Morgunblaðið - 04.03.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2020
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Ten Points Pandora
22.990 kr.
Stærð 35-42
Garðatorg 4 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is
NÝJAR VÖRUR
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áform Landsvirkjunar um að
stækka þrjár aflstöðvar sínar á
Þjórsár-Tungnaársvæðinu snýst um
að auka uppsett afl og þar með
sveigjanleika í orkuöflun til þess að
geta mætt orkuskiptum í sam-
göngum, breytingum vegna vænt-
anlegrar uppbyggingar vind-
orkuvera og aukins rennslis til
virkjana vegna hlýnunar andrúms-
loftsins.
Landsvirkjun hefur tilkynnt
áform um stækkun Hrauneyjafoss-
stöðvar, Sigöldustöðvar og Vatns-
fellsstöðvar til yfirvalda vegna vinnu
verkefnisstjórnar 4. áfanga ramma-
áætlunar við mat á orkukostum.
Snúast verkefnin um að auka upp-
sett afl stöðvanna en orkuvinnsla
eykst tiltölulega lítið.
Í umhverfismat og ramma
Óli Grétar Blöndal Sveinsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Landsvirkjunar, segir að allar þess-
ar virkjanir hafi verið hannaðar
þannig að hægt yrði að lengja stöðv-
arhúsin til að bæta við vél. Áformin
snúist um það.
Hann segir að auk stækkunar
stöðvarhúsa þurfi að leggja nýjar
þrýstipípur úr lónum til stöðvarhúsa
og víkka frárennslisskurði. Fram-
kvæmdirnar séu tiltölulega lítið inn-
grip í umhverfið. Þarf að sækja um
framkvæmdaleyfi og byggingarleyfi.
Einnig þarf að meta áhrif á um-
hverfið og vegna þess að það er skylt
þarf framkvæmdin að fara inn í
rammaáætlun.
Eftir lagabreytingu á árinu 2014
þarf að meta stækkun virkjunar ef
stækkunin er meiri en 10 MW. Þeg-
ar Búrfellsvirkjun var stækkuð voru
aðrar reglur í gildi og þurfti sú fram-
kvæmd hvorki að fara í umhverfis-
mat né rammaáætlun.
Tilgangur framkvæmdanna er að
auka sveigjanleika í orkuöflun virkj-
ana Landsvirkjunar til þess að mæta
orkuskiptum í samgöngum, væntan-
legri uppbyggingu vindorkuvera og
auknu rennsli að virkjunum vegna
hlýnunar loftslags. Til útskýringar
bendir Óli Grétar á það að þegar
stór hluti ökutækja verði rafknúinn
muni þau gjarnan vera í hleðslu á
sama tíma, það er að segja á kvöldin
og nóttunni. Þá sé framleiðsla vind-
orkuvera mjög sveiflukennd, eins og
eðlilegt er. Þetta hafi þær breyting-
ar í för með sér að framleiðsla virkj-
ana Landsvirkjunar verði ekki eins
jöfn. Það kalli á aukið afl með fjölg-
un véla í virkjunum.
Ekkert vatn rennur fram hjá
virkjunum Landsvirkjunar á Þjórs-
ár-Tungnaársvæðinu nú. Því verður
sama vatnsmagnið notað við fram-
leiðsluna og til taks er nú. Hins veg-
ar eykst framleiðslan nokkuð vegna
betri nýtni nýju vélanna en þeirra
eldri.
Hugsað til framtíðar
„Við erum að hugsa til framtíðar,
að raforkukerfið hafi þann sveigjan-
leika sem þarf. Þar sem áformin
þurfa að fara í umhverfismat og í
gegnum rammaáætlun sem getur
getið langan tíma, leggjum við þess-
ar hugmyndir fram núna til þess að
þær verði tilbúnar þegar á þarf að
halda,“ segir Óli Grétar. Hann telur
líkur á að ráðast þurfi í stækkun
fyrstu aflstöðvarinnar eftir fimm ár
en það ráðist þó að framvindunni í
orkuskiptum í samgöngum og upp-
byggingu vindorkuvera.
