Morgunblaðið - 20.03.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
Þorlákshöfn Unnið er að viðgerð á íþróttahúsi bæjarins sem heitir Icelandic Glacial höllin
vegna styrktarsamnings við fyrirtækið Icelandic Water Holdings ehf.
Eggert
Þegar árásin var
gerð á tvíburaturnana
í New York og varn-
armálaráðuneytið í
Washington 9. sept-
ember 2001 bárust
fréttir úr breska
stjórnarráðinu um að
embættismaður þar
vildi að tilkynnt yrði
um óvinsæla stjórn-
valdsákvörðun á með-
an athygli allra beind-
ist að hryðjuverkinu í
Bandaríkjunum.
Nú eru allir fjölmiðlar eðlilega
undirlagðir af fréttum um kór-
ónaveiruna og lítið annað telst til
tíðinda. Ákvarðanir eru þó áfram
teknar sem hafa áhrif á framtíð-
argang annarra mála.
Þar má til dæmis nefna breyt-
ingu á rússnesku stjórnarskránni
sem gerir Vladimír Pútín fært að
sitja sem forseti til ársins 2036, vilji
hann það.
Um nokkurt skeið hefur verið á
döfinni að breyta rússnesku stjórn-
arskránni frá 1993, þá var Boris
Jeltsín við völd. Það kom hins veg-
ar á óvart þriðjudaginn 10. mars að
Valentina Teresjkova (83 ára),
hetja Sovétríkjanna, fyrsta konan
til að fara út í geiminn árið 1963,
flytti eins og fyrir tilviljun tillögu í
Dúmunni, neðri deild þingsins, um
að Pútín mætti bjóða sig fram til
forseta að nýju árið 2024. Tillagan
var samþykkt samdægurs af þorra
þingheims.
Látið var í það skína að þetta
væri ekki endilega Pútín (67 ára) að
skapi. Hann væri orðinn þreyttur á
ýmsum formlegum embættis-
verkum, viðtöku trúnaðarbréfa
sendiherra og orð-
uveitingum. Hann
þakkaði þó Dúmunni
samþykkt tillögunnar
en setti sem skilyrði
að stjórnlagadómstóll-
inn teldi rétt að mál-
um staðið.
Áður en Pútín stað-
festi stjórnlögin með
undirskrift sinni 14.
mars höfðu 85 héraðs-
þing Rússlands sam-
þykkt þau á einum sól-
arhring.
Stjórnlagadómstóllinn
kom saman í skyndi 14. mars. Nið-
urstaða dómaranna, Pútín í vil, lá
fyrir 16. mars. Ætlunin er að efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju
stjórnlögin 22. apríl.
Meðal nýrra ákvæða er grein um
að rússnesk lög hafi forgang gagn-
vart alþjóðareglum. Þar birtist and-
staða forsetans og manna hans við
niðurstöður Mannréttindadómstóls
Evrópu í Strassborg og annarra al-
þjóðastofnana sem úrskurða oft
rússneskum yfirvöldum í óhag. Þá
verða hjónabönd samkynhneigðra
bönnuð og áréttað að Rússar hafi
hefðbundið „trúna á Guð“ í háveg-
um (í Sovétríkjunum voru kirkjur
rifnar eða breytt í pakkhús). Bann-
að er að draga í efa „sögulegan
sannleika“ um mikilvægan árangur
þjóðarinnar til varnar föðurlandinu.
Með þessu segist Pútín snúast gegn
viðleitni útlendinga til að tala niður
hlut Sovétríkjanna í síðari heims-
styrjöldinni. Sjálfur hefur hann út-
málað Pólverja sem upphafsmenn
stríðsins!
Ólögmæt innlimun Pútíns á
Krímskaga í Rússland er nú stjórn-
arskrárvarin. Vegna hennar var
rússneskum þingmönnum árum
saman bannað að greiða atkvæði á
þingi Evrópuráðsins í Strassborg.
Rússar sóttu ekki þingfundi og
neituðu að greiða árgjald til ráðs-
ins. Evrópuráðsþingið samþykkti í
júní 2019 að verða við skilyrðum
Rússa. Þeir hófu að greiða aðild-
argjöldin gegn atkvæðisrétti á Evr-
ópuráðsþinginu.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata í Strassborg,
taldi „mikilvægt fyrir framtíð Evr-
ópuráðsins að samþykkja“ skilyrði
Rússa. Hún hvatti til þess að „þing-
menn virtu lýðræðislega umræðu
og forðuðust að saka hver annan
um svik við gildi ráðsins“. Rósa
Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður
VG, sagði „markmiðið að standa
vörð um mannréttindi milljóna
Rússa, sem væru áfram undir
vernd Evrópuráðsins. Innlimun
Krímskaga hafi verið gegn al-
þjóðalögum og ætti að draga til
baka. Hins vegar ættu þvingunar-
aðgerðir að vera á höndum ríkis-
stjórna en ekki þinga“.
