Morgunblaðið - 20.03.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2020
ENGLAND
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Knattspyrnumaðurinn Jón Daði
Böðvarsson hefur ekki leikið með
enska B-deildarfélaginu Millwall
síðan 6. mars síðastliðinn, þar sem
öllum leikjum deildarinnar var frest-
að vegna kórónuveirunnar. Þrátt
fyrir útbreiðslu veirunnar er áfram
æft hjá Lundúnafélaginu.
„Við höfum til skiptis verið að æfa
og í fríi. Við fengum að vita rétt fyrir
síðustu helgi að deildinni yrði frest-
að til 4. apríl. Maður bjóst alveg við
því að þetta myndi gerast. Við feng-
um fjögurra daga frí til að byrja með
en svo höfum við eitthvað æft, en
það er ekkert æft hjá sumum liðum,
þar sem leikmenn eru í einangrun og
æfa einir síns liðs. Við tökum fjóra
daga þar sem við æfum núna og
þetta er frekar skrítið. Manni líður
eins og tímabilið sé búið og það er
allt í lausu lofti. Enginn veit hvað
mun gerast og það er voðalega mikil
óvissa.“ sagði Selfyssingurinn í sam-
tali við Morgunblaðið.
Skrítið andrúmsloft
Hingað til hefur Jóni Daði ekki
verið ráðlagt að halda sér heima fyr-
ir þrátt fyrir veiruna, en það gæti
breyst fljótlega.
„Englendingarnir eru ekkert bún-
ir að gera nema fyrst núna þegar
þeir lokuðu skólum. Það er greini-
lega einhver stígandi í þessu hjá
þeim og það er meiri alvara í þessu,“
sagði Jón Daði. Hann viðurkennir að
andrúmsloftið hjá félaginu sé skrítið
á þessum óvissutímum.
„Það er skrítið andrúmsloft. Það
er enginn að vinna í mötuneytinu og
því enginn matur á æfingum. Okkur
var svo skipt í þrjá hópa og settir í
þrjá mismunandi klefa til að minnka
áhættuna á smiti. Þá vorum við líka
mældir með hitamæli áður en æfing-
in byrjaði. Við vorum prófaðir fyrir
veirunni og sem betur fer var enginn
með hana. Við höfum nálgast þetta
með varúð, sem er svolítið fyndið því
þetta er leikur með snertingum. Ég
held að flestir séu ánægðir með að fá
að halda áfram að æfa og aðeins
halda í eðlilegt ástand. Við erum
samt mjög varkárir og allir hrein-
skilnir. Um leið og einhver finnur
fyrir einhverju er það tilkynnt.“
Engin návígi á æfingum
Hann segir engin návígi á æfing-
um, til að koma í veg fyrir hugsanleg
smit. „Við vorum ekki með stutt spil
eða neitt svoleiðis heldur skiptum
við okkur í hópa. Sóknarmennirnir
voru í sérstökum æfingum við að
klára, varnarmenn í öðru og svo
miðjumenn í enn öðru. Þetta var sett
upp þannig að við værum ekki of ná-
lægt hver öðrum. Þetta er voðalega
spes og það verður forvitnilegt að
sjá hvernig þetta þróast. Eins og er
verðum við bara að æfa og fá frí af
og til.“
Eins og staðan er núna er Millwall
í áttunda sæti B-deildarinnar, aðeins
tveimur stigum frá Preston í sjötta
sæti. Sæti þrjú til sex gefa þátttöku-
rétt í umspili þar sem keppt er um
að fylgja tveimur efstu liðunum í úr-
valsdeildina. Jón Daði viðurkennir
að það sé súrt að þetta skuli koma
upp á þessum tímapunkti.
Auðvitað ömurleg staða
„Þetta er auðvitað ömurleg staða
og ekki bara fyrir okkur heldur líka
fullt af öðrum stórum klúbbum á
Englandi og í heiminum. Þetta hittir
svakalega illa á og það er mikið í
húfi. Auðvitað er þetta erfið staða en
þegar mannslíf eru í húfi verðum við
að taka þessu af fullri alvöru. Þegar
allt kemur til alls er fótboltinn bara
leikur. Þetta eru erfiðir tímar og ég
veit ekki hvernig þetta þróast.
