að innviðasamkeppni eigi að
skapa meginhvatann fyrir fjárfest-
ingu og hraða uppbyggingu grund-
vallarinnviða eins og 5G“.
Rafmagnstruflanir í fárviðrinu í
desember ollu m.a. víðtækum fjar-
skiptatruflunum og voru mörg heim-
ili og fyrirtæki á Norðurlandi bæði
rafmagns- og fjarskiptalaus. Átaks-
hópur sex ráðuneyta hefur nú lagt
fram 540 tillögur um aðgerðir til að
styrkja innviði. Uppbygging fjar-
skiptainnviða er hluti af þessu verk-
efni en fyrir dyrum stendur einnig
mikil uppbygging ekki hvað síst við
innleiðingu 5G.
Í tilkynningu til Kauphallarinn-
ar um samstarf fjarskiptafyrirtækj-
anna sagði að með viðræðunum vildu
þau kanna möguleika á því að fyrir-
tækin gætu byggt undir markmið
sem koma fram í stefnu Alþingis í
fjarskiptum fyrir árin 2019-2033 um
aðgengi að fjarskiptum, öryggi fjar-
skipta, hagkvæmni og skilvirkni fjar-
skipta sem og að draga úr umhverfis-
áhrifum fjarskipta. Viðræðurnar
væru háðar samþykki Samkeppnis-
eftirlitsins ef þær leiddu til sam-
komulags.
Séu á ábyrgð stjórnvalda
Á minnisblaði Samkeppniseftir-
litsins frá 18. febrúar er ítarlega
fjallað um samkeppnishagsmuni í
ljósi þessa fyrirhugaða samstarfs
keppinauta á fjarskiptamarkaði og
undir hvaða kringumstæðum sam-
starf við uppbyggingu geti verið rétt-
lætanlegt s.s. í strjálli byggðum. ,,Að
undangenginni skoðun er það mat
Samkeppniseftirlitsins að mikilvægt
sé að frekari greiningar og umræður
um væntan kostnað og ábata af sam-
starfi eða samrekstri fjarskiptainn-
viða fari á þessu stigi fram og séu á
ábyrgð stjórnvalda, fremur en í þeim
farvegi þar sem þrír stærstu keppi-
nautarnir á fjarskiptamarkaði hafa
markað með sameiginlegri yfirlýs-
ingu 19. desember 2019,“ segir þar.
Bent er á að fyrirtækin sem
taka þátt í þessum viðræðum fari
með meira en 95% markaðshlutdeild
á talsíma- og farsímamarkaði. Við-
ræður fyrirtækjanna virðist vera
mjög víðtækar. Í umfjöllun Sam-
keppniseftirlitsins segir að svo virð-
ist sem viðræðurnar eigi að taka til
hvers kyns fjarskiptainnviða, þ.m.t.
fastlínuinnviða og 5G fjarskiptanets.
Það sé meginregla í íslenskum rétti
og í EES- og ESB-rétti að sam-
keppni milli fjarskiptafyrirtækja í
m.a. innviðauppbyggingu sé besta
leiðin til að knýja áfram framþróun á
fjarskiptamarkaði. Samvinna þeirra
geti þó undir vissum kringum-
stæðum haft jákvæð áhrif. En ljóst
sé að um geti verið að ræða viðræður
„sem gætu haft afar mikil áhrif á
samkeppni á fjarskiptamarkaði til
frambúðar [...]“.
Hætta á alvarlegum
samkeppnishindrunum
Morgunblaðið/Eggert
Eftir óveðrið Miklar truflanir urðu á raforku og á fjarskiptum í óveðrinu
í desember sl. Tugir farsímasendistaða urðu óvirkir vegna rafmagnsleysis.
Ríkislögreglustjóri bendir á í
greinargerð til átakshóps um
uppbyggingu innviða að mikil-
vægir innviðir séu háðir raforku
og fjarskiptum. Fram kemur m.a.
að af 36 lögreglustöðvum í land-
inu eru eingöngu átta þeirra með
eigið varaafl.
„Í óveðrinu í desember kom
veikleiki þessa bersýnilega í ljós.
Ekki var hægt að nota síma eða
fjarskiptasamband frá lög-
reglustöðvum og ekki hægt að
hlaða handstöðvar heldur,“ segir
þar.
Í greinargerðinni segir m.a. að
of fáir starfsmenn hafi verið að
störfum í Samhæfingarmiðstöð-
inni í Skógarhlíð miðað við alvar-
leika og umfang viðfangsefnis-
ins. Í ljós komu veikleikar s.s. í
þjálfun viðbragðsaðila, mismun-
andi sýn aðila á ábyrgð, skortur á
yfirsýn, hæg viðbrögð o.fl.
„Víðtækt vanmat á aðstæð-
unum sem sköpuðust urðu til
þess að viðbrögðin voru ekki
fullnægjandi,“ segir þar.
8 af 36 með
eigið varaafl
LÖGREGLUSTÖÐVAR