Evrópuráðið stendur nú frammi
fyrir því að rússneska stjórn-
arskráin bannar að tekið sé mark á
því.
Lengur en Stalín
Jósef Stalín stjórnaði Sovétríkj-
unum með harðri hendi frá 1922 til
1963 eða í 31 ár. Sitji Valdimír Pút-
ín sem forseti Rússlands til 2036
yrði hann við stjórnvöl Rússlands í
36 ár. Pútín yrði 83 ára 2036 eða á
svipuðum aldri og Joe Biden yrði í
lok næsta kjörtímabils næði hann
kjöri sem Bandaríkjaforseti.
Enginn leggur að jöfnu stjórn-
arhætti Stalíns og Pútíns þrátt fyr-
ir þaulsetuna í Kremlarkastala. Þó
er minnt á að báðir láti þeir drepa
andstæðinga sína erlendis. Pútín
óvin sinn Alexander Litvinenko
með eitri í tebolla í London árið
2006. Útsendari Stalíns beitti ís-
sting gegn Lev Trotskíj í Mexíkó-
borg árið 1940.
Pútín er ekki vandur að alþjóð-
legum vinum eins og stuðningur
hans við sýrlenska einræðisherrann
Bashar al-Assad sýnir. Rúss-
neskum herafla er beitt af mis-
kunnarleysi í Sýrlandi. Hörkulegur
stuðningur Pútíns við einræð-
isherra víða um heim er skýrður
sem ábending til þeirra á heimavelli
sem ala með sér hugmyndir um að
hrófla við forsetanum og veldi hans.
Pútín og menn hans hafa skotið
miklum eignum til annarra landa.
Nú vaknar spurning um hvað þeir
gera nú á tímum kauphallar- og
eignahruns vegna kórónaveirunnar.
Veiran, lækkun olíuverðs og önn-
ur óáran auk upploginna fullyrð-
inga um að stjórnir Vesturlanda
sitji um Rússland eru heimarökin
fyrir að tryggja þurfi Pútín setu í
Kreml til 2036. Hröð handtök við
að hrinda þessu öllu í framkvæmd
magna grunsemdir um að ekki sé
allt sem sýnist.
Reiði í Rússlandi
Hraðinn við stjórnlagabreyt-
inguna ræðst meðal annars af ótta
Pútíns og félaga við andmæli rúss-
neskra stjórnarandstæðinga. Þeir
eru hugmyndaríkir við að láta í ljós
vanþóknun sína á þessu valdabrölti.
Spjótunum er meðal annars beint
að hetjunni Teresjkovu. Hún er
sögð „tæki“ í höndum Kremlverja.
Íbúar í nokkrum borgum og bæjum
hafa tekið höndum saman um kröfu
um nafnbreytingu á götum eða
torgum sem kennd eru við Teresj-
kovu. „Forn hetjudáð“ hennar hafi
orðið að engu vegna þjónkunar við
Pútín.
Í Saransk, höfuðborg rússneska
héraðsins Mordoviu, hvetja ýmsir
borgarbúar til dæmis til þess að
framvegis verði Teresjkovu-gata
nefnd eftir Laika – sovéskum geim-
hundi sem var meðal fyrstu geim-
ferðardýranna og fyrst þeirra til að
fara í kringum jörðina árið 1957.
Hættumerki
Þessi skref sem nú eru tekin í
Rússlandi eru almennt til marks
um hættu sem steðjar að lýðræð-
islegum stjórnarháttum, réttarrík-
inu og alþjóðlegri samvinnu sem
reist er á viðurkenndum reglum.
Regluna um að enginn gæti setið
lengur en tvö kjörtímabil samfellt
sem forseti hafði Pútín að engu
með því að sitja eitt kjörtímabil
sem forsætisráðherra og síðan að
nýju tvö kjörtímabil sem forseti.
Ekki er lengur talin þörf á slíkum
leikaraskap og Pútín færir sig víðar
til aukinna valda.
Standa verður vörð um grunn-
gildi lýðræðis og réttarríkisins í al-
þjóðlegu samstarfi. Einmitt þess
vegna er nauðsynlegt að átta sig á
hvert stefnir í Rússlandi Pútíns.
Því miður eiga stjórnarhættir hans
hljómgrunn meðal áhrifamanna
sem sækjast eftir völdum í lýðræð-
isríkjunum. Pútín höfðar ekki til
þeirra vegna hugsjóna heldur
vegna valdafíknar. Lýðræðislegar
stjórnarskrár og alþjóðasamningar
eiga að setja henni skorður.
Eftir Björn
Bjarnason »Hraðinn við stjórn-
lagabreytinguna
ræðst meðal annars af
ótta Pútíns og félaga við
andmæli rússneskra
stjórnarandstæðinga.