Vonandi mun þetta allt saman
lagast og við allavega ná að spila á
tómum leikvöngum. Það væri ósk-
andi að klára þetta blessaða tímabil.
Það eru bara níu leikir eftir. Eins og
er þá er frestað til 4. apríl en svo get-
ur það breyst á 0,1 sekúndu. Maður
fylgist með fréttum á hverjum degi
og fer eftir reglum. Maður fylgist vel
með ef breska ríkisstjórnin segir
eitthvað,“ sagði Jón, sem styður þá
ákvörðun UEFA að fresta umspils-
leiknum við Rúmeníu til sumars og
lokakeppni EM um heilt ár.
„Þetta þurfti að gera og allir í
landsliðinu sýna því skilning. Þetta
er leiðinleg staða en öryggi lands-
manna skiptir mestu máli. Það er al-
gjörlega þess virði að fresta þessum
leik og EM líka. Það er mjög já-
kvætt að þessi leikur verður á Ís-
landi að sumri til, þar sem íslensku
veturnir eru auðvitað oft helvíti
harðir,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
Óskandi að
geta klárað
tímabilið
Jón Daði Böðvarsson og félagar hjá
Millwall æfa í þremur hópum
Morgunblaðið/Eggert
Millwall Jón Daði Böðvarsson æfir áfram af fullum krafti með enska liðinu
en enginn veit ennþá hvenær verður spilað á ný á Englandi.
verði að minnsta kosti til 15. júlí
ef keppni nái að fara aftur af stað
í vor.
Níu umferðum er ólokið í ensku
úrvalsdeildinni þar sem Liverpool
er með 25 stiga forystu og þarf
aðeins sex stig til að tryggja sér
sinn fyrsta meistaratitil í þrjátíu
ár. Í B-deildinni eru einnig eftir
níu umferðir, auk umspils, og þá
er eftir að ljúka ensku bik-
arkeppninni þar sem komið var að
átta liða úrslitum þegar keppni
var slegið á frest fyrr í þessum
mánuði.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Enska knattspyrnusambandið og
stjórnir úrvalsdeildarinnar og
ensku deildakeppninnar í karla- og
kvennaflokki tóku í gær sameig-
inlega ákvörðun um að fresta öll-
um fótbolta á Englandi til 30. apr-
íl, hið minnsta. Samtök
atvinnuknattspyrnumanna og sam-
tök knattspyrnustjóra áttu einnig
aðild að ákvörðuninni. Áður hafði
keppni verið frestað til 4. apríl
vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Í sameiginlegri yfirlýsingu frá
þessum aðilum kemur fram að
stefnt sé að því að halda áfram
keppnistímabilinu 2019-20 og ljúka
allri keppni eins fljótt og óhætt sé
og mögulegt.
Eftir að lokakeppni EM karla
var frestað til sumarsins 2021 hafa
Englendingar og aðrir sem eiga
eftir að ljúka sínum tímabilum
svigrúm frameftir sumri og jafnvel
lengur ef þörf krefur. Formaður
franska knattspyrnusambandsins
hefur þegar lýst því yfir að þar í
landi megi búast við því að spilað
Englendingar fresta öllu út apríl
AFP
Liverpool Mohamed Salah og fé-
lagar eru með 25 stiga forskot.
Hvíta-Rússland
Energetyk Minsk – BATE Borisov........ 3:1
Willum Þór Willumsson kom inn á sem
varamaður á 77. mínútu hjá BATE Borisov
í stöðunni 2:1.
Fyrstu tveir leikir tímabilsins í hvítrúss-
nesku deildinni fóru fram í gær.