Spurður hvort stækkun aflstöðv-
anna dragi úr þörf fyrir áformaðar
virkjanir í Neðri-Þjórsá segir Óli
Grétar svo ekki vera. Ef þörf verði á
aukinni orku inn á raforkukerfið
gætu virkjanir í Neðri-Þjórsá komið
til greina. Þær henti hins vegar ekki
til að auka afl til að auka sveigjan-
leika, eins og þörf verði á næstu ár-
in.
Þarf að auka
sveigjanleika
orkukerfisins
Virkjanir eru stækkaðar til að
bregðast við orkuskiptum og vindorku
Ljósmynd/Landsvirkjun
Vatnsfellsstöð Stöðvarhús verður
lengt og komið fyrir nýrri aflvél.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verkföll félaga innan BSRB munu
strax hafa áhrif á daglegt líf fólks,
ef til þeirra kemur. Nefna má að frí-
stundaheimili á höfuðborgarsvæð-
inu verða lokuð frá og með 9. mars
og búast má við að grunnskólar í
Reykjavík lokist fljótlega. Frá
sama tíma verður lokað á ýmsa op-
inbera þjónustu, svo sem við útgáfu
vegabréfa, og afgreiðslur nokkurra
opinberra stofnana verða lokaðar
auk þjónustuvers Reykjavíkur-
borgar.
Verkföll aðildarfélaga BSRB eru
með ýmsum hætti. Félögin standa
þó almennt saman að skæruverk-
föllum í tvo daga í viku frá 9. mars
og út mánuðinn og síðan að ótíma-
bundnu allsherjarverkfalli frá 15.
apríl. Stærsta félagið, Sameyki -
stéttarfélag í almannaþjónustu,
boðar hins vegar til ótímabundins
verkfalls hjá ríki og sveitarfélögum
á tiltekna þjónustuþætti, frá og með
9. mars. Öll eru þessi boðuðu verk-
föll háð því að ekki takist samning-
ar áður en þau hefjast en fundað er
stíft hjá ríkissáttasemjara þessa
dagana.
Skólar ekki þrifnir
Ótímabundið verkfall Sameykis
frá 9. mars nær til starfsmanna í
grunnskólum í Reykjavík og á Sel-
tjarnarnesi, frístundaheimila víða á
höfuðborgarsvæðinu og Akranesi,
hjá Skattinum og sýslumönnum um
allt land og í þjónustu- og nýsköp-
unarveri Reykjavíkurborgar.
Það þýðir að frístundaheimilunum
verður lokað samdægurs og foreldr-
ar þurfa að finna annan stað fyrir
börn sín.
Í grunnskólum fara skólaliðar,
stuðningsliðar og ræstingafólk í
verkfall sem og hluti skrifstofufólks,
kokka og annars starfsfólks í eldhúsi
og umsjónarmanna. Það hefur ekki í
för með sér umsvifalausa lokun skól-
anna en Árni Stefán Jónsson, for-
maður Sameykis, telur að ekki verði
hægt að halda skólunum lengi opn-
um eftir að hætt verður að þrífa þá.
Á hann von á að þeim verði lokað eft-
ir þriggja til fjögurra daga verkfall.
Hægt að skila skattframtali
Starfsemi heldur áfram hjá Skatt-
inum og sýslumannsembættum en
útlit er fyrir að flestar almennar af-
greiðslur lokist og afgreiðslur í síma
skerðist. Það þýðir að ekki verður
hægt að fá vegabréf gefið út eða
endurnýjað, ökuskírteini eða önnur
skírteini eða vottorð.