Björn
Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra
Valdafíkn Pútíns kallar á varúð
Ekki þarf að fjölyrða um þann
bráðavanda sem íslenskt efna-
hagslíf stendur frammi fyrir. Ís-
lensk fyrirtæki gera nú allt sem í
þeirra valdi stendur til að taka á
þessum vanda með hagræðingu,
fjarvinnu, breyttum vaktaplön-
um og öðru. En jafnvel slíkar að-
laganir gera lítið til þess að bæta
upp það tjón sem fyrirtæki horf-
ast í augu við vegna samdráttar í
veltu og eftirspurn. Þess vegna
þurfa allir að leggja sitt af mörk-
unum til að fyrirtækin komist í gegnum þetta
ástand og tryggja að tímabundið áfall breytist
ekki í varanlegt tjón.
Þótt langsamlega mikilvægast sé að huga
að heilbrigði fólks, hlúa að þeim sem veikjast
og standa saman sem samfélag gagnvart bæði
ógn og ótta þá þarf ekki að fjölyrða um áhrifin
á efnahagslífið. Skýrasta dæmið er ferðaþjón-
ustan, sem stendur undir meira en þriðjungi
útflutnings, og horfir ekki einungis fram á
samdrátt heldur að lágmarki nokkurra vikna
stopp. Hún rær nú lífróður. Aðrar greinar
finna áhrifin fyrr eða síðar. Höggbylgjan
stendur yfir og óvíst er hver endanleg áhrif
verða.
Ríkið hefur þegar gefið fyrirheit og sett af
stað aðgerðir til að bregðast við stöðunni.
Frekari útspils er að vænta en tíminn er
naumur. Þá hefur Seðlabankinn lækkað vexti
um eitt prósentustig, lækkað bindiskyldu og
afnumið sveiflujöfnunarauka – allt aðgerðir
sem munu gera fyrirtækjum og heimilum auð-
veldara um vik að standa af sér storminn. Enn
er beðið aðgerða sveitarfélaga, sem geta ekki
verið stikkfrí.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp um atvinnu-
leysistryggingar þar sem fyrirtækjum verður
gert kleift að lækka starfshlutföll tímabundið
án þess að starfsfólk verði fyrir óásættanlegri
kjaraskerðingu. Meginmarkmið frumvarpsins
er að aðstoða fyrirtæki við að halda ráðning-
arsambandi við starfsfólk
þar til aðstæður skýrast. Viðskiptaráð telur
þetta lykilskref og fagnar áformum um hraða
gildistöku til að sporna gegn yfirvofandi
fjöldauppsögnum. Ef aðgerðin heppnast mun
hún fleyta fleiri fyrirtækjum og
fjölskyldum yfir skaflinn og
færri fara í þrot.
Við erum reglulega minnt á
hvernig ófyrirsjáanlegir atburðir
breyta lífi okkar. Á þetta ekki
síst við um atvinnurekstur. Á
Viðskiptaþingi 2019 var fjallað
um hvernig leiðtogi þarf að „feta
farsælan veg í heimi óvissu þar
sem skyggni er nánast ekkert“.
Engan grunaði þá hvað væri í
vændum rúmu ári síðar. Staðan
vegna COVID-19 er allt ann-
arrar gerðar en fjármálakreppan 2008, hrun
fiskistofna eða fall flugfélags, en við höfum
lært af fyrri áföllum. Sá lærdómur á að geta
nýst núna, ekki síst stjórnvöldum sem gegna
lykilhlutverki.
Góðu fréttirnar eru að faraldurinn mun
ganga yfir og við erum að mörgu leyti vel und-
ir áföll búin. Þó að blikur séu á lofti yfir heims-
hagkerfinu verður tæknilega séð lítið því til
fyrirstöðu að atvinnulífið og samfélagið geti
náð sér á strik þegar veiran er gengin yfir.
Það mun að sjálfsögðu taka tíma. Það sem
helst getur hægt á endurreisninni er ef fyrir-
tækin fara í þrot.
Þegar þetta er skrifað ríkir mikill ótti víða
um heim. Í slíku ástandi er mikilvægt að halda
dómgreind sinni og hvorki fyllast bölsýni, né
flýja veruleikann. Við þurfum að hugsa hratt í
ástandi þar sem óvissa er mikil. Í slíku ástandi
er ómögulegt að vita fyrir víst hvaða ákvarð-
anir munu reynast best, en líklega er hið forn-
kveðna aldrei sannara en nú; að hik getur þýtt
öruggt tap.
Hikum ekki
Eftir Ástu S. Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted
» Þó að blikur séu á lofti yfir
heimshagkerfinu verður
tæknilega séð lítið því til fyr-
irstöðu að atvinnulífið og sam-
félagið geti náð sér á strik
þegar veiran er gengin yfir.
Höfundur er verkfræðingur og fram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.