20. mars 1970
„Atvinnumennska er það sem
maður hefur atvinnu af. Og
flestir munu sjá
hve vonlítið það
er að hér á landi
verði hópur
íþróttamanna á
launum við að
æfa íþróttir. Að
taka upp at-
vinnumennsku
er því miklu umfangsmeira
mál en nokkurn grunar. Ætti
því ekki heldur að hugleiða
önnur ráð til úrbóta?“ skrifar
Atli Steinarsson íþrótta-
fréttamaður í pistli í Morg-
unblaðinu. Kveikjan að því er
umræður um hvort taka eigi
upp atvinnumennsku í hand-
knattleik eftir að Ísland hafn-
aði í 11. sæti á HM karla.
20. mars 1972
Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik er einum leik
frá því að tryggja sér sæti á
Ólympíuleikunum í München
eftir sigur á Austurríki, 25:19,
í milliriðli undankeppninnar í
Bilbao á Spáni. Gísli Blöndal
skorar sjö mörk og Geir Hall-
steinsson sex en íslenska liðið
nær mest átta marka forystu.
20. mars 1982
„Næsta öruggt er að hann
verður markakóngur eftir
sýninguna í
gær,“ skrifar
Morgunblaðið
um Alfreð
Gíslason eftir
að hann skor-
aði 21 mark
fyrir KR í sigri
á KA, 33:20, á Íslandsmóti
karla í handknattleik kvöldið
áður og hafði þar með gert 18
mörkum meira en Kristján
Arason FH-ingur.
20. mars 1993
Bjarki Sigurðsson er valinn í
sjö manna úrvalslið HM karla í
handknattleik eftir frammi-
stöðu sína með íslenska lands-
liðinu í Svíþjóð. Þar er hann í
hópi með mönnum á borð við
Talant Dusjebaev, Marc
Baumgartner og Magnus
Andersson, sem er valinn besti
leikmaður keppninnar.
20. mars 2002
„Þetta er mjög spennandi
verkefni, mig hefur lengi
langað til að
prófa að þjálfa
karlalið og ég
er mjög ánægð
með að for-
ráðamenn
Neista skyldu
þora að gefa
mér þetta tækifæri,“ segir
Vanda Sigurgeirsdóttir sem
fyrst kvenna er ráðin þjálfari
íslensks karlaliðs í fótbolta,
Neista á Hofsósi.
20. mars 2016
Aníta Hinriksdóttir skipar sér
í hóp bestu 800 metra hlaup-
ara heims þegar hún hafnar í
fimmta sæti í greininni á
heimsmeistaramótinu í frjáls-
íþróttum innanhúss í Portland
í Bandaríkjunum. Í stigum
reiknað er þetta fjórði besti
árangur Íslendings á HM í
frjálsíþróttum frá upphafi.
Á ÞESSUM DEGI
Framkvæmdanefnd Ólympíu-
leikanna 2020 í Tókýó tók í gær við
ólympíueldinum úr höndum
Grikkja við látlausa athöfn án
áhorfenda á Panathenaic-
leikvanginum í Aþenu, en á þeim
leikvangi voru fyrstu nútímaleik-
arnir haldnir árið 1896.
Eldurinn var að vanda kveiktur í
Ólympíu á vesturströnd Grikklands
fyrir viku en eftir tæpan sólarhring
var hlaupinu með hann á milli
borga í landinu hætt þar sem það
dró að sér of marga áhorfendur.
Japanir tóku við eldinum og hon-
um var komið fyrir í flugvél
merktri „Tokyo 2020 Go“ sem flaut
með hann til Tókýó í gær.
Yoshiro Mori, forseti fram-
kvæmdanefndar Ólympíuleikanna,
sagði í myndávarpi frá Tókýó að
hann vonaðist til þess að koma elds-
ins til Japan myndi hjálpa til við að
blása burt þeim svörtu skýjum sem
héngju yfir heimsbyggðinni þessa
dagana vegna kórónuveirunnar.
Leikarnir eiga að fara fram 24.
júlí til 9. ágúst og síðan tekur við
Ólympíumót fatlaðra, Paralympics,
frá 25. ágúst til 6. september.
AFP
Eldurinn Japanska sundkonan Imoto Naoko tekur við ólympíueldinum fyrir
hönd þjóðar sinnar á gamla ólympíuleikvanginum í Aþenu.
Japanir tóku við ólymp-
íueldinum í Aþenu