Framtalsfrestur einstaklinga
rennur út 10. mars og hægt er að fá
framlengingu lengst til 13. mars. Þó
að verkfall hefjist 9. mars mun það
ekki hafa áhrif á almenn framtals-
skil þar sem skattframtölum er skil-
að rafrænt. Snorri Olsen ríkisskatt-
stjóri segir að framtalsaðstoð sem
Skatturinn veitir í gegnum síma
gæti skerst og fólk gæti þurft að
bíða lengur. Lokun afgreiðslna
Skattsins mun hafa þau áhrif að ein-
staklingar sem koma í afgreiðslu til
að fá framtalsaðstoð munu koma að
lokuðum dyrum. Það á helst við um
útlendinga og fólk sem ekki hefur
aðgang að neti. Snorri segir að síðar
verði athugað hvernig hægt verður
að bregðast við.
Verkfallið mun fyrst um sinn lítil
áhrif hafa á tollafgreiðslu fólks og
varnings. Tollverðir fara ekki í verk-
fall. Þá er afgreiðsla tollskýrslna og
greiðslur á aðflutningsgjöldum
vegna innflutnings rafræn. Einstak-
lingar sem eru að flytja inn bíla eða
vörur á eigin vegum og þurfa að skila
tollskýrslum á pappír munu ekki
geta fengið afgreiðslu meðan á verk-
falli stendur.
„Ég vona að þessar deilur leysist
og að ekki komi til þess að starfsfólk
okkar þurfi að fara í verkfall. Við er-
um að veita einstaklingum og fyrir-
tækjum mikilvæga þjónustu og vilj-
um að hún sé í eðlilegu horfi,“ segir
Snorri.
Vínbúðir lokaðar dag og dag
Tveggja daga skæruverkföll
næstu fjórar vikur munu víða hafa
áhrif. Nefna má að allar sundlaugar
verða lokaðar nk. mánudag og
þriðjudag og áfram í næstu skærum,
sem og íþróttahús. Frístundaheimili
verða lokuð um allt land og þjónusta
í grunnskólum og leikskólum skerð-
ist. Vínbúðirnar verða lokaðar þessa
daga.
Þá munu skæruverkföll sjúkra-
liða, læknaritara, starfsfólks í eld-
húsi og við ræstingar hafa áhrif á þá
þjónustu sem hægt verður að veita á
Landspítala, Heilbrigðisstofnun
Norðurlands og ýmsum þjónustu-
stofnunum aldraðra og fatlaðra.
Tekið skal fram að undanþágulistar
eru á þessum stofnunum þannig að
öryggi sjúklinga og annarra skjól-
stæðinga á ekki að vera í hættu.
Slökkviliðsmenn eru einnig á und-
anþágulistum þannig að skærur
þeirra eiga ekki að hafa áhrif á ör-
yggi borgaranna.
Morgunblaðið/Hanna
Eftir skóla Frístundaheimilum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað þegar leiðbeinendur fara í verkfall 9. mars.
Frístundaheimilum
og afgreiðslum lokað
Vegabréf og ökuskírteini ekki gefin út í verkfalli Sameykis
Verkfall félaga úr tveimur stéttar-
félögum sem eru fjölmennir á
Landspítala mun hafa mikil áhrif,
ekki síst þegar mikið álag er á spít-
alanum vegna kórónuveirunnar.
„Það mun trufla mikið klíníska
þjónustu og stoðþjónustu sem er
dreifð um allan spítalann,“ segir
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmda-
stjóri mannauðsmála á Landspítala.
„Ég hvet samninganefndirnar til að
semja áður en til verkfalls kemur
svo ekki verði truflun á heilbrigðis-
þjónustu á þessum viðkvæmu tím-
um,“ segir hún. Ásta telur efalaust
að óska þurfi eftir undanþágum, til
viðbótar þeim undanþágum sem í
gildi eru, vegna álagsins. Hún segir
að annars muni raskast verulega
klínísk þjónusta sem sjúkraliðar
veita, auk þess sem truflanir yrðu á
símsvörun og upplýsingagjöf, mót-
tökuþjónustu, lyfjaþjónustu og
flutningum aðfanga og birgða.
Mikil röskun á
viðkvæmum tíma